„Síðasti naglinn í líkkistu þessara kosninga“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. október 2021 12:05 Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi og lögmaður. Vísir/Vilhelm Oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi sem kærði framkvæmd Alþingiskosninganna er viss um að uppkosning fari fram í kjördæminu, sérstaklega í ljósi þeirra gagna sem komu fram í málinu í gær. Það sé eini möguleikinn í stöðunni. Ingi Tryggvason formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi svarar kærum sem bárust undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar, frá oddvita Pírata í kjördæminu og fleirum, vegna framkvæmdar kosninganna fullum hálsi í bréfi sem birt var á vef Alþingis. Í svari við kæru Lenyu Rúnar Taha Karim frambjóðanda Pírata mótmælir hann harðlega aðdróttunum um að hann hafi spillt kjörgögnum - engin rök séu færð fyrir þeirri fullyrðingu. Þá þurfi „enga skýringu á því hvers vegna yfirkjörstjórnin“ hafi ákveðið að fresta fundi fram á sunnudagsmorgun - allir hafi þurft á hvíld að halda. Tveir úr yfirkjörstjórninni, þau Bragi Axelsson og Katrín Pálsdóttir, stóðu ekki að svarinu. Þau töldu ekki rétt að tjá sig á meðan sakamál væri til meðferðar hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi. Kærendum svarað frekar Ingi, Guðrún Sighvatsdóttir og Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir stóðu að svarinu sem er dagsett þann 19. október. Þar ítreka þau þrjú að á milli klukkan 11:46 og 13:00 sunnudaginn 26. september hafi ekki annað átt sér stað en tiltekt og frágangur á talningarstað. Þá sé ekkert athugavert við það að oddviti eða einhver annar fulltrúi í yfirkjörstjórn hafi verið einn á talningarstað þar sem kjörgögn voru. Þremenningarnir taka fram að lokatölur séu ekki eitthvað hugtak sem verði til á ákveðnum tímapunkti þegar talning atkvæða fari fram og menn geti byggt réttarstöðu á þeim meintu lokatölum. Lokatölur séu þær tölur sem verði til þegar það er ljóst að endanleg talning hafi farið fram og þær tölur geti ekki breyst Þá sé rangt hjá Magnúsi Davíð Norðdahl, einum kæranada, að Ingi, sem formaður yfirkjörstjórnar, hafi lýst því að hann hafi frekar fylgt hefðum en kosningalögum. Yfirkjörstjórn líti svo á að hún hafi í einu og öllu farið að lögum í störfum sínum. Þá fettir meirihluti yfirkjörstjórnar fingur út í ummæli Magnúsar þess efnis að hann hafi vantað „örfá atkvæði að vera kjörinn þingmaður í kjördæminu.“ Meirihlutinn segir ekki ljóst hvernig Magnús fái þessa útkomu út. „Að baki síðasta kjördæmakjörna þingmanni í Norðvesturkjördæmi eru 1.483 atkvæði en P listi fékk 1.081 atkvæði eða 401 færra atkvæði en eru að baki fyrrgreindum þingmanni. Þá féll jöfnunarsæti kjördæmisins ekki í hlut P lista. Ekki er því ljóst á hverju útreikningur kæranda byggir.“ Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis.Vísir/tryggvi páll Þá hafi formaður yfirkjörstjórnar ekki leyst einn „úr öðrum vafaatriðum í heildarferli kosninganna í Norðvesturkjördæmi.“ Þá er kæru Þorvaldar Gylfasonar prófessors svarað og segir meirihlutinn ekki ástæðu til elta ólar við mis áreiðanlegar tilvitnanir í fjölmiðlum vegna málsins enda hafi þær enga þýðingu í þessu máli. Er ítrekað að Ingi formaður hafi aldrei játað að hafa brotið gegn kosningalögum og því sé sú fullyrðing kæranda röng. Magnús segir ágalla staðfesta Magnús Davíð Norðdahl lögmaður og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi segir að þetta svar, og önnur gögn málsins, staðfesti það sem hann og aðrir kærendur hafi haldið fram. „Það voru alvarlegir ágallar á þessu ferli öllu saman og þeir ágallar eru þess eðlis að þeir leiða til ógildingar þessara kosninga.“ Fram kemur í skýrslu lögreglu á Vesturlandi um málið að lögregla geti ekki fullyrt út frá upptökum úr öryggismyndavélum hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. „Það sem mér fannst mest sláandi var það að myndbandsupptökur staðfestu beinlínis að óviðkomandi aðilar fóru inn í salinn, þannig að það var, hvað á maður að segja, síðasti naglinn í líkkistu þessara kosninga.“ Uppkosning verði að fara fram í kjördæminu. „Reyndari þingmenn, þingmenn sem hafa setið á þingi í lengri tíma og þingmenn sem hafa einhverja lögfræðilega þekkingu að bera, þeir vita það alveg að það verður að fara fram uppkosning í þessu kjördæmi, þeir gera sér grein fyrir því út frá gögnum þessa máls og aðstæðum í heild sinni og ég tel að það komi ekkert annað til greina en að uppkosning fari fram og ég trúi því að svo verði,“ segir Magnús. Meðlimum yfirkjörstjórnar hefur verið boðið af lögreglunni á Vesturlandi að ljúka málinu með sekt. Ekki stefnir í að þeir fallist á það. