Aðalatriðið að fara ekki í „ásakanaleik fram og til baka“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. október 2021 21:30 Jón Ólafsson, prófessor á hugvísindasviði Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Prófessor segir að óreiða í kringum endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi geti rýrt traust kjósenda á stjórnmálum. Aldrei muni nást algjör sátt um niðurstöðuna. Ingi Tryggvason formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi sendir kærendum vegna framkvæmdar kosninganna kaldar kveðjur í svarbréfi sem birt var á vef Alþingis í dag - og hann skrifar undir fyrir hönd þriggja af fimm yfirkjörstjórnarmeðlimum. Ingi sakar til að mynda Guðmund Gunnarsson oddvita Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi um „mjög alvarlegar“ og órökstuddar aðdróttanir um að auðum kjörseðlum hafi verið breytt í seðil sem virðist gilt atkvæði - og þar sé raunar um að ræða refsiverðar sakargiftir. Þá sakar hann einnig Lenyu Rún Taha Karim, frambjóðanda Pírata, um refsiverðar sakargiftir og hafnar því sem hann kallar „aðdróttunum“ hennar um að hann hafi spillt kjörgögnum. Það hefur ekki dregið til jafnmikilla tíðinda í málinu í dag og í gær en tveir meðlimir yfirkjörstjórnarinnar, sem áður höfðu beðist undan því að gefa skýrslu í málinu, funduðu með undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar í dag. Niðurstaðan þurfi að vera trúverðug Jón Ólafsson, prófessor á hugvísindasviði Háskóla Íslands sem leitt hefur starfshóp til að efla traust á stjórnmálum, segir að fyrir þá sem komi að endurtalningarmálinu ætti að skipta höfuðmáli að vinna af heilindum og hæfni. „Það er ekki nóg að segja bara: Já, hér eru færustu lögfræðingar búnir að gera það sem gera þurfti og komast að þeirri niðurstöðu sem hægt er að standa við heldur þarf líka að gæta þess að þessi niðurstaða sé fengin þannig að hún þyki trúverðug.“ Aldrei muni nást algjör sátt í málinu. „Aðalatriðið er þetta að detta ekki í það að fara í einhvers konar slag eða ásakanaleik fram og til baka,“ segir Jón. „Og ég held að við megum búast við því að ef það tekst ekki að leysa vel úr þessu eigum við eftir að sjá fólk taka þetta upp aftur og aftur.“ Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Stjórnsýsla Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Meðlimir í yfirkjörstjórn neita að greiða sekt og kvitta ekki undir svör við kærum Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætla nefndarmenn ekki að greiða sektina og ágreiningur er um talninguna innan kjörstjórnarinnar. 20. október 2021 12:01 Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. 20. október 2021 10:28 Kynntu sér aðstæður á talningarstað í Borgarnesi Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir nefndina enn vera að afla gagna og reiknar með að hún fundi stíft þessa vikuna. 19. október 2021 20:30 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Ingi Tryggvason formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi sendir kærendum vegna framkvæmdar kosninganna kaldar kveðjur í svarbréfi sem birt var á vef Alþingis í dag - og hann skrifar undir fyrir hönd þriggja af fimm yfirkjörstjórnarmeðlimum. Ingi sakar til að mynda Guðmund Gunnarsson oddvita Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi um „mjög alvarlegar“ og órökstuddar aðdróttanir um að auðum kjörseðlum hafi verið breytt í seðil sem virðist gilt atkvæði - og þar sé raunar um að ræða refsiverðar sakargiftir. Þá sakar hann einnig Lenyu Rún Taha Karim, frambjóðanda Pírata, um refsiverðar sakargiftir og hafnar því sem hann kallar „aðdróttunum“ hennar um að hann hafi spillt kjörgögnum. Það hefur ekki dregið til jafnmikilla tíðinda í málinu í dag og í gær en tveir meðlimir yfirkjörstjórnarinnar, sem áður höfðu beðist undan því að gefa skýrslu í málinu, funduðu með undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar í dag. Niðurstaðan þurfi að vera trúverðug Jón Ólafsson, prófessor á hugvísindasviði Háskóla Íslands sem leitt hefur starfshóp til að efla traust á stjórnmálum, segir að fyrir þá sem komi að endurtalningarmálinu ætti að skipta höfuðmáli að vinna af heilindum og hæfni. „Það er ekki nóg að segja bara: Já, hér eru færustu lögfræðingar búnir að gera það sem gera þurfti og komast að þeirri niðurstöðu sem hægt er að standa við heldur þarf líka að gæta þess að þessi niðurstaða sé fengin þannig að hún þyki trúverðug.“ Aldrei muni nást algjör sátt í málinu. „Aðalatriðið er þetta að detta ekki í það að fara í einhvers konar slag eða ásakanaleik fram og til baka,“ segir Jón. „Og ég held að við megum búast við því að ef það tekst ekki að leysa vel úr þessu eigum við eftir að sjá fólk taka þetta upp aftur og aftur.“
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Stjórnsýsla Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Meðlimir í yfirkjörstjórn neita að greiða sekt og kvitta ekki undir svör við kærum Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætla nefndarmenn ekki að greiða sektina og ágreiningur er um talninguna innan kjörstjórnarinnar. 20. október 2021 12:01 Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. 20. október 2021 10:28 Kynntu sér aðstæður á talningarstað í Borgarnesi Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir nefndina enn vera að afla gagna og reiknar með að hún fundi stíft þessa vikuna. 19. október 2021 20:30 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Meðlimir í yfirkjörstjórn neita að greiða sekt og kvitta ekki undir svör við kærum Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætla nefndarmenn ekki að greiða sektina og ágreiningur er um talninguna innan kjörstjórnarinnar. 20. október 2021 12:01
Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. 20. október 2021 10:28
Kynntu sér aðstæður á talningarstað í Borgarnesi Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir nefndina enn vera að afla gagna og reiknar með að hún fundi stíft þessa vikuna. 19. október 2021 20:30