Fannst við spila frábærlega Þorsteinn Hjálmsson skrifar 25. október 2021 21:50 Brúnaþungur Basti á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Vilhelm HK tapaði í kvöld naumlega gegn Aftureldingu í Kórnum 28-30, en jafnt var 28-28 þegar mínúta var eftir af leiknum. Sebastian Alexanderson, þjálfari HK leit þó á björtu hliðarnar þrátt fyrir fimmta tapið í röð. „Mér fannst við spila vel. Framfarir milli leikja ennþá til staðar, við skoruðum 28 mörk í dag og hefðum vel getað skorað töluvert meira. Fórum illa með nokkur tækifæri sem hefðu getað lokað þessum leik. Áður en einhverjir sérfræðingar fara að tala um að Afturelding hafi ekki spilað vel, þá fannst mér þeir spila frábærlega.“ „Þeir náðu bara ekki meira forskoti en þetta því við vorum líka frábærir. Þetta var bara flottur leikur, en auðvitað gerðum við fullt af feilum en við erum að stefna í rétta átt.“ Sebastian Alexandersson var ekkert sérstaklega sáttur með dómara leiksins þegar kom að skrefadómum sem dæmdir voru í leiknum og þeim sem ekki voru dæmdir. „Hérna í lokin, líklega er þetta skref á Hjört en þeir hefðu átt að halda ró sinni og bara spila það sem þeir áttu að spila, við höfðum tíma. En á móti kemur að Guðmundur Bragi skorar fjögur eftir skref í seinni hálfleik.“ Sebastian er bjartsýnn upp á framhaldið en er smeykur við næsta leik sem er gegn Haukum. „Við höfum aldrei gefist upp, höfum alltaf komið til baka í öllum leikjum. Það er alltaf í leikjum þar sem frammiðstaðan fer út og inn. Það lenda allir í því að eiga slæma kafla. Við bara eins og önnur góð lið hættum ekkert, höldum bara áfram. Við erum að nálgast og nálgast, hvenær við náum sigrinum veit ég ekki en hann mun koma.“ „En ég efast stórlega um að hann komi á föstudaginn, við munum samt reyna. Ég er spenntur fyrir leiknum en hann leggst ekkert vel í mig. Það er það lið í deildinni sem hentar okkur lang verst. Það verður spennandi að kljást við þá og við förum þangað til að vinna að sjálfsögðu. Ég er samt ekki bjartsýnn, verð að vera heiðarlegur með það,“ sagði Sebastian að endingu. Sebastian Alexandersson hefur verið hressari á hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Afturelding 28-30 | Gestirnir unnu í spennutrylli HK tók á móti Aftureldingu í Kórnum í lokaleik 5. umferðar Olís-deildar karla í handbolta. Mosfellingar fóru með sigur af hólmi og HK hefur því nú tapað öllum fimm leikjum sínum í deildinni til þessa. Lokatölur kvöldsins 30-28 Aftureldingu í vil. 25. október 2021 21:00 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
„Mér fannst við spila vel. Framfarir milli leikja ennþá til staðar, við skoruðum 28 mörk í dag og hefðum vel getað skorað töluvert meira. Fórum illa með nokkur tækifæri sem hefðu getað lokað þessum leik. Áður en einhverjir sérfræðingar fara að tala um að Afturelding hafi ekki spilað vel, þá fannst mér þeir spila frábærlega.“ „Þeir náðu bara ekki meira forskoti en þetta því við vorum líka frábærir. Þetta var bara flottur leikur, en auðvitað gerðum við fullt af feilum en við erum að stefna í rétta átt.“ Sebastian Alexandersson var ekkert sérstaklega sáttur með dómara leiksins þegar kom að skrefadómum sem dæmdir voru í leiknum og þeim sem ekki voru dæmdir. „Hérna í lokin, líklega er þetta skref á Hjört en þeir hefðu átt að halda ró sinni og bara spila það sem þeir áttu að spila, við höfðum tíma. En á móti kemur að Guðmundur Bragi skorar fjögur eftir skref í seinni hálfleik.“ Sebastian er bjartsýnn upp á framhaldið en er smeykur við næsta leik sem er gegn Haukum. „Við höfum aldrei gefist upp, höfum alltaf komið til baka í öllum leikjum. Það er alltaf í leikjum þar sem frammiðstaðan fer út og inn. Það lenda allir í því að eiga slæma kafla. Við bara eins og önnur góð lið hættum ekkert, höldum bara áfram. Við erum að nálgast og nálgast, hvenær við náum sigrinum veit ég ekki en hann mun koma.“ „En ég efast stórlega um að hann komi á föstudaginn, við munum samt reyna. Ég er spenntur fyrir leiknum en hann leggst ekkert vel í mig. Það er það lið í deildinni sem hentar okkur lang verst. Það verður spennandi að kljást við þá og við förum þangað til að vinna að sjálfsögðu. Ég er samt ekki bjartsýnn, verð að vera heiðarlegur með það,“ sagði Sebastian að endingu. Sebastian Alexandersson hefur verið hressari á hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Afturelding 28-30 | Gestirnir unnu í spennutrylli HK tók á móti Aftureldingu í Kórnum í lokaleik 5. umferðar Olís-deildar karla í handbolta. Mosfellingar fóru með sigur af hólmi og HK hefur því nú tapað öllum fimm leikjum sínum í deildinni til þessa. Lokatölur kvöldsins 30-28 Aftureldingu í vil. 25. október 2021 21:00 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Leik lokið: HK - Afturelding 28-30 | Gestirnir unnu í spennutrylli HK tók á móti Aftureldingu í Kórnum í lokaleik 5. umferðar Olís-deildar karla í handbolta. Mosfellingar fóru með sigur af hólmi og HK hefur því nú tapað öllum fimm leikjum sínum í deildinni til þessa. Lokatölur kvöldsins 30-28 Aftureldingu í vil. 25. október 2021 21:00