Enska úrvalsdeildin: Watford skoraði fimm gegn Everton Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 23. október 2021 16:30 Rafa Benitez er þjálfari Everton EPA-EFE/Peter Powell Fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu klukkan 14:00 og lauk fyrir stuttu. Óvæntustu úrslitin urðu á Goodison Park í Liverpool þar sem Watford kom í heimsókn og valtaði yfir heimamenn 2-5. Þetta byrjaði samt vel fyrir Everton. Tom Davies kom bláklæddum heimamönnum yfir strax á 3. mínútu eftir undirbúning Demarai Gray. Joshua King jafnaði svo á 13. mínútu fyrir gestina í öðrum leik þjálfarans Claudio Ranieri. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Richarlison kom svo Everton í 2-1 á 63. mínútu og liðið í miklu stuði. Svo kom hrunið. Juraj Kucka jafnaði metin á 78. mínútu og King skoraði svo tveimur mínútum síðar. King var svo aftur á ferðinni á 86. mínútu og Emmanuel Dennis skoraði svo fimmta markið. Watford liðið skall eins og foss á Everton í lokin og þeir áttu engin svör. Á Elland Road í Leeds gerðu heimamenn 1-1 jafntefli við Wolves. Hwang Hee-Chan kom Úlfunum yfir á 10. mínútu og þar við sat í langann tíma. Allt þar til hinn kornungi Joe Gelhardt kom sér djúpt inn í teiginn og þar var brotið á honum. Vítaspyrna dæmd og Rodrigo skoraði af öryggi. Allt ætlaði um koll að keyra á vellinum. Frábær stemmning. "They're like a 12th man" Joe Gelhardt on his home debut and the impact of the #LUFC fans pic.twitter.com/zHUgpxWWa7— Leeds United (@LUFC) October 23, 2021 Southampton og Burnley gerðu 2-2 jafntefli í Southampton. Maxwel Cornet kom Burnley yfir á 13. mínútu en Livramento jafnaði fyrir Southamptin rétt fyrir leikhlé. Armando Broja kom svo Southampton yfir á 50. mínútu en Burnley lék eftir það sem Southamptin hafði gert og jöfnuðu leikinn á 57. mínútu og aftur var það Cornet. Þá gerðu Crystal Palace og Newcastle 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá kom Christian Benteke Palace yfir á 56. mínútu. Callum Wilson svaraði tíu mínútum síðar fyrir Newcastle og þar við sat. Enski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Þetta byrjaði samt vel fyrir Everton. Tom Davies kom bláklæddum heimamönnum yfir strax á 3. mínútu eftir undirbúning Demarai Gray. Joshua King jafnaði svo á 13. mínútu fyrir gestina í öðrum leik þjálfarans Claudio Ranieri. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Richarlison kom svo Everton í 2-1 á 63. mínútu og liðið í miklu stuði. Svo kom hrunið. Juraj Kucka jafnaði metin á 78. mínútu og King skoraði svo tveimur mínútum síðar. King var svo aftur á ferðinni á 86. mínútu og Emmanuel Dennis skoraði svo fimmta markið. Watford liðið skall eins og foss á Everton í lokin og þeir áttu engin svör. Á Elland Road í Leeds gerðu heimamenn 1-1 jafntefli við Wolves. Hwang Hee-Chan kom Úlfunum yfir á 10. mínútu og þar við sat í langann tíma. Allt þar til hinn kornungi Joe Gelhardt kom sér djúpt inn í teiginn og þar var brotið á honum. Vítaspyrna dæmd og Rodrigo skoraði af öryggi. Allt ætlaði um koll að keyra á vellinum. Frábær stemmning. "They're like a 12th man" Joe Gelhardt on his home debut and the impact of the #LUFC fans pic.twitter.com/zHUgpxWWa7— Leeds United (@LUFC) October 23, 2021 Southampton og Burnley gerðu 2-2 jafntefli í Southampton. Maxwel Cornet kom Burnley yfir á 13. mínútu en Livramento jafnaði fyrir Southamptin rétt fyrir leikhlé. Armando Broja kom svo Southampton yfir á 50. mínútu en Burnley lék eftir það sem Southamptin hafði gert og jöfnuðu leikinn á 57. mínútu og aftur var það Cornet. Þá gerðu Crystal Palace og Newcastle 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá kom Christian Benteke Palace yfir á 56. mínútu. Callum Wilson svaraði tíu mínútum síðar fyrir Newcastle og þar við sat.
Enski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira