„Bjartsýni að halda að ég gæti spilað núna“ Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2021 09:31 Elín Metta Jensen raðaði inn mörkum fyrir Ísland í síðustu undankeppni en missir af að minnsta kosti þremur fyrstu leikjunum í undankeppni HM. VÍSIR/VILHELM Elín Metta Jensen hefur misst af byrjun fyrstu undankeppni íslenska landsliðsins í fótbolta undir stjórn Þorsteins Halldórssonar, vegna meiðsla. Hún treystir á liðsfélaga sína í kvöld og segir Ísland með sterkara lið en Tékkland. Elín Metta skoraði sex mörk í átta leikjum síðustu undankeppni sem aðalframherji Íslands, þegar liðið vann sér sæti á Evrópumótinu í Englandi næsta sumar. Síðustu vikur hefur Valskonan hins vegar verið frá keppni vegna meiðsla og hún missti því af leiknum við Holland í síðasta mánuði auk þess sem hún þurfti að draga sig úr hópnum sem mætir Tékklandi á Laugardalsvelli í kvöld og Kýpur næsta þriðjudag, í undankeppni HM. Áður hafði Elín Metta misst af leikjum Vals í Meistaradeild Evrópu í ágúst en það var af öðrum ástæðum: „Ég var meidd í kálfa í Evrópuleikjunum en gat svo spilað eitthvað eftir þá. Það var svo í leiknum við Tindastól [25. ágúst], þar sem við tryggðum okkur Íslandsmeistaratitilinn, sem að ég var eitthvað tækluð og fékk skrýtna fettu á hnéð. Ég tognaði frekar illa í hnénu og það tekur smátíma að komast út úr því,“ segir Elín Metta og bætir við: „Ég er í sjúkraþjálfun og að reyna að vinna mig upp úr þessu. Það voru vonir bundnar við að ég gæti mögulega verið með í komandi landsleikjum en það er hins vegar í takti við þann tíma sem svona meiðsli taka að ég sé ekki með núna. Það var kannski smábjartsýni að halda að ég gæti spilað núna en það var ágætt að reyna að stefna á það. Því miður tekur þetta aðeins lengri tíma.“ Elín Metta Jensen hefur komið við sögu í fjórum vináttulandsleikjum undir stjórn Þorsteins Halldórssonar, sem tók við landsliðinu í byrjun árs. Hér er hún í leik gegn Ítalíu ytra í apríl.Getty/Gabriele Maltinti Ekki áhyggjur af því að möguleikar á byrjunarliðssæti minnki Á meðan að nýr landsliðsþjálfari mótar sitt lið þarf Elín Metta því að fylgjast með úr fjarlægð en hún óttast ekki að það minnki möguleika hennar á byrjunarliðssæti í framtíðinni, til að mynda á Evrópumótinu í Englandi næsta sumar: „Það verður bara að koma í ljós. Það er ekki beint í mínum höndum. En þegar maður er leikmaður í landsliðshóp þá hefur maður tíma til að sanna sig þegar maður mætir í hópinn. Það hafa allir það tækifæri,“ segir Elín Metta sem hefur þegar náð að spila fjóra vináttulandsleiki undir stjórn Þorsteins. „Ég hef engar áhyggjur af þessu þannig séð, að það séu einhverjir möguleikar farnir, en það er auðvitað súrt að missa af leikjum. Maður er bara með æðruleysi gagnvart því og gerir sitt besta þegar þar að kemur,“ segir Elín Metta. Elín Metta varð Íslandsmeistari með Val í ár. Hún meiddist í leik gegn Tindastóli þegar liðið tryggði sér titilinn en fékk bronsskó sem sú þriðja markahæsta í Pepsi Max-deildinni.vísir/hulda margrét Tékkar með þrusugott lið en við sterkari Hún var í liði Íslands sem gerði 1-1 jafntefli við Tékka haustið 2018, þegar draumurinn um HM 2019 varð að engu, en þarf að treysta á hefndaraðgerðir í boði liðsfélaga sinna í kvöld: „Ég hef náttúrulega fulla trú á stelpunum. Við vitum að Tékkarnir hafa reynst okkur erfiðir og eru með þrusugott lið en ég held samt að við séum sterkari. Ég hlakka til að fylgjast með. Þegar við spiluðum á móti þeim þá fannst mér þær hafa mikið „attitjúd“. Mikinn baráttuvilja sem er líka okkar einkenni. Nú skiptir bara máli að vera með hausinn rétt skrúfaðan á og vinna þær í þessum þætti,“ segir Elín Metta. Áhugi frá Frakklandi og Ítalíu en læknisfræðin gengur fyrir Elín Metta var sem fyrr í lykilhlutverki hjá Val í sumar og endaði þriðja markahæst í Pepsi Max-deildinni með 11 mörk í 16 leikjum fyrir Íslandsmeistarana. Þessi 26 ára framherji var í sigti franskra og ítalskra félaga í sumar en hefur nú í nógu að snúast á fjórða ári í læknisfræði við Háskóla Íslands, og segir ekki í spilunum að hún sé á leið út í atvinnumennsku í vetur: „Það var vissulega einhver áhugi í sumar heyrði ég en svo gekk það bara ekki upp. Ég er líka í þessu námi og hef því ekki pælt mikið í þessu í haust.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Segir Dagnýju hafa varað sig við aðstæðum á Íslandi Katerina Svitková er stærsta stjarnan í liði Tékka sem mæta Íslandi á Laugardalsvelli á föstudag. Hún hlakkar til að glíma við Dagnýju Brynjarsdóttur og segir hana hafa varað sig við aðstæðum á vellinum. 20. október 2021 11:30 „Eigum frekar leiðinlega sögu á móti þeim“ „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessum leik,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir um leikinn við Tékkland á föstudaginn sem gæti ráðið miklu um vonir Íslands um að komast á HM í Ástralíu. Tékkar sviptu Ísland síðasta HM-draumi. 20. október 2021 09:00 Ísland án Elínar Mettu í leiknum mikilvæga Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður án Elínar Mettu Jensen, framherja Vals, í komandi landsleikjum gegn Tékklandi og Kýpur í undankeppni HM. 18. október 2021 11:18 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Elín Metta skoraði sex mörk í átta leikjum síðustu undankeppni sem aðalframherji Íslands, þegar liðið vann sér sæti á Evrópumótinu í Englandi næsta sumar. Síðustu vikur hefur Valskonan hins vegar verið frá keppni vegna meiðsla og hún missti því af leiknum við Holland í síðasta mánuði auk þess sem hún þurfti að draga sig úr hópnum sem mætir Tékklandi á Laugardalsvelli í kvöld og Kýpur næsta þriðjudag, í undankeppni HM. Áður hafði Elín Metta misst af leikjum Vals í Meistaradeild Evrópu í ágúst en það var af öðrum ástæðum: „Ég var meidd í kálfa í Evrópuleikjunum en gat svo spilað eitthvað eftir þá. Það var svo í leiknum við Tindastól [25. ágúst], þar sem við tryggðum okkur Íslandsmeistaratitilinn, sem að ég var eitthvað tækluð og fékk skrýtna fettu á hnéð. Ég tognaði frekar illa í hnénu og það tekur smátíma að komast út úr því,“ segir Elín Metta og bætir við: „Ég er í sjúkraþjálfun og að reyna að vinna mig upp úr þessu. Það voru vonir bundnar við að ég gæti mögulega verið með í komandi landsleikjum en það er hins vegar í takti við þann tíma sem svona meiðsli taka að ég sé ekki með núna. Það var kannski smábjartsýni að halda að ég gæti spilað núna en það var ágætt að reyna að stefna á það. Því miður tekur þetta aðeins lengri tíma.“ Elín Metta Jensen hefur komið við sögu í fjórum vináttulandsleikjum undir stjórn Þorsteins Halldórssonar, sem tók við landsliðinu í byrjun árs. Hér er hún í leik gegn Ítalíu ytra í apríl.Getty/Gabriele Maltinti Ekki áhyggjur af því að möguleikar á byrjunarliðssæti minnki Á meðan að nýr landsliðsþjálfari mótar sitt lið þarf Elín Metta því að fylgjast með úr fjarlægð en hún óttast ekki að það minnki möguleika hennar á byrjunarliðssæti í framtíðinni, til að mynda á Evrópumótinu í Englandi næsta sumar: „Það verður bara að koma í ljós. Það er ekki beint í mínum höndum. En þegar maður er leikmaður í landsliðshóp þá hefur maður tíma til að sanna sig þegar maður mætir í hópinn. Það hafa allir það tækifæri,“ segir Elín Metta sem hefur þegar náð að spila fjóra vináttulandsleiki undir stjórn Þorsteins. „Ég hef engar áhyggjur af þessu þannig séð, að það séu einhverjir möguleikar farnir, en það er auðvitað súrt að missa af leikjum. Maður er bara með æðruleysi gagnvart því og gerir sitt besta þegar þar að kemur,“ segir Elín Metta. Elín Metta varð Íslandsmeistari með Val í ár. Hún meiddist í leik gegn Tindastóli þegar liðið tryggði sér titilinn en fékk bronsskó sem sú þriðja markahæsta í Pepsi Max-deildinni.vísir/hulda margrét Tékkar með þrusugott lið en við sterkari Hún var í liði Íslands sem gerði 1-1 jafntefli við Tékka haustið 2018, þegar draumurinn um HM 2019 varð að engu, en þarf að treysta á hefndaraðgerðir í boði liðsfélaga sinna í kvöld: „Ég hef náttúrulega fulla trú á stelpunum. Við vitum að Tékkarnir hafa reynst okkur erfiðir og eru með þrusugott lið en ég held samt að við séum sterkari. Ég hlakka til að fylgjast með. Þegar við spiluðum á móti þeim þá fannst mér þær hafa mikið „attitjúd“. Mikinn baráttuvilja sem er líka okkar einkenni. Nú skiptir bara máli að vera með hausinn rétt skrúfaðan á og vinna þær í þessum þætti,“ segir Elín Metta. Áhugi frá Frakklandi og Ítalíu en læknisfræðin gengur fyrir Elín Metta var sem fyrr í lykilhlutverki hjá Val í sumar og endaði þriðja markahæst í Pepsi Max-deildinni með 11 mörk í 16 leikjum fyrir Íslandsmeistarana. Þessi 26 ára framherji var í sigti franskra og ítalskra félaga í sumar en hefur nú í nógu að snúast á fjórða ári í læknisfræði við Háskóla Íslands, og segir ekki í spilunum að hún sé á leið út í atvinnumennsku í vetur: „Það var vissulega einhver áhugi í sumar heyrði ég en svo gekk það bara ekki upp. Ég er líka í þessu námi og hef því ekki pælt mikið í þessu í haust.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Segir Dagnýju hafa varað sig við aðstæðum á Íslandi Katerina Svitková er stærsta stjarnan í liði Tékka sem mæta Íslandi á Laugardalsvelli á föstudag. Hún hlakkar til að glíma við Dagnýju Brynjarsdóttur og segir hana hafa varað sig við aðstæðum á vellinum. 20. október 2021 11:30 „Eigum frekar leiðinlega sögu á móti þeim“ „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessum leik,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir um leikinn við Tékkland á föstudaginn sem gæti ráðið miklu um vonir Íslands um að komast á HM í Ástralíu. Tékkar sviptu Ísland síðasta HM-draumi. 20. október 2021 09:00 Ísland án Elínar Mettu í leiknum mikilvæga Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður án Elínar Mettu Jensen, framherja Vals, í komandi landsleikjum gegn Tékklandi og Kýpur í undankeppni HM. 18. október 2021 11:18 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Segir Dagnýju hafa varað sig við aðstæðum á Íslandi Katerina Svitková er stærsta stjarnan í liði Tékka sem mæta Íslandi á Laugardalsvelli á föstudag. Hún hlakkar til að glíma við Dagnýju Brynjarsdóttur og segir hana hafa varað sig við aðstæðum á vellinum. 20. október 2021 11:30
„Eigum frekar leiðinlega sögu á móti þeim“ „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessum leik,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir um leikinn við Tékkland á föstudaginn sem gæti ráðið miklu um vonir Íslands um að komast á HM í Ástralíu. Tékkar sviptu Ísland síðasta HM-draumi. 20. október 2021 09:00
Ísland án Elínar Mettu í leiknum mikilvæga Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður án Elínar Mettu Jensen, framherja Vals, í komandi landsleikjum gegn Tékklandi og Kýpur í undankeppni HM. 18. október 2021 11:18