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Ingi Tryggvason formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi svarar kærum sem bárust undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar, frá oddvita Pírata í kjördæminu og fleirum, vegna framkvæmdar kosninganna fullum hálsi í bréfi sem birt var á vef Alþingis. Í svari við kæru Lenyu Rúnar Taha Karim frambjóðanda Pírata mótmælir hann harðlega aðdróttunum um að hann hafi spillt kjörgögnum - engin rök séu færð fyrir þeirri fullyrðingu. Þá þurfi „enga skýringu á því hvers vegna yfirkjörstjórnin“ hafi ákveðið að fresta fundi fram á sunnudagsmorgun - allir hafi þurft á hvíld að halda. Tveir úr yfirkjörstjórninni, þau Bragi Axelsson og Katrín Pálsdóttir, stóðu ekki að svarinu. Þau töldu ekki rétt að tjá sig á meðan sakamál væri til meðferðar hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi. Kærendum svarað frekar Ingi, Guðrún Sighvatsdóttir og Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir stóðu að svarinu sem er dagsett þann 19. október. Þar ítreka þau þrjú að á milli klukkan 11:46 og 13:00 sunnudaginn 26. september hafi ekki annað átt sér stað en tiltekt og frágangur á talningarstað. Þá sé ekkert athugavert við það að oddviti eða einhver annar fulltrúi í yfirkjörstjórn hafi verið einn á talningarstað þar sem kjörgögn voru. Þremenningarnir taka fram að lokatölur séu ekki eitthvað hugtak sem verði til á ákveðnum tímapunkti þegar talning atkvæða fari fram og menn geti byggt réttarstöðu á þeim meintu lokatölum. Lokatölur séu þær tölur sem verði til þegar það er ljóst að endanleg talning hafi farið fram og þær tölur geti ekki breyst Þá sé rangt hjá Magnúsi Davíð Norðdahl, einum kæranada, að Ingi, sem formaður yfirkjörstjórnar, hafi lýst því að hann hafi frekar fylgt hefðum en kosningalögum. Yfirkjörstjórn líti svo á að hún hafi í einu og öllu farið að lögum í störfum sínum. Þá fettir meirihluti yfirkjörstjórnar fingur út í ummæli Magnúsar þess efnis að hann hafi vantað „örfá atkvæði að vera kjörinn þingmaður í kjördæminu.“ Meirihlutinn segir ekki ljóst hvernig Magnús fái þessa útkomu út. „Að baki síðasta kjördæmakjörna þingmanni í Norðvesturkjördæmi eru 1.483 atkvæði en P listi fékk 1.081 atkvæði eða 401 færra atkvæði en eru að baki fyrrgreindum þingmanni. Þá féll jöfnunarsæti kjördæmisins ekki í hlut P lista. Ekki er því ljóst á hverju útreikningur kæranda byggir.“ Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis.Vísir/tryggvi páll Þá hafi formaður yfirkjörstjórnar ekki leyst einn „úr öðrum vafaatriðum í heildarferli kosninganna í Norðvesturkjördæmi.“ Þá er kæru Þorvaldar Gylfasonar prófessors svarað og segir meirihlutinn ekki ástæðu til elta ólar við mis áreiðanlegar tilvitnanir í fjölmiðlum vegna málsins enda hafi þær enga þýðingu í þessu máli. Er ítrekað að Ingi formaður hafi aldrei játað að hafa brotið gegn kosningalögum og því sé sú fullyrðing kæranda röng. Magnús segir ágalla staðfesta Magnús Davíð Norðdahl lögmaður og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi segir að þetta svar, og önnur gögn málsins, staðfesti það sem hann og aðrir kærendur hafi haldið fram. „Það voru alvarlegir ágallar á þessu ferli öllu saman og þeir ágallar eru þess eðlis að þeir leiða til ógildingar þessara kosninga.“ Fram kemur í skýrslu lögreglu á Vesturlandi um málið að lögregla geti ekki fullyrt út frá upptökum úr öryggismyndavélum hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. „Það sem mér fannst mest sláandi var það að myndbandsupptökur staðfestu beinlínis að óviðkomandi aðilar fóru inn í salinn, þannig að það var, hvað á maður að segja, síðasti naglinn í líkkistu þessara kosninga.“ Uppkosning verði að fara fram í kjördæminu. „Reyndari þingmenn, þingmenn sem hafa setið á þingi í lengri tíma og þingmenn sem hafa einhverja lögfræðilega þekkingu að bera, þeir vita það alveg að það verður að fara fram uppkosning í þessu kjördæmi, þeir gera sér grein fyrir því út frá gögnum þessa máls og aðstæðum í heild sinni og ég tel að það komi ekkert annað til greina en að uppkosning fari fram og ég trúi því að svo verði,“ segir Magnús. Meðlimum yfirkjörstjórnar hefur verið boðið af lögreglunni á Vesturlandi að ljúka málinu með sekt. Ekki stefnir í að þeir fallist á það.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira