Aðalatriðið að fara ekki í „ásakanaleik fram og til baka“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. október 2021 21:30 Jón Ólafsson, prófessor á hugvísindasviði Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Prófessor segir að óreiða í kringum endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi geti rýrt traust kjósenda á stjórnmálum. Aldrei muni nást algjör sátt um niðurstöðuna. Ingi Tryggvason formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi sendir kærendum vegna framkvæmdar kosninganna kaldar kveðjur í svarbréfi sem birt var á vef Alþingis í dag - og hann skrifar undir fyrir hönd þriggja af fimm yfirkjörstjórnarmeðlimum. Ingi sakar til að mynda Guðmund Gunnarsson oddvita Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi um „mjög alvarlegar“ og órökstuddar aðdróttanir um að auðum kjörseðlum hafi verið breytt í seðil sem virðist gilt atkvæði - og þar sé raunar um að ræða refsiverðar sakargiftir. Þá sakar hann einnig Lenyu Rún Taha Karim, frambjóðanda Pírata, um refsiverðar sakargiftir og hafnar því sem hann kallar „aðdróttunum“ hennar um að hann hafi spillt kjörgögnum. Það hefur ekki dregið til jafnmikilla tíðinda í málinu í dag og í gær en tveir meðlimir yfirkjörstjórnarinnar, sem áður höfðu beðist undan því að gefa skýrslu í málinu, funduðu með undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar í dag. Niðurstaðan þurfi að vera trúverðug Jón Ólafsson, prófessor á hugvísindasviði Háskóla Íslands sem leitt hefur starfshóp til að efla traust á stjórnmálum, segir að fyrir þá sem komi að endurtalningarmálinu ætti að skipta höfuðmáli að vinna af heilindum og hæfni. „Það er ekki nóg að segja bara: Já, hér eru færustu lögfræðingar búnir að gera það sem gera þurfti og komast að þeirri niðurstöðu sem hægt er að standa við heldur þarf líka að gæta þess að þessi niðurstaða sé fengin þannig að hún þyki trúverðug.“ Aldrei muni nást algjör sátt í málinu. „Aðalatriðið er þetta að detta ekki í það að fara í einhvers konar slag eða ásakanaleik fram og til baka,“ segir Jón. „Og ég held að við megum búast við því að ef það tekst ekki að leysa vel úr þessu eigum við eftir að sjá fólk taka þetta upp aftur og aftur.“ Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Stjórnsýsla Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Meðlimir í yfirkjörstjórn neita að greiða sekt og kvitta ekki undir svör við kærum Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætla nefndarmenn ekki að greiða sektina og ágreiningur er um talninguna innan kjörstjórnarinnar. 20. október 2021 12:01 Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. 20. október 2021 10:28 Kynntu sér aðstæður á talningarstað í Borgarnesi Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir nefndina enn vera að afla gagna og reiknar með að hún fundi stíft þessa vikuna. 19. október 2021 20:30 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Ingi Tryggvason formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi sendir kærendum vegna framkvæmdar kosninganna kaldar kveðjur í svarbréfi sem birt var á vef Alþingis í dag - og hann skrifar undir fyrir hönd þriggja af fimm yfirkjörstjórnarmeðlimum. Ingi sakar til að mynda Guðmund Gunnarsson oddvita Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi um „mjög alvarlegar“ og órökstuddar aðdróttanir um að auðum kjörseðlum hafi verið breytt í seðil sem virðist gilt atkvæði - og þar sé raunar um að ræða refsiverðar sakargiftir. Þá sakar hann einnig Lenyu Rún Taha Karim, frambjóðanda Pírata, um refsiverðar sakargiftir og hafnar því sem hann kallar „aðdróttunum“ hennar um að hann hafi spillt kjörgögnum. Það hefur ekki dregið til jafnmikilla tíðinda í málinu í dag og í gær en tveir meðlimir yfirkjörstjórnarinnar, sem áður höfðu beðist undan því að gefa skýrslu í málinu, funduðu með undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar í dag. Niðurstaðan þurfi að vera trúverðug Jón Ólafsson, prófessor á hugvísindasviði Háskóla Íslands sem leitt hefur starfshóp til að efla traust á stjórnmálum, segir að fyrir þá sem komi að endurtalningarmálinu ætti að skipta höfuðmáli að vinna af heilindum og hæfni. „Það er ekki nóg að segja bara: Já, hér eru færustu lögfræðingar búnir að gera það sem gera þurfti og komast að þeirri niðurstöðu sem hægt er að standa við heldur þarf líka að gæta þess að þessi niðurstaða sé fengin þannig að hún þyki trúverðug.“ Aldrei muni nást algjör sátt í málinu. „Aðalatriðið er þetta að detta ekki í það að fara í einhvers konar slag eða ásakanaleik fram og til baka,“ segir Jón. „Og ég held að við megum búast við því að ef það tekst ekki að leysa vel úr þessu eigum við eftir að sjá fólk taka þetta upp aftur og aftur.“
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Stjórnsýsla Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Meðlimir í yfirkjörstjórn neita að greiða sekt og kvitta ekki undir svör við kærum Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætla nefndarmenn ekki að greiða sektina og ágreiningur er um talninguna innan kjörstjórnarinnar. 20. október 2021 12:01 Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. 20. október 2021 10:28 Kynntu sér aðstæður á talningarstað í Borgarnesi Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir nefndina enn vera að afla gagna og reiknar með að hún fundi stíft þessa vikuna. 19. október 2021 20:30 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Meðlimir í yfirkjörstjórn neita að greiða sekt og kvitta ekki undir svör við kærum Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætla nefndarmenn ekki að greiða sektina og ágreiningur er um talninguna innan kjörstjórnarinnar. 20. október 2021 12:01
Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. 20. október 2021 10:28
Kynntu sér aðstæður á talningarstað í Borgarnesi Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir nefndina enn vera að afla gagna og reiknar með að hún fundi stíft þessa vikuna. 19. október 2021 20:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?