Glænýr og allt öðruvísi Flatus lifir Snorri Másson skrifar 26. október 2021 20:48 Stöð 2/Egill Listaverk sem hefur lifað með þjóðinni áratugum saman hefur tekið á sig nýja mynd í Kollafirði. Flatus lifir enn og nafn hans vísar að þessu sinni til vindgangs í huga listamannsins. Flatus hefur lengi verið á meðal oss, en aldrei fyrr hefur borið eins mikið á honum. Ný útfærsla Eddu Karólínu Ævarsdóttur er sérstaklega skærlituð og blasir strax við þegar ekið er yfir hæðina inn í Kollafjörð. Uppruni Flatusar er eilíf ráðgáta en segja má að hver Íslendingur myndi sinn eigin skilning á verkinu enda hefur það vart farið framhjá nokkrum sem yfirleitt hefur stigið upp í bifreið. „Síðasti Flatus var svarthvítur, hann var mjög flottur og með grafíska leturhönnun. Mig langaði að hafa þennan mjög öðruvísi, hafa hann poppandi og með mikið af litum. Ég er að vinna með Flatus sem prump- og vindþema,“ segir Edda í samtali við fréttastofu. Hér þyrfti kannski skýringar við. Hér vísar listamaðurinn til lífseigrar túlkunar á Flatusi, sem er á þá leið að hér sé á ferð latneska orðið flatus, sem útleggst í flestum orðabókum sem uppþemba, belgingur, já ósköp einfaldlega vindgangur. Hver segir að annað eins geti ekki veitt listrænan innblástur? „Þannig að ég er með svona fjúkandi gróður, sjávarþang og fjúkandi þarma og svona,“ lýsir Edda. Edda Karólína Ævarsdóttir listamaður stendur á bak við nýjustu útgáfu af Flatusi.Aðsend Flatusi ævinlega haldið á lífi Í verki Eddu er stuðst við þessa tilteknu skýringu, en þær eru sannarlega fleiri. Í einni þeirra kemur við sögu róttæka listakonan Ragnhildur Óskarsdóttir, Róska, sem var brautryðjandi í íslensku veggjakroti. „Það eru náttúrulega margar kenningar um það hver Flatus er eða hvað það er. Það er talað um að kannski hafi þetta bara verið einhver að fíflast og ætlað að skrifa Flatlús lifir, en skrifað Flatus í staðinn. Eða þá að þetta hafi verið Róska, sem var að mótmæla hernum og verið að vitna í að herinn væri Flatus, af því að fyrsti Flatus kemur 80-og-eitthvað. Eða þá að einhver hafi bara verið að tala um að hér hafi bara verið rokrassgat og að Flatus lifi hér góðu lífi sem rok,“ segir Edda. View this post on Instagram A post shared by Edda Karólína (@eddakarolina) Þetta er þriðja skipulagða verkið sem er gert á vegginn við þjóðveginn, en áður var engu líkara en að samkomulag ríkti á meðal Íslendinga að halda Flatusi á lífi, sama í hvaða mynd. „Ég veit um nokkra sem hafa komið hérna og skrifað Flatus lifir bara einu sinni í gegnum tíðina síðan 80-og-eitthvað. Það er einstakt hvað þetta er orðið mikil hefð. Það var alltaf málað yfir þetta aftur og aftur en það kom alltaf bara nýtt og þá var bara einhver sem tók þetta að sér, sem er bara mjög kúl,“ segir Edda. Flatus lifir enn.Stöð 2/Egill Edda lærði skiltamálun í Skotlandi en er nýkomin heim - og þetta er fyrsta verkið. Það nýtur auðvitað öllu meiri velvildar en annað veggjakrot, raunar svo mikillar að verslunarkeðja eins og Húsasmiðjan var meira en til í að styrkja verkefnið með málningu. Listamaðurinn stóð svo í ströngu við að leggja lokahönd á verkið, oft í aftakaveðri: „Ég er búin að læra mjög mikið að lesa veðrið,“ segir Edda. View this post on Instagram A post shared by Edda Karólína (@eddakarolina) Reykjavík Styttur og útilistaverk Myndlist Mest lesið Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Flatus hefur lengi verið á meðal oss, en aldrei fyrr hefur borið eins mikið á honum. Ný útfærsla Eddu Karólínu Ævarsdóttur er sérstaklega skærlituð og blasir strax við þegar ekið er yfir hæðina inn í Kollafjörð. Uppruni Flatusar er eilíf ráðgáta en segja má að hver Íslendingur myndi sinn eigin skilning á verkinu enda hefur það vart farið framhjá nokkrum sem yfirleitt hefur stigið upp í bifreið. „Síðasti Flatus var svarthvítur, hann var mjög flottur og með grafíska leturhönnun. Mig langaði að hafa þennan mjög öðruvísi, hafa hann poppandi og með mikið af litum. Ég er að vinna með Flatus sem prump- og vindþema,“ segir Edda í samtali við fréttastofu. Hér þyrfti kannski skýringar við. Hér vísar listamaðurinn til lífseigrar túlkunar á Flatusi, sem er á þá leið að hér sé á ferð latneska orðið flatus, sem útleggst í flestum orðabókum sem uppþemba, belgingur, já ósköp einfaldlega vindgangur. Hver segir að annað eins geti ekki veitt listrænan innblástur? „Þannig að ég er með svona fjúkandi gróður, sjávarþang og fjúkandi þarma og svona,“ lýsir Edda. Edda Karólína Ævarsdóttir listamaður stendur á bak við nýjustu útgáfu af Flatusi.Aðsend Flatusi ævinlega haldið á lífi Í verki Eddu er stuðst við þessa tilteknu skýringu, en þær eru sannarlega fleiri. Í einni þeirra kemur við sögu róttæka listakonan Ragnhildur Óskarsdóttir, Róska, sem var brautryðjandi í íslensku veggjakroti. „Það eru náttúrulega margar kenningar um það hver Flatus er eða hvað það er. Það er talað um að kannski hafi þetta bara verið einhver að fíflast og ætlað að skrifa Flatlús lifir, en skrifað Flatus í staðinn. Eða þá að þetta hafi verið Róska, sem var að mótmæla hernum og verið að vitna í að herinn væri Flatus, af því að fyrsti Flatus kemur 80-og-eitthvað. Eða þá að einhver hafi bara verið að tala um að hér hafi bara verið rokrassgat og að Flatus lifi hér góðu lífi sem rok,“ segir Edda. View this post on Instagram A post shared by Edda Karólína (@eddakarolina) Þetta er þriðja skipulagða verkið sem er gert á vegginn við þjóðveginn, en áður var engu líkara en að samkomulag ríkti á meðal Íslendinga að halda Flatusi á lífi, sama í hvaða mynd. „Ég veit um nokkra sem hafa komið hérna og skrifað Flatus lifir bara einu sinni í gegnum tíðina síðan 80-og-eitthvað. Það er einstakt hvað þetta er orðið mikil hefð. Það var alltaf málað yfir þetta aftur og aftur en það kom alltaf bara nýtt og þá var bara einhver sem tók þetta að sér, sem er bara mjög kúl,“ segir Edda. Flatus lifir enn.Stöð 2/Egill Edda lærði skiltamálun í Skotlandi en er nýkomin heim - og þetta er fyrsta verkið. Það nýtur auðvitað öllu meiri velvildar en annað veggjakrot, raunar svo mikillar að verslunarkeðja eins og Húsasmiðjan var meira en til í að styrkja verkefnið með málningu. Listamaðurinn stóð svo í ströngu við að leggja lokahönd á verkið, oft í aftakaveðri: „Ég er búin að læra mjög mikið að lesa veðrið,“ segir Edda. View this post on Instagram A post shared by Edda Karólína (@eddakarolina)
Reykjavík Styttur og útilistaverk Myndlist Mest lesið Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira