„Maður kyngir þessu á æfingu og er svo glaður í hádegismat“ Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2021 13:01 Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fagna eftir að hafa búið til fyrsta mark Íslands í 4-0 sigrinum gegn Tékklandi á föstudaginn. vísir/hulda margrét „Við erum alltaf glaðar þegar við erum komnar inn í herbergi,“ segir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta. Hún á í harðri samkeppni um stöðu í byrjunarliði Íslands, meðal annars við herbergisfélaga sinn, Alexöndru Jóhannsdóttur. Ísland mætir Kýpur í undankeppni HM í kvöld klukkan 18:45 en byrjunarliðið verður gert opinbert um það bil 90 mínútum fyrir leik. Þó að Karólína og Alexandra séu ólíkir leikmenn eru þær báðar miðjumenn. Alexandra var í byrjunarliðinu í 2-0 tapinu gegn Hollandi í síðasta mánuði en Karólína kom inn í hennar stað í 4-0 sigrinum gegn Tékklandi á föstudag. Dagný Brynjarsdóttir lék þá aftast á miðjunni í stað Alexöndru en Karólína var framar. Sumar með meira keppnisskap en aðrar „Ég held að Steini [Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari] geti alla vega ekki kvartað,“ sagði Karólína um samkeppnina í íslenska landsliðinu. „Ég fékk að finna fyrir samkeppninni fyrir síðasta leik og svo Alexandra núna. Þetta er bara skemmtilegt og þá þarf maður bar að leggja meira á sig. Auðvitað eru sumar með meira keppnisskap en aðrar en það eru allar í þessu saman og að vinna að sama verkefni. Þetta er bara fyrir Steina [að ákveða byrjunarliðið],“ sagði Karólína létt á blaðamannafundi í gær. Klippa: Karólína um samkeppnina í landsliðinu En hafa þá einhverjir leikmenn tekið því mjög illa að vera ekki í byrjunarliðinu? „Nei, nei, nei. Það eru allir hressir. Maður kyngir þessu á æfingu og er svo glaður í hádegismat,“ sagði Karólína. „Djókum og svo erum við orðnar sáttar“ Aðspurð hvort það ylli einhverri togstreitu að þær Alexandra, herbergisfélagarnir, hefðu verið til víxl í byrjunarliðinu sagði Karólína svo ekki vera: „Við erum alltaf glaðar. Það er alltaf gaman að koma inn í herbergi. Við djókum og svo erum við orðnar sáttar. Það er aldrei neitt vesen,“ sagði Karólína brosandi. En gerir hún sér ekki vonir um sæti í byrjunarliðinu í kvöld? Klippa: Karólína í samkeppni við herbergisfélagann „Ég reyni alltaf að gera mitt besta á æfingum en svo er það undir Steina komið að velja besta liðið. Mér finnst ég koma með ró inn á miðjuna [gegn Tékklandi] og svo fæ ég smáfrelsi frá Steina til að koma með einhver „skemmtilegheit“. Ég er kannski meira sóknarsinnuð en hinar. Svo sér maður bara til hvort maður hafi gert nógu vel til að fá að spila [í dag].“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Svava í franskri frystikistu: „Hann vildi strax ekkert með mig hafa“ „Ég veit ekki hvað ég hef gert til að verðskulda þetta. Ég er gjörsamlega í frystikistunni og tel mjög ólíklegt að ég fái eitthvað að spila,“ segir landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttur um leiðindastöðu sína hjá franska knattspyrnufélaginu Bordeaux. 26. október 2021 08:31 Mótherjar Íslands tapað 8-0 tvisvar í röð en „spila agaðan varnarleik“ Ísland mætir Kýpur annað kvöld á Laugardalsvelli. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, ætlar að gera breytingar á byrjunarliðinu sem mætti Tékklandi á föstudag og vann frábæran 4-0 sigur. 25. október 2021 15:01 „Hugsa um mig eins og mamma og pabbi“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk Glódísi Perlu Viggósdóttur sem liðsfélaga hjá Bayern München í sumar og nýtur þess innan sem utan vallar. 25. október 2021 13:00 Svona var fundurinn með Karólínu og Þorsteini fyrir leikinn við Kýpur Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Kýpur sem fram fer annað kvöld. 25. október 2021 12:00 Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Ísland mætir Kýpur í undankeppni HM í kvöld klukkan 18:45 en byrjunarliðið verður gert opinbert um það bil 90 mínútum fyrir leik. Þó að Karólína og Alexandra séu ólíkir leikmenn eru þær báðar miðjumenn. Alexandra var í byrjunarliðinu í 2-0 tapinu gegn Hollandi í síðasta mánuði en Karólína kom inn í hennar stað í 4-0 sigrinum gegn Tékklandi á föstudag. Dagný Brynjarsdóttir lék þá aftast á miðjunni í stað Alexöndru en Karólína var framar. Sumar með meira keppnisskap en aðrar „Ég held að Steini [Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari] geti alla vega ekki kvartað,“ sagði Karólína um samkeppnina í íslenska landsliðinu. „Ég fékk að finna fyrir samkeppninni fyrir síðasta leik og svo Alexandra núna. Þetta er bara skemmtilegt og þá þarf maður bar að leggja meira á sig. Auðvitað eru sumar með meira keppnisskap en aðrar en það eru allar í þessu saman og að vinna að sama verkefni. Þetta er bara fyrir Steina [að ákveða byrjunarliðið],“ sagði Karólína létt á blaðamannafundi í gær. Klippa: Karólína um samkeppnina í landsliðinu En hafa þá einhverjir leikmenn tekið því mjög illa að vera ekki í byrjunarliðinu? „Nei, nei, nei. Það eru allir hressir. Maður kyngir þessu á æfingu og er svo glaður í hádegismat,“ sagði Karólína. „Djókum og svo erum við orðnar sáttar“ Aðspurð hvort það ylli einhverri togstreitu að þær Alexandra, herbergisfélagarnir, hefðu verið til víxl í byrjunarliðinu sagði Karólína svo ekki vera: „Við erum alltaf glaðar. Það er alltaf gaman að koma inn í herbergi. Við djókum og svo erum við orðnar sáttar. Það er aldrei neitt vesen,“ sagði Karólína brosandi. En gerir hún sér ekki vonir um sæti í byrjunarliðinu í kvöld? Klippa: Karólína í samkeppni við herbergisfélagann „Ég reyni alltaf að gera mitt besta á æfingum en svo er það undir Steina komið að velja besta liðið. Mér finnst ég koma með ró inn á miðjuna [gegn Tékklandi] og svo fæ ég smáfrelsi frá Steina til að koma með einhver „skemmtilegheit“. Ég er kannski meira sóknarsinnuð en hinar. Svo sér maður bara til hvort maður hafi gert nógu vel til að fá að spila [í dag].“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Svava í franskri frystikistu: „Hann vildi strax ekkert með mig hafa“ „Ég veit ekki hvað ég hef gert til að verðskulda þetta. Ég er gjörsamlega í frystikistunni og tel mjög ólíklegt að ég fái eitthvað að spila,“ segir landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttur um leiðindastöðu sína hjá franska knattspyrnufélaginu Bordeaux. 26. október 2021 08:31 Mótherjar Íslands tapað 8-0 tvisvar í röð en „spila agaðan varnarleik“ Ísland mætir Kýpur annað kvöld á Laugardalsvelli. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, ætlar að gera breytingar á byrjunarliðinu sem mætti Tékklandi á föstudag og vann frábæran 4-0 sigur. 25. október 2021 15:01 „Hugsa um mig eins og mamma og pabbi“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk Glódísi Perlu Viggósdóttur sem liðsfélaga hjá Bayern München í sumar og nýtur þess innan sem utan vallar. 25. október 2021 13:00 Svona var fundurinn með Karólínu og Þorsteini fyrir leikinn við Kýpur Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Kýpur sem fram fer annað kvöld. 25. október 2021 12:00 Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Svava í franskri frystikistu: „Hann vildi strax ekkert með mig hafa“ „Ég veit ekki hvað ég hef gert til að verðskulda þetta. Ég er gjörsamlega í frystikistunni og tel mjög ólíklegt að ég fái eitthvað að spila,“ segir landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttur um leiðindastöðu sína hjá franska knattspyrnufélaginu Bordeaux. 26. október 2021 08:31
Mótherjar Íslands tapað 8-0 tvisvar í röð en „spila agaðan varnarleik“ Ísland mætir Kýpur annað kvöld á Laugardalsvelli. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, ætlar að gera breytingar á byrjunarliðinu sem mætti Tékklandi á föstudag og vann frábæran 4-0 sigur. 25. október 2021 15:01
„Hugsa um mig eins og mamma og pabbi“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk Glódísi Perlu Viggósdóttur sem liðsfélaga hjá Bayern München í sumar og nýtur þess innan sem utan vallar. 25. október 2021 13:00
Svona var fundurinn með Karólínu og Þorsteini fyrir leikinn við Kýpur Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Kýpur sem fram fer annað kvöld. 25. október 2021 12:00
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti