Fannst við spila frábærlega Þorsteinn Hjálmsson skrifar 25. október 2021 21:50 Brúnaþungur Basti á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Vilhelm HK tapaði í kvöld naumlega gegn Aftureldingu í Kórnum 28-30, en jafnt var 28-28 þegar mínúta var eftir af leiknum. Sebastian Alexanderson, þjálfari HK leit þó á björtu hliðarnar þrátt fyrir fimmta tapið í röð. „Mér fannst við spila vel. Framfarir milli leikja ennþá til staðar, við skoruðum 28 mörk í dag og hefðum vel getað skorað töluvert meira. Fórum illa með nokkur tækifæri sem hefðu getað lokað þessum leik. Áður en einhverjir sérfræðingar fara að tala um að Afturelding hafi ekki spilað vel, þá fannst mér þeir spila frábærlega.“ „Þeir náðu bara ekki meira forskoti en þetta því við vorum líka frábærir. Þetta var bara flottur leikur, en auðvitað gerðum við fullt af feilum en við erum að stefna í rétta átt.“ Sebastian Alexandersson var ekkert sérstaklega sáttur með dómara leiksins þegar kom að skrefadómum sem dæmdir voru í leiknum og þeim sem ekki voru dæmdir. „Hérna í lokin, líklega er þetta skref á Hjört en þeir hefðu átt að halda ró sinni og bara spila það sem þeir áttu að spila, við höfðum tíma. En á móti kemur að Guðmundur Bragi skorar fjögur eftir skref í seinni hálfleik.“ Sebastian er bjartsýnn upp á framhaldið en er smeykur við næsta leik sem er gegn Haukum. „Við höfum aldrei gefist upp, höfum alltaf komið til baka í öllum leikjum. Það er alltaf í leikjum þar sem frammiðstaðan fer út og inn. Það lenda allir í því að eiga slæma kafla. Við bara eins og önnur góð lið hættum ekkert, höldum bara áfram. Við erum að nálgast og nálgast, hvenær við náum sigrinum veit ég ekki en hann mun koma.“ „En ég efast stórlega um að hann komi á föstudaginn, við munum samt reyna. Ég er spenntur fyrir leiknum en hann leggst ekkert vel í mig. Það er það lið í deildinni sem hentar okkur lang verst. Það verður spennandi að kljást við þá og við förum þangað til að vinna að sjálfsögðu. Ég er samt ekki bjartsýnn, verð að vera heiðarlegur með það,“ sagði Sebastian að endingu. Sebastian Alexandersson hefur verið hressari á hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Afturelding 28-30 | Gestirnir unnu í spennutrylli HK tók á móti Aftureldingu í Kórnum í lokaleik 5. umferðar Olís-deildar karla í handbolta. Mosfellingar fóru með sigur af hólmi og HK hefur því nú tapað öllum fimm leikjum sínum í deildinni til þessa. Lokatölur kvöldsins 30-28 Aftureldingu í vil. 25. október 2021 21:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
„Mér fannst við spila vel. Framfarir milli leikja ennþá til staðar, við skoruðum 28 mörk í dag og hefðum vel getað skorað töluvert meira. Fórum illa með nokkur tækifæri sem hefðu getað lokað þessum leik. Áður en einhverjir sérfræðingar fara að tala um að Afturelding hafi ekki spilað vel, þá fannst mér þeir spila frábærlega.“ „Þeir náðu bara ekki meira forskoti en þetta því við vorum líka frábærir. Þetta var bara flottur leikur, en auðvitað gerðum við fullt af feilum en við erum að stefna í rétta átt.“ Sebastian Alexandersson var ekkert sérstaklega sáttur með dómara leiksins þegar kom að skrefadómum sem dæmdir voru í leiknum og þeim sem ekki voru dæmdir. „Hérna í lokin, líklega er þetta skref á Hjört en þeir hefðu átt að halda ró sinni og bara spila það sem þeir áttu að spila, við höfðum tíma. En á móti kemur að Guðmundur Bragi skorar fjögur eftir skref í seinni hálfleik.“ Sebastian er bjartsýnn upp á framhaldið en er smeykur við næsta leik sem er gegn Haukum. „Við höfum aldrei gefist upp, höfum alltaf komið til baka í öllum leikjum. Það er alltaf í leikjum þar sem frammiðstaðan fer út og inn. Það lenda allir í því að eiga slæma kafla. Við bara eins og önnur góð lið hættum ekkert, höldum bara áfram. Við erum að nálgast og nálgast, hvenær við náum sigrinum veit ég ekki en hann mun koma.“ „En ég efast stórlega um að hann komi á föstudaginn, við munum samt reyna. Ég er spenntur fyrir leiknum en hann leggst ekkert vel í mig. Það er það lið í deildinni sem hentar okkur lang verst. Það verður spennandi að kljást við þá og við förum þangað til að vinna að sjálfsögðu. Ég er samt ekki bjartsýnn, verð að vera heiðarlegur með það,“ sagði Sebastian að endingu. Sebastian Alexandersson hefur verið hressari á hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Afturelding 28-30 | Gestirnir unnu í spennutrylli HK tók á móti Aftureldingu í Kórnum í lokaleik 5. umferðar Olís-deildar karla í handbolta. Mosfellingar fóru með sigur af hólmi og HK hefur því nú tapað öllum fimm leikjum sínum í deildinni til þessa. Lokatölur kvöldsins 30-28 Aftureldingu í vil. 25. október 2021 21:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Leik lokið: HK - Afturelding 28-30 | Gestirnir unnu í spennutrylli HK tók á móti Aftureldingu í Kórnum í lokaleik 5. umferðar Olís-deildar karla í handbolta. Mosfellingar fóru með sigur af hólmi og HK hefur því nú tapað öllum fimm leikjum sínum í deildinni til þessa. Lokatölur kvöldsins 30-28 Aftureldingu í vil. 25. október 2021 21:00