„Hugsa um mig eins og mamma og pabbi“ Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2021 13:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er þrátt fyrir að vera aðeins tvítug þegar búin að spila 10 A-landsleiki og skora þrjú mörk, verða tvisvar Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með Breiðabliki, og hefja atvinnumannsferil sinn með Bayern München þar sem hún varð þýskur meistari í vor. vísir/Hulda Margrét Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk Glódísi Perlu Viggósdóttur sem liðsfélaga hjá Bayern München í sumar og nýtur þess innan sem utan vallar. Glódís kom til Bayern frá Rosengård í júlí og þrátt fyrir að hafa meiðst á undirbúningstímabilinu fékk hún fljótt tækifæri í byrjunarliði og virðist hafa stimplað sig vel inn í liðið. Þær Karólína og Glódís verða líklega í eldlínunni á morgun þegar Ísland mætir Kýpur á Laugardalsvelli í undankeppni HM. Á blaðamannafundi fyrir landsleikinn var Karólína spurð hvernig væri að hafa fengið Glódísi til München: „Það er búið að vera stórkostlegt. Ég get ekki kvartað. Hún og Kristófer [Eggertsson, sambýlismaður Glódísar] eru búin að hugsa um mig eins og mamma og pabbi. Það er búið að vera yndislegt,“ sagði Karólína létt. Klippa: Karólína um Glódísi Karólína er aðeins tvítug en hefur þegar landað Þýskalandsmeistaratitli með Bayern. Þó að Glódís sé aðeins sex árum eldri dregur Karólína ekkert úr því að sér líði eins og hún sé komin með nýtt sett af foreldrum til Þýskalands: „Þau eru dugleg að bjóða manni í mat og maður er bara orðinn eitthvað litla barn þarna,“ sagði Karólína spaugsöm, en var svo fljót að bæta við hve góð áhrif Glódís hefði einnig haft innan vallar: „Svo hefur Glódís komið fáránlega vel inn í liðið. Maður sér núna hversu frábær íþróttakona hún er – smellpassaði bara inn í hópinn og ég held að hún sé strax orðin ein af lykilmönnunum.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Þýski boltinn Tengdar fréttir Svona var fundurinn með Karólínu og Þorsteini fyrir leikinn við Kýpur Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Kýpur sem fram fer annað kvöld. 25. október 2021 12:00 Sveindís Jane: Á leiðinni til Wolfsburg eftir tímabilið Íslenska kvennalandsliðið leikur við Kýpur á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknarmaður íslenska liðsins, var spurð út í síðasta leik landsliðsins og verkefnið framundan. 25. október 2021 11:01 Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49 Leið fyrst eins og hún hefði ekki unnið neitt: „Vona að þau hugsi til mín“ Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir mættu til æfinga með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær sem nýkrýndir Svíþjóðarmeistarar. Þær náðu þó aldrei að spila saman hjá meistaraliði Rosengård. 19. október 2021 09:01 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira
Glódís kom til Bayern frá Rosengård í júlí og þrátt fyrir að hafa meiðst á undirbúningstímabilinu fékk hún fljótt tækifæri í byrjunarliði og virðist hafa stimplað sig vel inn í liðið. Þær Karólína og Glódís verða líklega í eldlínunni á morgun þegar Ísland mætir Kýpur á Laugardalsvelli í undankeppni HM. Á blaðamannafundi fyrir landsleikinn var Karólína spurð hvernig væri að hafa fengið Glódísi til München: „Það er búið að vera stórkostlegt. Ég get ekki kvartað. Hún og Kristófer [Eggertsson, sambýlismaður Glódísar] eru búin að hugsa um mig eins og mamma og pabbi. Það er búið að vera yndislegt,“ sagði Karólína létt. Klippa: Karólína um Glódísi Karólína er aðeins tvítug en hefur þegar landað Þýskalandsmeistaratitli með Bayern. Þó að Glódís sé aðeins sex árum eldri dregur Karólína ekkert úr því að sér líði eins og hún sé komin með nýtt sett af foreldrum til Þýskalands: „Þau eru dugleg að bjóða manni í mat og maður er bara orðinn eitthvað litla barn þarna,“ sagði Karólína spaugsöm, en var svo fljót að bæta við hve góð áhrif Glódís hefði einnig haft innan vallar: „Svo hefur Glódís komið fáránlega vel inn í liðið. Maður sér núna hversu frábær íþróttakona hún er – smellpassaði bara inn í hópinn og ég held að hún sé strax orðin ein af lykilmönnunum.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Þýski boltinn Tengdar fréttir Svona var fundurinn með Karólínu og Þorsteini fyrir leikinn við Kýpur Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Kýpur sem fram fer annað kvöld. 25. október 2021 12:00 Sveindís Jane: Á leiðinni til Wolfsburg eftir tímabilið Íslenska kvennalandsliðið leikur við Kýpur á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknarmaður íslenska liðsins, var spurð út í síðasta leik landsliðsins og verkefnið framundan. 25. október 2021 11:01 Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49 Leið fyrst eins og hún hefði ekki unnið neitt: „Vona að þau hugsi til mín“ Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir mættu til æfinga með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær sem nýkrýndir Svíþjóðarmeistarar. Þær náðu þó aldrei að spila saman hjá meistaraliði Rosengård. 19. október 2021 09:01 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira
Svona var fundurinn með Karólínu og Þorsteini fyrir leikinn við Kýpur Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Kýpur sem fram fer annað kvöld. 25. október 2021 12:00
Sveindís Jane: Á leiðinni til Wolfsburg eftir tímabilið Íslenska kvennalandsliðið leikur við Kýpur á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknarmaður íslenska liðsins, var spurð út í síðasta leik landsliðsins og verkefnið framundan. 25. október 2021 11:01
Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49
Leið fyrst eins og hún hefði ekki unnið neitt: „Vona að þau hugsi til mín“ Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir mættu til æfinga með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær sem nýkrýndir Svíþjóðarmeistarar. Þær náðu þó aldrei að spila saman hjá meistaraliði Rosengård. 19. október 2021 09:01