Hvítur Scheffer og franskur fjárhundur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. október 2021 07:06 Ingunn Birta og Meiko á hundasýningunni í Ölfusi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hundarnir Frídó og Meiko eiga ekki annað sameiginlegt en að vera hundar því þeir eru mjög ólíkir. Annar er hvítur Scheffer og hinn er franskur fjárhundur með mikinn felld. Báðir vöktu þeir mikla athygli á hundasýningu, sem þeir tóku þátt í. Hundasýningin fór nýlega fram í reiðhöllinni á Sunnuhvoli í Ölfusi en þar var fjöldi hunda af ýmsum tegundum skráðir til leiks. Sýningin var deildarsýning Fjár- og hjarðhundadeildar Hundaræktarfélags Íslands. Hundurinn Frídó tuttugu mánaða var að taka þátt í annarri sýningunni sinni en hann er franskur fjárhundur, sem eru miklir feldhundar eins og sést. Ásta Gísladóttir er eigandi og ræktandi Frídós. „Já, þeir eru mjög fallegir, feldurinn gerir rosalega mikið fyrir þá en maður þarf að greiða svolítið, það þarf að greiða, baða og blása en það er alveg þess virði, ofsalega skemmtilegir,“ segir Ásta. Það er mikill leikur í Frídó en hann er svo stór að hann er eins og kálfur þegar hann stekkur upp á fólk. Frídó með eigendum og ræktendum sínum en hann er franskur fjárhundur með mikinn loðfelld.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvítur Scheffer vakti líka mikla athygli á hundasýningunni en það er mjög lítið um hvíta Scheffera á Íslandi. Hundurinn heitir Meiko og er átta ára gamall. Hjördís Ásgeirsdóttir er eini virki ræktandi tegundarinnar í augnablikinu á Íslandi. „Hann var sjöundi hundurinn innfluttur af þessari tegund þannig að hann er tiltölulega lítil tegund, það eru innan við 50 hundar á landinu en þetta er svolítið að stækka og það er að miklu leyti honum að þakka þar sem hann hefur átt mörg got,“ segir Ingunn Birta Ómarsdóttir sýnandi Meikos Þannig að þetta er hvítur Scheffer? „Tæknilega já, hann er tengdur þýska Scheffernum en telst núna, sem önnur tegund er alveg sér tegund, sem heitir White Swiss Shepherd en tegundin er oft kölluð hvítur Scheffer. Þetta er alveg æðisleg tegund, ofboðslega vinaleg og gælinn. Þeir eru líka ótrúlega skemmtilegir í hreyfingu, gaman að vera með þeim, þeir eru vinnuglaðir, finnst mjög gaman að vinna með fólki, eru húsbóndahollir og góðir,“ bætir Ingunn Birta við. Ölfus Hundar Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Hundasýningin fór nýlega fram í reiðhöllinni á Sunnuhvoli í Ölfusi en þar var fjöldi hunda af ýmsum tegundum skráðir til leiks. Sýningin var deildarsýning Fjár- og hjarðhundadeildar Hundaræktarfélags Íslands. Hundurinn Frídó tuttugu mánaða var að taka þátt í annarri sýningunni sinni en hann er franskur fjárhundur, sem eru miklir feldhundar eins og sést. Ásta Gísladóttir er eigandi og ræktandi Frídós. „Já, þeir eru mjög fallegir, feldurinn gerir rosalega mikið fyrir þá en maður þarf að greiða svolítið, það þarf að greiða, baða og blása en það er alveg þess virði, ofsalega skemmtilegir,“ segir Ásta. Það er mikill leikur í Frídó en hann er svo stór að hann er eins og kálfur þegar hann stekkur upp á fólk. Frídó með eigendum og ræktendum sínum en hann er franskur fjárhundur með mikinn loðfelld.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvítur Scheffer vakti líka mikla athygli á hundasýningunni en það er mjög lítið um hvíta Scheffera á Íslandi. Hundurinn heitir Meiko og er átta ára gamall. Hjördís Ásgeirsdóttir er eini virki ræktandi tegundarinnar í augnablikinu á Íslandi. „Hann var sjöundi hundurinn innfluttur af þessari tegund þannig að hann er tiltölulega lítil tegund, það eru innan við 50 hundar á landinu en þetta er svolítið að stækka og það er að miklu leyti honum að þakka þar sem hann hefur átt mörg got,“ segir Ingunn Birta Ómarsdóttir sýnandi Meikos Þannig að þetta er hvítur Scheffer? „Tæknilega já, hann er tengdur þýska Scheffernum en telst núna, sem önnur tegund er alveg sér tegund, sem heitir White Swiss Shepherd en tegundin er oft kölluð hvítur Scheffer. Þetta er alveg æðisleg tegund, ofboðslega vinaleg og gælinn. Þeir eru líka ótrúlega skemmtilegir í hreyfingu, gaman að vera með þeim, þeir eru vinnuglaðir, finnst mjög gaman að vinna með fólki, eru húsbóndahollir og góðir,“ bætir Ingunn Birta við.
Ölfus Hundar Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira