Þorsteinn: Við viljum fara á HM og því ætlum við að vinna í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2021 12:01 Íslensku stelpurna fagna hér marki á móti Írlandi á Laugardalsvellinum í sumar. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar í kvöld gríðarlega mikilvægan leik í undankeppni HM þegar Tékkar mæta á Laugardalsvöllinn. Þetta er leikur sem má ekki tapast og verður helst að vinnast ætli stelpurnar okkar að komast á HM í fyrsta skiptið. Þorsteinn Halldórsson stýrir íslenska liðinu þarna í annað skiptið í keppnisleik en fyrsti leikurinn tapaðist á móti Evrópumeisturum Hollands í síðasta mánuði. Hann segir ástandið á liðinu gott og nú snúist þetta mikið um hugrekki. „Þetta hefur bara gengið vel og rúllað ágætlega. Ég held að þetta hafi verið góður undirbúningur og að við komust í góðan leik á morgun (í kvöld),“ sagði Þorsteinn Halldórsson í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. „Það eru allar stelpurnar í fínu standi og allar klárar í þetta. Ég hef ekkert að óttast varðandi hópinn eða liðið sem er að fara að spila,“ sagði Þorsteinn. Íslenska liðið tapaði 2-0 á móti Hollandi og þarf væntanlega að spila betur í leiknum í kvöld. „Auðvitað er maður alltaf að leita að hinum fullkomna fótboltaleik og það er alveg sama hvernig gengur því maður leitar alltaf að einhverju hlutum sem hægt er að laga. Maður fer líka yfir það sem vel er gert. Það verður að vera jafnvægi og að fara í gegnum báða þætti, hvort sem það var vel gert eða hvort að það þurfi að laga eitthvað,“ sagði Þorsteinn en verður liðið ekki að vinna í kvöld? Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson fyrir Tékkaleik „Ef við setjum þetta í samhengi þá viljum við fara á HM og þá ætlum við að vinna á morgun (í kvöld). Það er okkar markmið og það verður alltaf þannig að við ætlum að vinna leiki sem við förum í. Svo þurfum við bara að taka því sem kemur út úr þessu. Í grunninn þá erum við að undirbúa okkur það vel og spila það vel að við munum vinna,“ sagði Þorsteinn. „Við ætlum að mæta til leiks í góðri stemmningu, spila þétt og agað og með hugrekki og krafti. Við þurfum að þora að vera við sjálf inn á vellinum og þora að vera betra liðið á vellinum,“ sagði Þorsteinn. Tékkneska liðið er þegar búið að taka stig af Evrópumeisturum Hollands í riðlinum. „Miðað við leikinn á móti Hollandi þá voru þær mjög þéttar til baka. Þær spiluðu agaðan og skipulagðan varnarleik og beittu skyndisóknum. Þær gerðu það vel. Þær skoruðu eitt mark og annað mark var dæmt af þeim sem var vafasamt,“ sagði Þorsteinn „Þær sýndu að þær eru lið sem eru tilbúið að þurfa verjast mikið en í öðrum leikjum hafa þær líka verið tilbúnar að vera með boltann og sækja á mörgum mönnum líka. Við þurfum að vera undirbúin fyrir alla þessa þætti og tilbúnar að bregðast við sem kemur upp inn á vellinum,“ sagði Þorsteinn. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Tékklands hefst klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í kvöld. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson stýrir íslenska liðinu þarna í annað skiptið í keppnisleik en fyrsti leikurinn tapaðist á móti Evrópumeisturum Hollands í síðasta mánuði. Hann segir ástandið á liðinu gott og nú snúist þetta mikið um hugrekki. „Þetta hefur bara gengið vel og rúllað ágætlega. Ég held að þetta hafi verið góður undirbúningur og að við komust í góðan leik á morgun (í kvöld),“ sagði Þorsteinn Halldórsson í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. „Það eru allar stelpurnar í fínu standi og allar klárar í þetta. Ég hef ekkert að óttast varðandi hópinn eða liðið sem er að fara að spila,“ sagði Þorsteinn. Íslenska liðið tapaði 2-0 á móti Hollandi og þarf væntanlega að spila betur í leiknum í kvöld. „Auðvitað er maður alltaf að leita að hinum fullkomna fótboltaleik og það er alveg sama hvernig gengur því maður leitar alltaf að einhverju hlutum sem hægt er að laga. Maður fer líka yfir það sem vel er gert. Það verður að vera jafnvægi og að fara í gegnum báða þætti, hvort sem það var vel gert eða hvort að það þurfi að laga eitthvað,“ sagði Þorsteinn en verður liðið ekki að vinna í kvöld? Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson fyrir Tékkaleik „Ef við setjum þetta í samhengi þá viljum við fara á HM og þá ætlum við að vinna á morgun (í kvöld). Það er okkar markmið og það verður alltaf þannig að við ætlum að vinna leiki sem við förum í. Svo þurfum við bara að taka því sem kemur út úr þessu. Í grunninn þá erum við að undirbúa okkur það vel og spila það vel að við munum vinna,“ sagði Þorsteinn. „Við ætlum að mæta til leiks í góðri stemmningu, spila þétt og agað og með hugrekki og krafti. Við þurfum að þora að vera við sjálf inn á vellinum og þora að vera betra liðið á vellinum,“ sagði Þorsteinn. Tékkneska liðið er þegar búið að taka stig af Evrópumeisturum Hollands í riðlinum. „Miðað við leikinn á móti Hollandi þá voru þær mjög þéttar til baka. Þær spiluðu agaðan og skipulagðan varnarleik og beittu skyndisóknum. Þær gerðu það vel. Þær skoruðu eitt mark og annað mark var dæmt af þeim sem var vafasamt,“ sagði Þorsteinn „Þær sýndu að þær eru lið sem eru tilbúið að þurfa verjast mikið en í öðrum leikjum hafa þær líka verið tilbúnar að vera með boltann og sækja á mörgum mönnum líka. Við þurfum að vera undirbúin fyrir alla þessa þætti og tilbúnar að bregðast við sem kemur upp inn á vellinum,“ sagði Þorsteinn. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Tékklands hefst klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í kvöld.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Sjá meira