Ein stærsta ráðstefna Íslandssögunnar verður að veruleika eftir átta ára baráttu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. október 2021 13:20 Bjarni Pálsson, formaður undirbúningsnefndar Íslands og Hildigunnur H. Thorsteinsson, varaformaður. aðsend Heimsþing Alþjóðajarðhitasambandsins hefst í Hörpu í fyrramálið og stendur í þrjá daga. Þetta er í fyrsta skipti sem þingið er haldið á Íslandi en að sögn formanns skipulagsnefndar þess þurfti Ísland að berjast við lönd á borð við Bandaríkin og Þýskaland um að fá að halda það. Heimsþingið er haldið á fimm ára fresti í mismunandi löndum og er gjarnan kallað „Ólympíuleikar jarðhitans". Um tvö þúsund gestir eru skráðir á þingið og mun rúmur helmingur þeirra vera viðstaddur í Hörpu en aðrir í gegn um fjarfundabúnað, vegna heimsfaraldursins. „Þetta er búið að vera í ferli frá árinu 2013, þegar við sóttum um að fá að halda það og þurftum að berjast um það við nokkur lönd," segir Bjarni Pálsson, formaður skipulagsnefndar heimsþingsins. Hann nefnir þar til dæmis Bandaríkin, Þýskaland, Holland, Filippseyjar og Chile. Afar umfangsmikið verkefni „Við skiptum ráðstefnunni í tvennt. Annars vegar héldum við 6 gríðarlega vel heppnaða vefviðburði í samstarfi við tæknimenn Hörpu og frá hugbúnaðarfyrirtækinu Advania þar sem um 1500 erindi voru kynnt. Nú er hins vegar komið að hápunktinum þar sem 200 stærstu erindin verða flutt á staðráðstefnunni í Hörpu,“ segir Bjarni. Frá útsendingarherbergi fyrir vefhluta ráðstefnunnar. Skipleggjendur WGC með tæknifólki frá Hörpunni og Advanía.aðsend Þátttakendur frá 101 landi verða á ráðstefnunni auk þess sem 50 stofnanir og fyrirtæki kynna starfsemi sína. Að sögn Bjarna er þetta því ein umfangsmesti ráðstefnuviðburður sem haldinn hefur verið á landinnu; þar verða vörusýning, fyrirlestrar, viðburðir, skoðunarfeðrir og námskeið. Ísland færir sambandinu gjöf Bjarni segir helsta tilgang ráðstefnunnar að ræða stærstu áskorunina við jarðnýtingar sem sé á sama tíma stærsta tækifæri hennar; að styðja við loftslagsaðgerðir um heim allan. „Víða er tækifæri til að skipta út þessum gömlu orkugjöfum fyrir endurnýjanlega orkugjafa. Og Jarðhitanýtingin spilar þar lykilhlutverk." Á morgun munu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra koma fram á opnunarviðburðinum. Einnig dr. Megan Woods, orkumálaráherra Nýja Sjálands. Þá munu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðni A. Jóhannesson, fyrrverandi orkumálastjóri, færa Alþjóðajarðhitasambandinu tæki til að meta sjálfbærni jarðhitaverkefna. „Þá geta ríki um heim allan nýtt það til að meta góð jarðhitaverkefni og þetta er staðall sem mun hjálpa þeim að ákveða hvert er til dæmis best að beina styrkjum sínum,“ segir Bjarni. Jarðhiti Orkumál Reykjavík Utanríkismál Harpa Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Heimsþingið er haldið á fimm ára fresti í mismunandi löndum og er gjarnan kallað „Ólympíuleikar jarðhitans". Um tvö þúsund gestir eru skráðir á þingið og mun rúmur helmingur þeirra vera viðstaddur í Hörpu en aðrir í gegn um fjarfundabúnað, vegna heimsfaraldursins. „Þetta er búið að vera í ferli frá árinu 2013, þegar við sóttum um að fá að halda það og þurftum að berjast um það við nokkur lönd," segir Bjarni Pálsson, formaður skipulagsnefndar heimsþingsins. Hann nefnir þar til dæmis Bandaríkin, Þýskaland, Holland, Filippseyjar og Chile. Afar umfangsmikið verkefni „Við skiptum ráðstefnunni í tvennt. Annars vegar héldum við 6 gríðarlega vel heppnaða vefviðburði í samstarfi við tæknimenn Hörpu og frá hugbúnaðarfyrirtækinu Advania þar sem um 1500 erindi voru kynnt. Nú er hins vegar komið að hápunktinum þar sem 200 stærstu erindin verða flutt á staðráðstefnunni í Hörpu,“ segir Bjarni. Frá útsendingarherbergi fyrir vefhluta ráðstefnunnar. Skipleggjendur WGC með tæknifólki frá Hörpunni og Advanía.aðsend Þátttakendur frá 101 landi verða á ráðstefnunni auk þess sem 50 stofnanir og fyrirtæki kynna starfsemi sína. Að sögn Bjarna er þetta því ein umfangsmesti ráðstefnuviðburður sem haldinn hefur verið á landinnu; þar verða vörusýning, fyrirlestrar, viðburðir, skoðunarfeðrir og námskeið. Ísland færir sambandinu gjöf Bjarni segir helsta tilgang ráðstefnunnar að ræða stærstu áskorunina við jarðnýtingar sem sé á sama tíma stærsta tækifæri hennar; að styðja við loftslagsaðgerðir um heim allan. „Víða er tækifæri til að skipta út þessum gömlu orkugjöfum fyrir endurnýjanlega orkugjafa. Og Jarðhitanýtingin spilar þar lykilhlutverk." Á morgun munu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra koma fram á opnunarviðburðinum. Einnig dr. Megan Woods, orkumálaráherra Nýja Sjálands. Þá munu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðni A. Jóhannesson, fyrrverandi orkumálastjóri, færa Alþjóðajarðhitasambandinu tæki til að meta sjálfbærni jarðhitaverkefna. „Þá geta ríki um heim allan nýtt það til að meta góð jarðhitaverkefni og þetta er staðall sem mun hjálpa þeim að ákveða hvert er til dæmis best að beina styrkjum sínum,“ segir Bjarni.
Jarðhiti Orkumál Reykjavík Utanríkismál Harpa Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum