Bilun olli því að Mastercard-kortum var hafnað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. október 2021 18:34 Bilunin olli því að ekki var hægt að greiða með debetkortum frá Mastercard hjá sumum greiðslumiðlurum. Roberto Machado Noa/LightRocket via Getty Bilun sem kom upp hjá Salt pay nú síðdegis olli því að truflun kom upp á heimildagjöf Mastercard-debetkorta hjá einhverjum greiðslumiðlunarfyrirtækjum. Forstjóri RB segir að ekki hafi verið um netárás að ræða og að unnið sé að greiningu á því sem kom fyrir. Fréttastofu bárust ábendingar um að viðskiptavinir verslana hefðu átt í erfiðleikum með að greiða með korti. Þegar blaðamaður hringdi í greiðslumiðlunarfyrirtækið Verifone tók á móti honum símsvari sem hljómaði á þessa leið: „Vegna bilunar hjá RB [Reiknistofu bankanna] er mikið álag á símkerfi Verifone þessa stundina. Truflun er á heimildagjöf á debetkortum og unnið að lagfæringu á því. Viðskiptavinum er bent á að nota kreditkort ef því verður við komið, meðan unnið er að lagfæringu.“ Hið rétta er þó að bilunina má rekja til sambandsleysis milli aðila: Salt Pay og RB. Engin netárás en málið skoðað Í samtali við fréttastofu staðfesti Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri RB, að bilun hjá Salt Pay og RB sem lýsti sér í einhvers konar sambandsleysi milli aðila hafi valdið því að ekki tókst að gjaldfæra debetkort frá Mastercard. „Það virðast hafa verið einhverjar hafnanir á milli fimm og sex, en þetta er komið í lag. Þetta hefur verið eitthvað sambandsleysi á milli aðila,“ sagði Ragnhildur. Hún segir að ekki hafi verið um neina netárás að ræða, en í síðasta mánuði voru gerðar netárásir á greiðslumiðlunarfyrirtæki með starfsemi hér á landi, með tilheyrandi truflunum á starfsemi þeirra. „Það er unnið að því að greina hvað kom upp. Þetta var ekkert alvarlegt eins og oft vill verða, en auðvitað vill maður ekki sjá þetta gerast.“ Uppfært klukkan 19:22: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að bilunin hefði orðið í kerfum RB. Hið rétta er að um var að ræða sambandsleysi milli aðila, en málið er til rannsóknar. Greiðslumiðlun Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Fréttastofu bárust ábendingar um að viðskiptavinir verslana hefðu átt í erfiðleikum með að greiða með korti. Þegar blaðamaður hringdi í greiðslumiðlunarfyrirtækið Verifone tók á móti honum símsvari sem hljómaði á þessa leið: „Vegna bilunar hjá RB [Reiknistofu bankanna] er mikið álag á símkerfi Verifone þessa stundina. Truflun er á heimildagjöf á debetkortum og unnið að lagfæringu á því. Viðskiptavinum er bent á að nota kreditkort ef því verður við komið, meðan unnið er að lagfæringu.“ Hið rétta er þó að bilunina má rekja til sambandsleysis milli aðila: Salt Pay og RB. Engin netárás en málið skoðað Í samtali við fréttastofu staðfesti Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri RB, að bilun hjá Salt Pay og RB sem lýsti sér í einhvers konar sambandsleysi milli aðila hafi valdið því að ekki tókst að gjaldfæra debetkort frá Mastercard. „Það virðast hafa verið einhverjar hafnanir á milli fimm og sex, en þetta er komið í lag. Þetta hefur verið eitthvað sambandsleysi á milli aðila,“ sagði Ragnhildur. Hún segir að ekki hafi verið um neina netárás að ræða, en í síðasta mánuði voru gerðar netárásir á greiðslumiðlunarfyrirtæki með starfsemi hér á landi, með tilheyrandi truflunum á starfsemi þeirra. „Það er unnið að því að greina hvað kom upp. Þetta var ekkert alvarlegt eins og oft vill verða, en auðvitað vill maður ekki sjá þetta gerast.“ Uppfært klukkan 19:22: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að bilunin hefði orðið í kerfum RB. Hið rétta er að um var að ræða sambandsleysi milli aðila, en málið er til rannsóknar.
Greiðslumiðlun Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira