Þorsteinn eftir stórsigurinn á Tékklandi: „Við erum í bílstjórasætinu og ráðum því sjálf hvernig framhaldið verður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. október 2021 21:54 Þorsteinn á hliðarlínunni í blíðskaparveðrinu á Laugardalsvelli í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Úrslitin eru náttúrulega eitthvað sem maður hefði alltaf óskað sér. Þetta var hörkuleikur, ef ég segi sanngjarnt frá var þetta kannski ekki 4-0 leikur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, eftir stórsigur Íslands á Tékklandi. „Við kláruðum færin og nýttum þau vel, það var bara munurinn á liðunum í dag,“ bætti þjálfarinn við. Varðandi fyrri hálfleikinn sem var mjög opinn „Bara sáttur sko, þær voru erfiðar og halda boltanum, eru þolinmóðar og líður vel með boltann. Við þurftum að vera svolítið þolinmóð með okkar eltingarleik sem við lentum í á köflum“ „Ég var bara sáttur með að við vorum að nýta færin okkar. Vorum ekki að fá mikið af færum í fyrri hálfleik og nýttum eitt gott færi. í seinni hálfleik nýttum við í raun fyrstu þrjú færin okkar, man ekki eftir neinu öðru. Agla María (Albertsdóttir) skaut í slána, held það hafi verið besta færið sem við nýttum ekki.“ „Það er mikilvægt í því að við erum í bílstjórasætinu og ráðum því sjálf hvernig framhaldið verður. Við getum raunverulega treyst á sjálf okkur og það er það sem skiptir gríðarlega miklu máli, þurfum ekki að treysta á neina aðra. Við getum horft á sjálfa okkur og það skiptir gríðarlegu máli í þessari baráttu.“ „Heilt yfir var þetta fín frammistaða og bara mjög góð. Maður fer ekki að kvarta yfir 4-0 sigri á móti Tékklandi. Fyrsta skipti sem Ísland vinnur Tékkland og ekki langt síðan liðin gerðu 2-2 jafntefli svo við erum gríðarlega sátt. Heilt yfir bara góð frammistaða og jöfn.“ „Ég ætla ekki ljúga, það var ekki beint af æfingasvæðinu en við ræddum alveg fyrir leik ákveðna hluti og í hálfleik líka: Að nýta tækifærin úr hornspyrnum. Að þora að búa til eitthvað úti áður, hann þyrfti ekki að fara beint inn í,“ sagði Þorsteinn um mark Dagnýjar Brynjarsdóttur. Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson eftir sigur á Tékklandi Varðandi breytingar á byrjunarliðinu „Mjög ánægður. Guðrún (Arnardóttir) var flott og Karólína Lea (Vilhjálmsdóttir) var flott. Ég er bara sáttur við þær. Við vorum að leita eftir fjölbreytni í sóknarleiknum með að fá Karólínu Leu inn, öðruvísi leikmaður en allir hinir þrír miðjumennirnir. Það er það sem við vorum að leita eftir og svo vorum við að leitast eftir að Guðrún kæmi inn með blússandi sjálfstraust eftir að hafa verið meistari í Svíþjóð og hún sýndi og sannaði það í dag,“ sagði Þorsteinn að endingu. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50 Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49 Einkunnir Íslands: Guðrún glansaði og nokkrar áttur Margir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta áttu góðan leik þegar það vann 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. 22. október 2021 21:10 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Sjá meira
„Við kláruðum færin og nýttum þau vel, það var bara munurinn á liðunum í dag,“ bætti þjálfarinn við. Varðandi fyrri hálfleikinn sem var mjög opinn „Bara sáttur sko, þær voru erfiðar og halda boltanum, eru þolinmóðar og líður vel með boltann. Við þurftum að vera svolítið þolinmóð með okkar eltingarleik sem við lentum í á köflum“ „Ég var bara sáttur með að við vorum að nýta færin okkar. Vorum ekki að fá mikið af færum í fyrri hálfleik og nýttum eitt gott færi. í seinni hálfleik nýttum við í raun fyrstu þrjú færin okkar, man ekki eftir neinu öðru. Agla María (Albertsdóttir) skaut í slána, held það hafi verið besta færið sem við nýttum ekki.“ „Það er mikilvægt í því að við erum í bílstjórasætinu og ráðum því sjálf hvernig framhaldið verður. Við getum raunverulega treyst á sjálf okkur og það er það sem skiptir gríðarlega miklu máli, þurfum ekki að treysta á neina aðra. Við getum horft á sjálfa okkur og það skiptir gríðarlegu máli í þessari baráttu.“ „Heilt yfir var þetta fín frammistaða og bara mjög góð. Maður fer ekki að kvarta yfir 4-0 sigri á móti Tékklandi. Fyrsta skipti sem Ísland vinnur Tékkland og ekki langt síðan liðin gerðu 2-2 jafntefli svo við erum gríðarlega sátt. Heilt yfir bara góð frammistaða og jöfn.“ „Ég ætla ekki ljúga, það var ekki beint af æfingasvæðinu en við ræddum alveg fyrir leik ákveðna hluti og í hálfleik líka: Að nýta tækifærin úr hornspyrnum. Að þora að búa til eitthvað úti áður, hann þyrfti ekki að fara beint inn í,“ sagði Þorsteinn um mark Dagnýjar Brynjarsdóttur. Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson eftir sigur á Tékklandi Varðandi breytingar á byrjunarliðinu „Mjög ánægður. Guðrún (Arnardóttir) var flott og Karólína Lea (Vilhjálmsdóttir) var flott. Ég er bara sáttur við þær. Við vorum að leita eftir fjölbreytni í sóknarleiknum með að fá Karólínu Leu inn, öðruvísi leikmaður en allir hinir þrír miðjumennirnir. Það er það sem við vorum að leita eftir og svo vorum við að leitast eftir að Guðrún kæmi inn með blússandi sjálfstraust eftir að hafa verið meistari í Svíþjóð og hún sýndi og sannaði það í dag,“ sagði Þorsteinn að endingu.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50 Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49 Einkunnir Íslands: Guðrún glansaði og nokkrar áttur Margir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta áttu góðan leik þegar það vann 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. 22. október 2021 21:10 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50
Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49
Einkunnir Íslands: Guðrún glansaði og nokkrar áttur Margir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta áttu góðan leik þegar það vann 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. 22. október 2021 21:10