Þriðjungur á erfitt með að tala um kynlíf við maka sinn Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 26. október 2021 16:22 Flestir virðast vera sammála um mikilvægi þess að geta tjáð sig um kynlíf við maka sinn. Getty Tölum um tilfinningar, eins og maðurinn sagði. Við eigum mis erfitt með að tjá tilfinningar okkar og auðvitað mis mikla þörf. Tilfinningar, þarfir og þrár. Flestir eru þó sammála um það að góð samskipti eru grunnstoðirnar í samböndum, hverskonar samböndum og ekki síst ástarsamböndum. Við eigum það nefnilega til að reyna að lesa á milli línanna, giska í eyðurnar eða gera ráð fyrir því að makinn lesi hugsanir okkar. Hvað okkur finnst, hvað við viljum eða hvað okkur langar. Upp úr þessu spretta oft á tíðum vandamálin, allar flækjurnar. Misskilningurinn, hugsanalesturinn og allt það. Á dögunum spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að þeim finnist mikilvægt að tala um kynlíf við maka sinn og yfir tvö þúsund manns svöruðu könnuninni. Ef marka má niðurstöðurnar* svarar meirihluti því að það sé mjög mikilvægt að geta tjáð sig um kynlíf við maka sinn en um þriðjungur segir annað hvort sig eða makann eiga erfitt með að tala um kynlíf. Niðurstöður* Já, mjög mikilvægt - 65% Já, en maki minn á erfitt með það - 17% Já, en ég á erfitt með það - 7% Já, en eigum bæði erfitt með það - 6% Nei, en maki minn vill tala um kynlíf - 1% Nei, tölum aldrei um kynlíf - 4% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Spurning vikunnar Ástin og lífið Kynlíf Mest lesið Sjómannsfrúin Magga Fúsa fagnar 45 ára brúðkaupsafmæli í dag Makamál „Hann er einfaldlega bestur og ég bið ekki um meira“ Makamál Veldur val á jólagjöf til makans áhyggjum? Makamál Fer makinn þinn oft í taugarnar á þér? Makamál Kennir konum að kveikja aftur upp kynorkuna og snerta sig Makamál Einhleypan: Æst í að dýfa sér í stefnumótalaugina Makamál Einhleypan: Kaffisötrandi súludansari sem elskar skó Makamál „Hann var ekkert eðlilega góður í sleik“ Makamál Ástin á götunni: Trúir þú á ást við fyrstu sýn? Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál
Flestir eru þó sammála um það að góð samskipti eru grunnstoðirnar í samböndum, hverskonar samböndum og ekki síst ástarsamböndum. Við eigum það nefnilega til að reyna að lesa á milli línanna, giska í eyðurnar eða gera ráð fyrir því að makinn lesi hugsanir okkar. Hvað okkur finnst, hvað við viljum eða hvað okkur langar. Upp úr þessu spretta oft á tíðum vandamálin, allar flækjurnar. Misskilningurinn, hugsanalesturinn og allt það. Á dögunum spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að þeim finnist mikilvægt að tala um kynlíf við maka sinn og yfir tvö þúsund manns svöruðu könnuninni. Ef marka má niðurstöðurnar* svarar meirihluti því að það sé mjög mikilvægt að geta tjáð sig um kynlíf við maka sinn en um þriðjungur segir annað hvort sig eða makann eiga erfitt með að tala um kynlíf. Niðurstöður* Já, mjög mikilvægt - 65% Já, en maki minn á erfitt með það - 17% Já, en ég á erfitt með það - 7% Já, en eigum bæði erfitt með það - 6% Nei, en maki minn vill tala um kynlíf - 1% Nei, tölum aldrei um kynlíf - 4% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Spurning vikunnar Ástin og lífið Kynlíf Mest lesið Sjómannsfrúin Magga Fúsa fagnar 45 ára brúðkaupsafmæli í dag Makamál „Hann er einfaldlega bestur og ég bið ekki um meira“ Makamál Veldur val á jólagjöf til makans áhyggjum? Makamál Fer makinn þinn oft í taugarnar á þér? Makamál Kennir konum að kveikja aftur upp kynorkuna og snerta sig Makamál Einhleypan: Æst í að dýfa sér í stefnumótalaugina Makamál Einhleypan: Kaffisötrandi súludansari sem elskar skó Makamál „Hann var ekkert eðlilega góður í sleik“ Makamál Ástin á götunni: Trúir þú á ást við fyrstu sýn? Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál