„Ég held að við þurfum aðeins að endurskoða stöðuna“ Snorri Másson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 26. október 2021 18:54 Karl Andersen, forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu spítalans. Vísir/Þ Forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu Landspítala, teljur að endurskoða þurfi fyrirætlanir stjórnvalda um að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi, í ljósi fjölgunar smita í samfélaginu. Rætt var við Karl Andersen, forstöðumann hjarta- og æðaþjónustu Landspítalans, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Í dag var greint frá því að sex manna hópsmit væri komið upp á hjartaskurðdeild spítalans. Þar af væri einn starfsmaður smitaður. „Það er mjög viðkvæmt, þetta eru veikir sjúklingar og þeir eru nýbúnir að fara í hjartaaðgerð. Það er alls ekki gott að fá smit inn á spítalann yfirleitt,“ sagði Karl í samtali við fréttastofu nú í kvöld. Hann segir óhjákvæmilegt að smit rati inn á spítalann, í ljósi fjölda smitaðra í samfélaginu og bendir á að nú greinist um 80 til 90 manns með veiruna á degi hverjum og yfir 800 séu í eftirliti Covid-göngudeildar spítalans. „Þetta var alveg fyrirséð, að það myndi á einhverjum tímapunkti berast smit inn á spítalann aftur. Og það á eftir að gerast aftur,“ segir Karl. Aðspurður segist hann hafa nokkrar áhyggjur af því að ráðist verði í allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana 18. nóvember næstkomandi, líkt og stjórnvöld hafa boðað. „Ég held að við höfum miklar áhyggjur af því að það verði allsherjaraflétting 18. nóvember. Ég held að við þurfum aðeins að endurskoða stöðuna í ljósi þess sem er að gerast núna þessa dagana og endurmeta það.“ Ekki verið ákveðið að breyta stefnunni Heilbrigðisráðherra hefur boðað afléttingu allra samkomutakmarkana 18. nóvember en í ljósi hárra smittalna undanfarna daga og hópsmits meðal hjartasjúklinga á Landspítala ríkir ákveðin óvissa um þær fyrirætlanir. Svandís Svavarsdóttir upplýsti fréttastofu um að náið væri fylgst með þróuninni en að engin ákvörðun hafi verið tekin í bili um stefnubreytingu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að atburðir helgarinnar settu afléttingaráætlunina ekki í uppnám. „Eins og komið hefur fram ítrekað hjá okkur eru allar okkar áætlanir háðar því hvernig faraldurinn þróast og hvort að einhverjir óvæntir atburðir verða. Það er náttúrulega bara það sem við höfum lært í tengslum við þessa veiru, að það er aldrei hægt að lofa neinu endanlega,“ segir Katrín. Raunheimar ráða för Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að veiran sé búin að dreifa vel úr sér í samfélaginu, en samtals greindust 80 með veiruna í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðunni.Vísir/Egill „Menn eru með einhverja framtíðarsýn, hvernig þeir vilja hafa þetta, en svo verða bara raunheimar að stýra aðgerðum svolítið. Ég held að það hljóti að verða þannig núna. Það eru náttúrulega stjórnvöld og ráðherra sem ráða þessu endanlega en ég held að ef við förum að fá mikla aukningu á spítalann, held ég að menn þurfi náttúrulega að endurmeta þær áætlanir,“ sagði Þórólfur. Sóttvarnalæknir minnti á að hér sé ekki lengur verið að einblína á fjölda smitaðra, heldur fjölda innlagna. Í Danmörku hafi þó sífellt fleiri greinst smitaðir undanfarið og innlagnir fylgt í kjölfarið. „Þetta er svona að gerast þetta sem maður óttaðist en hversu mikið það verður það veit maður ekki,“ sagði Þórólfur. Og stendur til að grípa jafnvel fyrr í taumana? „Það verður að skýrast af því hvað gerist á spítalanum núna næstu daga.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Víðir óttast bakslag: „Vonandi hef ég rangt fyrir mér“ Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að einangrun barna og þeirra sem fengið hafa bólusetningu við kórónuveirunni verði stytt. Þó liggur ekki fyrir um hversu langan tíma einangrun verður stytt. Yfirlögregluþjónn óttast að bakslag í baráttunni við veiruna sé hafið. 25. október 2021 18:53 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Rætt var við Karl Andersen, forstöðumann hjarta- og æðaþjónustu Landspítalans, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Í dag var greint frá því að sex manna hópsmit væri komið upp á hjartaskurðdeild spítalans. Þar af væri einn starfsmaður smitaður. „Það er mjög viðkvæmt, þetta eru veikir sjúklingar og þeir eru nýbúnir að fara í hjartaaðgerð. Það er alls ekki gott að fá smit inn á spítalann yfirleitt,“ sagði Karl í samtali við fréttastofu nú í kvöld. Hann segir óhjákvæmilegt að smit rati inn á spítalann, í ljósi fjölda smitaðra í samfélaginu og bendir á að nú greinist um 80 til 90 manns með veiruna á degi hverjum og yfir 800 séu í eftirliti Covid-göngudeildar spítalans. „Þetta var alveg fyrirséð, að það myndi á einhverjum tímapunkti berast smit inn á spítalann aftur. Og það á eftir að gerast aftur,“ segir Karl. Aðspurður segist hann hafa nokkrar áhyggjur af því að ráðist verði í allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana 18. nóvember næstkomandi, líkt og stjórnvöld hafa boðað. „Ég held að við höfum miklar áhyggjur af því að það verði allsherjaraflétting 18. nóvember. Ég held að við þurfum aðeins að endurskoða stöðuna í ljósi þess sem er að gerast núna þessa dagana og endurmeta það.“ Ekki verið ákveðið að breyta stefnunni Heilbrigðisráðherra hefur boðað afléttingu allra samkomutakmarkana 18. nóvember en í ljósi hárra smittalna undanfarna daga og hópsmits meðal hjartasjúklinga á Landspítala ríkir ákveðin óvissa um þær fyrirætlanir. Svandís Svavarsdóttir upplýsti fréttastofu um að náið væri fylgst með þróuninni en að engin ákvörðun hafi verið tekin í bili um stefnubreytingu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að atburðir helgarinnar settu afléttingaráætlunina ekki í uppnám. „Eins og komið hefur fram ítrekað hjá okkur eru allar okkar áætlanir háðar því hvernig faraldurinn þróast og hvort að einhverjir óvæntir atburðir verða. Það er náttúrulega bara það sem við höfum lært í tengslum við þessa veiru, að það er aldrei hægt að lofa neinu endanlega,“ segir Katrín. Raunheimar ráða för Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að veiran sé búin að dreifa vel úr sér í samfélaginu, en samtals greindust 80 með veiruna í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðunni.Vísir/Egill „Menn eru með einhverja framtíðarsýn, hvernig þeir vilja hafa þetta, en svo verða bara raunheimar að stýra aðgerðum svolítið. Ég held að það hljóti að verða þannig núna. Það eru náttúrulega stjórnvöld og ráðherra sem ráða þessu endanlega en ég held að ef við förum að fá mikla aukningu á spítalann, held ég að menn þurfi náttúrulega að endurmeta þær áætlanir,“ sagði Þórólfur. Sóttvarnalæknir minnti á að hér sé ekki lengur verið að einblína á fjölda smitaðra, heldur fjölda innlagna. Í Danmörku hafi þó sífellt fleiri greinst smitaðir undanfarið og innlagnir fylgt í kjölfarið. „Þetta er svona að gerast þetta sem maður óttaðist en hversu mikið það verður það veit maður ekki,“ sagði Þórólfur. Og stendur til að grípa jafnvel fyrr í taumana? „Það verður að skýrast af því hvað gerist á spítalanum núna næstu daga.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Víðir óttast bakslag: „Vonandi hef ég rangt fyrir mér“ Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að einangrun barna og þeirra sem fengið hafa bólusetningu við kórónuveirunni verði stytt. Þó liggur ekki fyrir um hversu langan tíma einangrun verður stytt. Yfirlögregluþjónn óttast að bakslag í baráttunni við veiruna sé hafið. 25. október 2021 18:53 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Víðir óttast bakslag: „Vonandi hef ég rangt fyrir mér“ Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að einangrun barna og þeirra sem fengið hafa bólusetningu við kórónuveirunni verði stytt. Þó liggur ekki fyrir um hversu langan tíma einangrun verður stytt. Yfirlögregluþjónn óttast að bakslag í baráttunni við veiruna sé hafið. 25. október 2021 18:53