Sex hundruð starfsmenn á Landspítalanum eru óbólusettir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2021 13:10 Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækinga- og bráðaþjónustu á Landspítala, er svartsýnn á stöðu spítalans í bréfi sem birtist í dag. Vísir/Vilhelm „Gripið hefur um sig óraunsæ bjartsýni í samfélaginu sem hefur smitast inn í stjórnmálin og lýsir sér með umræðum um miklar afléttingar og frelsi - nokkuð sem faraldurinn leyfir ekki endilega því ennþá eru að greinast 50-90 nýir sjúklingar á dag.“ Þetta segir í svartsýnu bréfi Más Kristjánssonar, forstöðumanns lyflækninga- og bráðaþjónustu á Landspítala, sem birtist á vef Landspítalans í dag. Már skrifar bréfið fyrir hönd farsóttaranefndar spítalans og segir ástandið á spítalanum mjög svart. Kemur fram að sex hundruð starfsmenn spítalans séu óbólusettir. „Langvarandi álag og erfiðleikar í starfsemi Landspítala eru öllum kunnir og kom faraldur Covid-19 sem olía á þann eld. Nú eru nær allar stéttir að upplifa langvarandi þreytu vegna faraldursins,“ skrifar Már í bréfinu. Fjöldinn á Covid-göngudeildinni slagi í um 800 og að meðaltali leggist einn sjúklingur inn á spítalann á dag vegna Covid-19. Þá greinist þrír til níu sjúklingar eða starfsmenn, að sögn Más, daglega óvænt með Covid-19 og ráðast þurfi í mikla rakninga- og sóttkvíarvinnu vegna þess. „Sem dæmi var 21 óvænt greining sjúklinga/starfsmanna eða útsetning frá heimsóknargestum um helgina sem setti marga í sóttkví eða einangrun!“ Enn meira en 600 starfsmenn Landspítala óbólusettir Hann segir mikilvægt að muna að ef loka þurfi þjónustu á Landspítala eigi sjúklingar ekki í önnur hús að vernda til að fá þá þjónustu sem þeir þurfa. Þá hafi þátttaka starfsmanna í bólusetningum hafa verið nokkuð góð en enn séu meira en 600 starfsmenn Landspítala óbólusettir. „Þátttaka í bólusetningum starfsmanna hefur verið nokkuð góð - um 90% eru fullbólusettir og þátttaka í endurbólusetningum var um 60%. Ennþá eru yfir 600 starfsmenn óbólusettir, af ýmsum ástæðum. Sjúklingar eru almennt vel bólusettir, sérstaklega eldri hóparnir,“ skrifar Már. „Hins vegar vitum við að eldri og ónæmisbældir sjúklingar svara bóluefnum misvel, því sjáum við allnokkuð af smitum í þessum hópi, margir í þeim orðið mjög veikir og nokkrir látist nú í haust. Við erum því neydd til að grípa til umfangsmeiri aðgerða á Landspítala en þörf er á úti í samfélaginu.“ Enn í hringiðunni Már segir Landspítala enn í hringiðunni og nauðsynlegt sé að vanda sig vel í vinnu eins og áður. Grímunotkun starfsmanna hafi til að mynda margsannað gildi sitt inni á Landspítala. Meira en átta hundruð starfsmenn spítalans smitast af veirunni eða verið útsettir en enginn þeirra smitað sjúkling þegar grímur voru notaðar. „Engin smit hafa orðið frá starfsmönnum til sjúklinga þegar grímur hafa verið notaðar og ekki heldur milli starfsmanna ef reglum hefur verið fylgt (grímunotkun og fjarlægðarmörk). Hins vegar hafa orðið nokkur smit il starfsmanna bæði frá samstarfsfólki og eins frá sjúklingum þegar reglum um bólusetningar, grímunotkun og fjarlægðarmörk hefur ekki verið fylgt,“ skrifar Már. Hann bendir á að stórir faraldrar geisi nú í skólum á öllum stigum og smit í eldri hópum sem tengjast Landspítala hafi aukist. Þá fari tíðni smita hratt vaxandi auk þess sem hópsmit sé nú komið upp á hjartaskurðdeild með þeim afleiðingum að smitsjúkdómadeild var breytt í farsóttareiningu. Viðbragðsstig spítalans sé jafnframt í endurskoðun. „Við erum því ennþá í hringiðunni og verðum að vanda okkur vel í vinnu, nú sem fyrr.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Þórólfur svartsýnn og segir ekki lengur samstöðu um aðgerðir Sóttvarnalæknir er afar svartsýnn vegna fjölda smitaðra síðustu daga. Hann óttast álag á spítalann og róðurinn sé þungur núna þegar sóttvarnaaðgerðir njóti minni stuðnings í samfélaginu, þar á meðal lítils stuðnings meðal ráðherra. 27. október 2021 12:02 Þrettán nú inniliggjandi vegna Covid-19 Þrettán sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna COVID-19. Um mikla fjölgun er að ræða milli daga, en á mánudaginn voru sjö inniliggjandi. 27. október 2021 10:21 84 greindust smitaðir af veirunni í gær Áttatíu og fjórir greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 35 þeirra voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 49 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. 27. október 2021 10:14 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Þetta segir í svartsýnu bréfi Más Kristjánssonar, forstöðumanns lyflækninga- og bráðaþjónustu á Landspítala, sem birtist á vef Landspítalans í dag. Már skrifar bréfið fyrir hönd farsóttaranefndar spítalans og segir ástandið á spítalanum mjög svart. Kemur fram að sex hundruð starfsmenn spítalans séu óbólusettir. „Langvarandi álag og erfiðleikar í starfsemi Landspítala eru öllum kunnir og kom faraldur Covid-19 sem olía á þann eld. Nú eru nær allar stéttir að upplifa langvarandi þreytu vegna faraldursins,“ skrifar Már í bréfinu. Fjöldinn á Covid-göngudeildinni slagi í um 800 og að meðaltali leggist einn sjúklingur inn á spítalann á dag vegna Covid-19. Þá greinist þrír til níu sjúklingar eða starfsmenn, að sögn Más, daglega óvænt með Covid-19 og ráðast þurfi í mikla rakninga- og sóttkvíarvinnu vegna þess. „Sem dæmi var 21 óvænt greining sjúklinga/starfsmanna eða útsetning frá heimsóknargestum um helgina sem setti marga í sóttkví eða einangrun!“ Enn meira en 600 starfsmenn Landspítala óbólusettir Hann segir mikilvægt að muna að ef loka þurfi þjónustu á Landspítala eigi sjúklingar ekki í önnur hús að vernda til að fá þá þjónustu sem þeir þurfa. Þá hafi þátttaka starfsmanna í bólusetningum hafa verið nokkuð góð en enn séu meira en 600 starfsmenn Landspítala óbólusettir. „Þátttaka í bólusetningum starfsmanna hefur verið nokkuð góð - um 90% eru fullbólusettir og þátttaka í endurbólusetningum var um 60%. Ennþá eru yfir 600 starfsmenn óbólusettir, af ýmsum ástæðum. Sjúklingar eru almennt vel bólusettir, sérstaklega eldri hóparnir,“ skrifar Már. „Hins vegar vitum við að eldri og ónæmisbældir sjúklingar svara bóluefnum misvel, því sjáum við allnokkuð af smitum í þessum hópi, margir í þeim orðið mjög veikir og nokkrir látist nú í haust. Við erum því neydd til að grípa til umfangsmeiri aðgerða á Landspítala en þörf er á úti í samfélaginu.“ Enn í hringiðunni Már segir Landspítala enn í hringiðunni og nauðsynlegt sé að vanda sig vel í vinnu eins og áður. Grímunotkun starfsmanna hafi til að mynda margsannað gildi sitt inni á Landspítala. Meira en átta hundruð starfsmenn spítalans smitast af veirunni eða verið útsettir en enginn þeirra smitað sjúkling þegar grímur voru notaðar. „Engin smit hafa orðið frá starfsmönnum til sjúklinga þegar grímur hafa verið notaðar og ekki heldur milli starfsmanna ef reglum hefur verið fylgt (grímunotkun og fjarlægðarmörk). Hins vegar hafa orðið nokkur smit il starfsmanna bæði frá samstarfsfólki og eins frá sjúklingum þegar reglum um bólusetningar, grímunotkun og fjarlægðarmörk hefur ekki verið fylgt,“ skrifar Már. Hann bendir á að stórir faraldrar geisi nú í skólum á öllum stigum og smit í eldri hópum sem tengjast Landspítala hafi aukist. Þá fari tíðni smita hratt vaxandi auk þess sem hópsmit sé nú komið upp á hjartaskurðdeild með þeim afleiðingum að smitsjúkdómadeild var breytt í farsóttareiningu. Viðbragðsstig spítalans sé jafnframt í endurskoðun. „Við erum því ennþá í hringiðunni og verðum að vanda okkur vel í vinnu, nú sem fyrr.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Þórólfur svartsýnn og segir ekki lengur samstöðu um aðgerðir Sóttvarnalæknir er afar svartsýnn vegna fjölda smitaðra síðustu daga. Hann óttast álag á spítalann og róðurinn sé þungur núna þegar sóttvarnaaðgerðir njóti minni stuðnings í samfélaginu, þar á meðal lítils stuðnings meðal ráðherra. 27. október 2021 12:02 Þrettán nú inniliggjandi vegna Covid-19 Þrettán sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna COVID-19. Um mikla fjölgun er að ræða milli daga, en á mánudaginn voru sjö inniliggjandi. 27. október 2021 10:21 84 greindust smitaðir af veirunni í gær Áttatíu og fjórir greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 35 þeirra voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 49 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. 27. október 2021 10:14 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Þórólfur svartsýnn og segir ekki lengur samstöðu um aðgerðir Sóttvarnalæknir er afar svartsýnn vegna fjölda smitaðra síðustu daga. Hann óttast álag á spítalann og róðurinn sé þungur núna þegar sóttvarnaaðgerðir njóti minni stuðnings í samfélaginu, þar á meðal lítils stuðnings meðal ráðherra. 27. október 2021 12:02
Þrettán nú inniliggjandi vegna Covid-19 Þrettán sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna COVID-19. Um mikla fjölgun er að ræða milli daga, en á mánudaginn voru sjö inniliggjandi. 27. október 2021 10:21
84 greindust smitaðir af veirunni í gær Áttatíu og fjórir greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 35 þeirra voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 49 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. 27. október 2021 10:14