Edition vill vera hjartslátturinn í nýrri miðborg Reykjavíkur Heimir Már Pétursson skrifar 22. október 2021 19:00 Nóttin í svítu á nýjasta hótelinu í Reykjavík kostar á bilinu 117 þúsund upp í rúma eina og hálfa milljón. Þar er boðið upp á einstakt útsýni yfir gömlu höfnina og ýmsa aðra þjónustu sem prýðir fimm stjörnu hótel. Við nýjustu göngugötuna í borginni, Reykjastræti, hefur nú formlega opnað nýtt fimm stjörnu hótel í Reykjavík. Edition sem er tólfta hótelið með því nafni hjá Marriott hótelkeðjunni. Dennis Jung hótelstjóri segir Marriott hafa opnað tólf Edition hótel í heiminum og stefni að því að hafa eitt slíkt hótel í öllum helstu borgum heims.edition „Við bjóðum upp á einstaka þjónustu og við sköpum upplifun hér sem ekki hefur verið í boði á Íslandi til þessa. Svo velkomin á Reykjavík Edition, öllsömul,” Segir þýskættaði hótelstjórinn Dennis Jung þar sem hann hefur nýlokið við að opna hótelið formlega. Þjónustan á hótelinu verði einstaklingsmiðuð fyrir hver og einn. Fyrst um sinn hafi einungis 106 herbergi og þar af tíu svítur verið tekin í gagnið en fullbúið verði 253 herbergi á Edition. „Við höfum veitingahús sem kallast Tides þar sem meistarakokkurinn Gunnar Gíslason ræður ríkjum en hann rekur einnig Dill. Við erum með bar í anddyrinu hérna og við erum með lítinn leynibar sem Reykvíkingar munu fræðast um næsta hálfa mánuðinn,” segir Jung. Auk líkamsræktarstöðvar, heilsulindar og fundaraðstöðu og hver sem er getur sótt matsölustað hótelsins. Gert er út á sérstaka Edition lykt og stemmingu á barnum í gestamóttökunni.edition „Við erum yfirleitt í stórborgum eins og Miami, New York, London, Barcelona og Abú Dabí. Við opnum fljótlega hótel í Dúbaí og Madríd. Við erum því mjög stolt af því að vera hérna í Reykjavík. Mér finnst það passa fullkomlega við vörumerkið og það sem Reykjavík stendur fyrir,” segir Jung. Kynningarverð á standard herbergjum er rúmar fimmtíu og þrjú þúsund krónur fyrir nóttina. Annars munu svíturnar kosta frá um 117 þúsund krónum upp í rúma eina og hálfa milljón fyrir Penthouse svítuna. „Við erum með fallegt útsýni til Esju. Það er hægt að sjá Snæfellsnes á góðum degi. Við erum við hliðina á Hörpu, einum samstarfsaðila okkar sem við vinnum náið með. Við teljum okkur vera hinn nýja hjartslátt í nýjum hluta Reykjavíkur.,” segir Dennis Jung. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Forsýna The Reykavík Edition þann 9. nóvember Lúxushótelið The Reykjavík Edition verður opnað í sérstakri forsýningu þann 9. nóvember en hótelið tók við sínum fyrstu gestum nú fyrr í mánuðinum. 21. október 2021 16:41 Lúxushótelið við Hörpu opnar loks í næstu viku og býður opnunartilboð Nýjasta viðbótin í flóru íslenskra lúxushótela opnar síðar í þessum mánuði þegar The Reykjavík Edition tekur á móti sínum fyrstu gestum. Ítrekaðar tafir hafa orðið á verklokum en upphaflega stóð til að opna nýja fimm stjörnu hótelið við hlið Hörpu árið 2018. 4. október 2021 15:18 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Við nýjustu göngugötuna í borginni, Reykjastræti, hefur nú formlega opnað nýtt fimm stjörnu hótel í Reykjavík. Edition sem er tólfta hótelið með því nafni hjá Marriott hótelkeðjunni. Dennis Jung hótelstjóri segir Marriott hafa opnað tólf Edition hótel í heiminum og stefni að því að hafa eitt slíkt hótel í öllum helstu borgum heims.edition „Við bjóðum upp á einstaka þjónustu og við sköpum upplifun hér sem ekki hefur verið í boði á Íslandi til þessa. Svo velkomin á Reykjavík Edition, öllsömul,” Segir þýskættaði hótelstjórinn Dennis Jung þar sem hann hefur nýlokið við að opna hótelið formlega. Þjónustan á hótelinu verði einstaklingsmiðuð fyrir hver og einn. Fyrst um sinn hafi einungis 106 herbergi og þar af tíu svítur verið tekin í gagnið en fullbúið verði 253 herbergi á Edition. „Við höfum veitingahús sem kallast Tides þar sem meistarakokkurinn Gunnar Gíslason ræður ríkjum en hann rekur einnig Dill. Við erum með bar í anddyrinu hérna og við erum með lítinn leynibar sem Reykvíkingar munu fræðast um næsta hálfa mánuðinn,” segir Jung. Auk líkamsræktarstöðvar, heilsulindar og fundaraðstöðu og hver sem er getur sótt matsölustað hótelsins. Gert er út á sérstaka Edition lykt og stemmingu á barnum í gestamóttökunni.edition „Við erum yfirleitt í stórborgum eins og Miami, New York, London, Barcelona og Abú Dabí. Við opnum fljótlega hótel í Dúbaí og Madríd. Við erum því mjög stolt af því að vera hérna í Reykjavík. Mér finnst það passa fullkomlega við vörumerkið og það sem Reykjavík stendur fyrir,” segir Jung. Kynningarverð á standard herbergjum er rúmar fimmtíu og þrjú þúsund krónur fyrir nóttina. Annars munu svíturnar kosta frá um 117 þúsund krónum upp í rúma eina og hálfa milljón fyrir Penthouse svítuna. „Við erum með fallegt útsýni til Esju. Það er hægt að sjá Snæfellsnes á góðum degi. Við erum við hliðina á Hörpu, einum samstarfsaðila okkar sem við vinnum náið með. Við teljum okkur vera hinn nýja hjartslátt í nýjum hluta Reykjavíkur.,” segir Dennis Jung.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Forsýna The Reykavík Edition þann 9. nóvember Lúxushótelið The Reykjavík Edition verður opnað í sérstakri forsýningu þann 9. nóvember en hótelið tók við sínum fyrstu gestum nú fyrr í mánuðinum. 21. október 2021 16:41 Lúxushótelið við Hörpu opnar loks í næstu viku og býður opnunartilboð Nýjasta viðbótin í flóru íslenskra lúxushótela opnar síðar í þessum mánuði þegar The Reykjavík Edition tekur á móti sínum fyrstu gestum. Ítrekaðar tafir hafa orðið á verklokum en upphaflega stóð til að opna nýja fimm stjörnu hótelið við hlið Hörpu árið 2018. 4. október 2021 15:18 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Forsýna The Reykavík Edition þann 9. nóvember Lúxushótelið The Reykjavík Edition verður opnað í sérstakri forsýningu þann 9. nóvember en hótelið tók við sínum fyrstu gestum nú fyrr í mánuðinum. 21. október 2021 16:41
Lúxushótelið við Hörpu opnar loks í næstu viku og býður opnunartilboð Nýjasta viðbótin í flóru íslenskra lúxushótela opnar síðar í þessum mánuði þegar The Reykjavík Edition tekur á móti sínum fyrstu gestum. Ítrekaðar tafir hafa orðið á verklokum en upphaflega stóð til að opna nýja fimm stjörnu hótelið við hlið Hörpu árið 2018. 4. október 2021 15:18