The Athletic fjallar ítarlega um KSÍ-málið: „Víkingaklappið er að eilífu eyðilagt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 10:51 Öll spjót hafa staðið á KSÍ á undanförnum vikum. vísir/vilhelm Fjallað er ítarlega um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í grein The Athletic sem birtist í morgun. Stuart James, blaðamaður The Athletic, gerði sér ferð til Íslands fyrir leikinn gegn Armeníu í undankeppni HM fyrr í þessum mánuði og ræddi við fjölda fólks um storminn sem hefur geysað í kringum karlalandsliðið og KSÍ undanfarnar vikur. Meðal þeirra sem James ræddi við eru Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, meðlimir baráttuhópsins Öfga, Vanda Sigurgeirsdóttir, Sigurður G. Guðjónsson og lögmenn Kolbeins Sigþórssonar og Arons Einars Gunnarssonar. Í greininni, sem er afar vegleg, eru atburðir síðustu vikna reifaðir, hvernig ásakanir um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna landsliðsins urðu til þess að formaður KSÍ, Guðni Bergsson, og stjórn sambandsins sögðu af sér. Hetjurnar orðnar að skúrkum? Farið er yfir það hvernig ímynd landsliðsins hefur breyst, frá því að þjóðhetjur sem komust á tvö stórmót og vöktu athygli heimsbyggðarinnar yfir í það að ekki nema tæplega 1.700 manns gerðu sér ferð á Laugardalsvöllinn til að fylgjast með leiknum gegn Armeníu. „Í jafn fámennu landi og Íslandi, þar sem innan við fjögur hundruð þúsund manns búa og árangur landsliðsins tengist þjóðarstoltinu, hefur þessi saga fangað huga fólks. Eru sumar af hetjunum þeirra núna skúrkar? Var ekki allt sem sýndist í þessu ævintýri? Hvað eiga foreldrar að segja við börnin sín um allt þetta?“ segir í greininni. Þar segir jafnframt að sagan sé hræðileg á svo mörgum sviðum og hún verði áfram í deiglunni um ókominn tíma. Sem fyrr sagði er rætt við meðlimi baráttuhópsins Öfga í greininni. Meðal þeirra er Ólöf Tara Harðardóttir en ummæli hennar koma fyrir í titli greinarinnar, „Víkingaklappið er eyðilagt að eilífu: Íslenski kynferðisafbrotaskandallinn.“ „Fyrir mig, sem elskaði landsliðið, mun það taka mig langan tíma að geta horft aftur á það spila,“ sagði Ólöf. „Víkingaklappið er að eyðilagt að eilífu. Aldrei aftur. Andlit þess er einhver sem ég er alfarið á móti,“ bætti hún við og vísaði til landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar sem er einn þeirra sem hefur verið sakaður um kynferðisbrot. Hvattar til að drepa sig Meðlimir Öfga segjast hafa orðið fyrir aðkasti vegna baráttu sinnar og fengið ljót skilaboð. „Fólk er mjög reitt út í okkur og segir að við höfum eyðilagt fótboltann fyrir þeim,“ sagði Hulda Hrund Sigmundsdóttir. „Við fáum svo mörg skilaboð þar sem við erum til dæmis hvattar til að drepa okkur og segja að það þurfi að nauðga okkur. Og að við vitum ekkert um fótbolta,“ sagði Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir. Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Stuart James, blaðamaður The Athletic, gerði sér ferð til Íslands fyrir leikinn gegn Armeníu í undankeppni HM fyrr í þessum mánuði og ræddi við fjölda fólks um storminn sem hefur geysað í kringum karlalandsliðið og KSÍ undanfarnar vikur. Meðal þeirra sem James ræddi við eru Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, meðlimir baráttuhópsins Öfga, Vanda Sigurgeirsdóttir, Sigurður G. Guðjónsson og lögmenn Kolbeins Sigþórssonar og Arons Einars Gunnarssonar. Í greininni, sem er afar vegleg, eru atburðir síðustu vikna reifaðir, hvernig ásakanir um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna landsliðsins urðu til þess að formaður KSÍ, Guðni Bergsson, og stjórn sambandsins sögðu af sér. Hetjurnar orðnar að skúrkum? Farið er yfir það hvernig ímynd landsliðsins hefur breyst, frá því að þjóðhetjur sem komust á tvö stórmót og vöktu athygli heimsbyggðarinnar yfir í það að ekki nema tæplega 1.700 manns gerðu sér ferð á Laugardalsvöllinn til að fylgjast með leiknum gegn Armeníu. „Í jafn fámennu landi og Íslandi, þar sem innan við fjögur hundruð þúsund manns búa og árangur landsliðsins tengist þjóðarstoltinu, hefur þessi saga fangað huga fólks. Eru sumar af hetjunum þeirra núna skúrkar? Var ekki allt sem sýndist í þessu ævintýri? Hvað eiga foreldrar að segja við börnin sín um allt þetta?“ segir í greininni. Þar segir jafnframt að sagan sé hræðileg á svo mörgum sviðum og hún verði áfram í deiglunni um ókominn tíma. Sem fyrr sagði er rætt við meðlimi baráttuhópsins Öfga í greininni. Meðal þeirra er Ólöf Tara Harðardóttir en ummæli hennar koma fyrir í titli greinarinnar, „Víkingaklappið er eyðilagt að eilífu: Íslenski kynferðisafbrotaskandallinn.“ „Fyrir mig, sem elskaði landsliðið, mun það taka mig langan tíma að geta horft aftur á það spila,“ sagði Ólöf. „Víkingaklappið er að eyðilagt að eilífu. Aldrei aftur. Andlit þess er einhver sem ég er alfarið á móti,“ bætti hún við og vísaði til landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar sem er einn þeirra sem hefur verið sakaður um kynferðisbrot. Hvattar til að drepa sig Meðlimir Öfga segjast hafa orðið fyrir aðkasti vegna baráttu sinnar og fengið ljót skilaboð. „Fólk er mjög reitt út í okkur og segir að við höfum eyðilagt fótboltann fyrir þeim,“ sagði Hulda Hrund Sigmundsdóttir. „Við fáum svo mörg skilaboð þar sem við erum til dæmis hvattar til að drepa okkur og segja að það þurfi að nauðga okkur. Og að við vitum ekkert um fótbolta,“ sagði Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir. Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira