Björgvin ekki í landsliðinu en sonur Óla Stef fær tækifæri Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2021 11:22 Einar Þorsteinn Ólafsson fær tækifæri í æfingahópi landsliðsins. vísir/Elín Björg Tveir leikmenn sem ekki eiga að baki A-landsleik eru í landsliðshópi karla í handbolta sem Guðmundur Guðmundsson hefur valið til æfinga í byrjun nóvember. Valsarinn Einar Þorsteinn Ólafsson, sonur handboltagoðsagnarinnar Ólafs Stefánssonar, er í fyrsta sinn í landsliðshópnum. Elvar Ásgeirsson, sem ekki á að baki A-landsleik, er einnig í hópnum. Björgvin Páll Gústavsson, sem farið hefur á kostum með Val í upphafi leiktíðar, er ekki á meðal þeirra þriggja markvarða sem eru í hópnum, né heldur Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður Kolding. Janus Daði Smárason, sem glímir við meiðsli í öxl, er ekki í hópnum né heldur Sigvaldi Björn Guðjónsson sem er einnig meiddur. Alexander Petersson og Arnór Þór Gunnarsson eru heldur ekki í hópnum. KA-maðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson er því eini hægri hornamaðurinn í hópnum. Tuttugu manna hópur Guðmundur valdi alls 20 leikmenn til æfinga dagana 1.-6. nóvember. Æfingarnar eru hluti af undirbúningi fyrir Evrópumótið í janúar, þar sem Ísland leikur í riðli með Portúgal, Hollandi og heimamönnum í Ungverjalandi í Búdapest. Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu og eftir þær hittist íslenska landsliðið ekki aftur fyrr en eftir áramót þegar lokaundirbúningur fyrir EM hefst. Ísland spilar þá tvo vináttulandsleiki gegn Litháen á heimavelli en heldur svo á EM 11. janúar. Fyrsti leikurinn verður gegn Portúgal 14. janúar. Hópurinn: Markmenn: Daníel Freyr Andrésson, Guif (2/0) Grétar Ari Guðjónsson, Nice (7/0) Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndbold (25/1) Aðrir leikmenn: Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (63/76) Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (152/593) Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo (82/230) Einar Þorsteinn Ólafsson, Valur (0/0) Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (13/14) Elvar Ásgeirsson, Nancy (0/0) Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (46/120) Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (32/51) Haukur Þrastarson, Lomza Vive Kielce (20/22) Hákon Daði Styrmisson, Gummersbach (6/23) Kristján Örn Kristjánsson, Pauc Handball (12/18) Óðinn Þór Ríkharðsson, KA (14/44) Ólafur Guðmundsson, Montpellier Handball (133/266) Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (56/150) Sveinn Jóhannsson, SönderjyskE Håndball (12/24) Teitur Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (21/22) Viggó Kristjánsson, Stuttgart (21/55) Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (52/23) Handbolti EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Sjá meira
Valsarinn Einar Þorsteinn Ólafsson, sonur handboltagoðsagnarinnar Ólafs Stefánssonar, er í fyrsta sinn í landsliðshópnum. Elvar Ásgeirsson, sem ekki á að baki A-landsleik, er einnig í hópnum. Björgvin Páll Gústavsson, sem farið hefur á kostum með Val í upphafi leiktíðar, er ekki á meðal þeirra þriggja markvarða sem eru í hópnum, né heldur Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður Kolding. Janus Daði Smárason, sem glímir við meiðsli í öxl, er ekki í hópnum né heldur Sigvaldi Björn Guðjónsson sem er einnig meiddur. Alexander Petersson og Arnór Þór Gunnarsson eru heldur ekki í hópnum. KA-maðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson er því eini hægri hornamaðurinn í hópnum. Tuttugu manna hópur Guðmundur valdi alls 20 leikmenn til æfinga dagana 1.-6. nóvember. Æfingarnar eru hluti af undirbúningi fyrir Evrópumótið í janúar, þar sem Ísland leikur í riðli með Portúgal, Hollandi og heimamönnum í Ungverjalandi í Búdapest. Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu og eftir þær hittist íslenska landsliðið ekki aftur fyrr en eftir áramót þegar lokaundirbúningur fyrir EM hefst. Ísland spilar þá tvo vináttulandsleiki gegn Litháen á heimavelli en heldur svo á EM 11. janúar. Fyrsti leikurinn verður gegn Portúgal 14. janúar. Hópurinn: Markmenn: Daníel Freyr Andrésson, Guif (2/0) Grétar Ari Guðjónsson, Nice (7/0) Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndbold (25/1) Aðrir leikmenn: Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (63/76) Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (152/593) Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo (82/230) Einar Þorsteinn Ólafsson, Valur (0/0) Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (13/14) Elvar Ásgeirsson, Nancy (0/0) Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (46/120) Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (32/51) Haukur Þrastarson, Lomza Vive Kielce (20/22) Hákon Daði Styrmisson, Gummersbach (6/23) Kristján Örn Kristjánsson, Pauc Handball (12/18) Óðinn Þór Ríkharðsson, KA (14/44) Ólafur Guðmundsson, Montpellier Handball (133/266) Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (56/150) Sveinn Jóhannsson, SönderjyskE Håndball (12/24) Teitur Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (21/22) Viggó Kristjánsson, Stuttgart (21/55) Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (52/23)
Hópurinn: Markmenn: Daníel Freyr Andrésson, Guif (2/0) Grétar Ari Guðjónsson, Nice (7/0) Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndbold (25/1) Aðrir leikmenn: Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (63/76) Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (152/593) Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo (82/230) Einar Þorsteinn Ólafsson, Valur (0/0) Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (13/14) Elvar Ásgeirsson, Nancy (0/0) Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (46/120) Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (32/51) Haukur Þrastarson, Lomza Vive Kielce (20/22) Hákon Daði Styrmisson, Gummersbach (6/23) Kristján Örn Kristjánsson, Pauc Handball (12/18) Óðinn Þór Ríkharðsson, KA (14/44) Ólafur Guðmundsson, Montpellier Handball (133/266) Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (56/150) Sveinn Jóhannsson, SönderjyskE Håndball (12/24) Teitur Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (21/22) Viggó Kristjánsson, Stuttgart (21/55) Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (52/23)
Handbolti EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Sjá meira