Flaug fjóra metra vegna loftstreymis frá einkaþotu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2021 14:04 Byltan var myndarleg. Hún var myndarleg byltan sem flugáhugamaðurinn Benedikt Sveinsson fékk er hann var að fylgjast með einkaþotu hefja flugtak á Reykjavíkurflugvelli á dögunum. Lofstreymi frá hreyflum vélarinnar feykti honum um koll út á Suðurgötuna. Spurningamerki hefur verið sett við öryggi vegfarenda á þessum slóðum í umræðum um málið. Mbl.is birti í gær myndskeið sem vakið hefur töluverða athygli. Það er tekið úr fjarlægð þar sem sjá má Bombardier Global 5000 einkaþotu undirbúa flugtak á Reykjavíkurflugvelli, ekki vildi svo betur til en að vegfarandi sem þar var staddur til að fylgjast með flugtakinu fauk út á Suðurgötuna þegar flugmenn vélarinnar gáfu hreyflunum afl. Sá sér leik á borði Þessi vegfarandi er Benedikt Sveinsson, sem sjálfur birti myndskeið af byltunni, á Facebook-síðu hans. Myndskeiðið og byltuna, sem sjá má hér að neðan, náði Benedikt á myndband er hann ætlaði að ná einstöku myndbandi af flugtaki vélarinnar. „Ég er flugáhugamaður. Ég sá að þarna var hliðarvindur og stór þota að fara í loftið, mig langaði til að ná flottri eftirmynd af henni. Ég hef tekið svona myndir áður en alltaf verið til hliðar,“ segir hann í samtali við Vísi. Sá hann sér því leik á borði með fyrrgreindum afleiðingum. „Ég ákvað í einhverri rælni að fara beint fyrir aftan hana. Ég var alltaf að passa mig að fá ekki eitthvað grjót í mig þannig að ég hélt ekki í girðinguna. Ég átti aldrei von á því að ég myndi bara fjúka. Kannski detta en ekki fara út á götu,“ segir Benedikt sem telur að hann hafi fokið einhverja fjóra metra, inn á miðja Suðurgötuna. Varð ekki meint af Honum varð ekki meint af byltunni og birti hann myndskeiðið á Facebook að eigin sögn, mest í gríni. Eftir á að hyggja hafi hann þó farið að velta því fyrir sér hversu gáfulegt það væri að vegfarendur um Suðurgötuna ættu það á hættu að fá á sig svo öflugt loftstreymi frá flugvélum með mögulegum slæmum afleiðingum. „Fólk er ekkert að pæla í þessum flugvélum, þær eru að fara þarna í loftið oft og mörgum sinnum. Ég stoppaði vissulega af því að þetta var stór einkaþota en það eru stórar vélar að fara þarna í loftið alveg fram og til baka,“ segir Benedikt. Stöðugur straumur einkaflugvéla hefur verið gegnum Reykjavíkurflugvöll upp á síðkastið, og eru þeir bæði fleiri og stærri en áður. Nokkur umræða hefur skapast um málið, þar á meðal á Twitter-síðu Gísla Marteins Baldurssonar fjölmiðlamanns, sem hefur ekki legið á skoðunum sínum um að Reykjavíkurflugvöllur eigi ekki heima í Vatnsmýrinni. „Náttúrulega fullkomlega eðlilegt að venjulegum fótgangandi borgurum á gangstéttum sé feykt um koll af einkaþotum milljarðamæringa á flugvelli sem tekur burt byggingarland fyrir 30 þúsund manns,“ skrifar Gísli Marteinn á Twitter þar sem hann bendir á að fjöldi fólks noti þessa gangstétt. Eins og ljósmyndarinn sem fauk bendir sjálfur á þá er hann ca 100 kg og fauk út á Suðurgötuna og hann spyr: Hvað ef þetta hefði verið krakki á hjóli? Og hvað ef bíll hefði verið að koma aðvífandi? Þetta er gangstétt sem fjöldi fólks notar. Burt með þennan flugvöll. pic.twitter.com/PUcMx09Poa— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) October 26, 2021 Sjálfur vekur Benedikt athygli á því að það þurfi alla jafna þó nokkurn kraft til þess að hagga sér, og spyr hvað hefði gerst ef barn hefði verið á leið hjá þegar flugvélin tók af stað. Benedikt býr í Skerjafirðinum og á hann og fjölskylda hans oft leið framhjá flugbrautarendanum. „Ef að stelpan mín væri að hjóla þarna framhjá, 40 kíló, hún myndi fara beint út á götu fyrir bíl.“ Vísir hefur lagt inn fyrirspurn til Isavia, sem rekur Reykjavíkurflugvöll, vegna málsins og spurt um ráðstafanir til að tryggja öryggi vegfarenda við enda flugbrautarinnar. Fréttir af flugi Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Algjör sprenging“ í einkafluginu Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi. 14. júlí 2021 07:00 Þotuliðið sýnir Íslandsferðum áhuga Í sölukerfum Bláa lónsins má sjá vísbendingar þess að auðmenn á einkaþotum séu farnir að sýna Íslandsferðum áhuga, að sögn forstjórans. 29. maí 2020 11:30 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Mbl.is birti í gær myndskeið sem vakið hefur töluverða athygli. Það er tekið úr fjarlægð þar sem sjá má Bombardier Global 5000 einkaþotu undirbúa flugtak á Reykjavíkurflugvelli, ekki vildi svo betur til en að vegfarandi sem þar var staddur til að fylgjast með flugtakinu fauk út á Suðurgötuna þegar flugmenn vélarinnar gáfu hreyflunum afl. Sá sér leik á borði Þessi vegfarandi er Benedikt Sveinsson, sem sjálfur birti myndskeið af byltunni, á Facebook-síðu hans. Myndskeiðið og byltuna, sem sjá má hér að neðan, náði Benedikt á myndband er hann ætlaði að ná einstöku myndbandi af flugtaki vélarinnar. „Ég er flugáhugamaður. Ég sá að þarna var hliðarvindur og stór þota að fara í loftið, mig langaði til að ná flottri eftirmynd af henni. Ég hef tekið svona myndir áður en alltaf verið til hliðar,“ segir hann í samtali við Vísi. Sá hann sér því leik á borði með fyrrgreindum afleiðingum. „Ég ákvað í einhverri rælni að fara beint fyrir aftan hana. Ég var alltaf að passa mig að fá ekki eitthvað grjót í mig þannig að ég hélt ekki í girðinguna. Ég átti aldrei von á því að ég myndi bara fjúka. Kannski detta en ekki fara út á götu,“ segir Benedikt sem telur að hann hafi fokið einhverja fjóra metra, inn á miðja Suðurgötuna. Varð ekki meint af Honum varð ekki meint af byltunni og birti hann myndskeiðið á Facebook að eigin sögn, mest í gríni. Eftir á að hyggja hafi hann þó farið að velta því fyrir sér hversu gáfulegt það væri að vegfarendur um Suðurgötuna ættu það á hættu að fá á sig svo öflugt loftstreymi frá flugvélum með mögulegum slæmum afleiðingum. „Fólk er ekkert að pæla í þessum flugvélum, þær eru að fara þarna í loftið oft og mörgum sinnum. Ég stoppaði vissulega af því að þetta var stór einkaþota en það eru stórar vélar að fara þarna í loftið alveg fram og til baka,“ segir Benedikt. Stöðugur straumur einkaflugvéla hefur verið gegnum Reykjavíkurflugvöll upp á síðkastið, og eru þeir bæði fleiri og stærri en áður. Nokkur umræða hefur skapast um málið, þar á meðal á Twitter-síðu Gísla Marteins Baldurssonar fjölmiðlamanns, sem hefur ekki legið á skoðunum sínum um að Reykjavíkurflugvöllur eigi ekki heima í Vatnsmýrinni. „Náttúrulega fullkomlega eðlilegt að venjulegum fótgangandi borgurum á gangstéttum sé feykt um koll af einkaþotum milljarðamæringa á flugvelli sem tekur burt byggingarland fyrir 30 þúsund manns,“ skrifar Gísli Marteinn á Twitter þar sem hann bendir á að fjöldi fólks noti þessa gangstétt. Eins og ljósmyndarinn sem fauk bendir sjálfur á þá er hann ca 100 kg og fauk út á Suðurgötuna og hann spyr: Hvað ef þetta hefði verið krakki á hjóli? Og hvað ef bíll hefði verið að koma aðvífandi? Þetta er gangstétt sem fjöldi fólks notar. Burt með þennan flugvöll. pic.twitter.com/PUcMx09Poa— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) October 26, 2021 Sjálfur vekur Benedikt athygli á því að það þurfi alla jafna þó nokkurn kraft til þess að hagga sér, og spyr hvað hefði gerst ef barn hefði verið á leið hjá þegar flugvélin tók af stað. Benedikt býr í Skerjafirðinum og á hann og fjölskylda hans oft leið framhjá flugbrautarendanum. „Ef að stelpan mín væri að hjóla þarna framhjá, 40 kíló, hún myndi fara beint út á götu fyrir bíl.“ Vísir hefur lagt inn fyrirspurn til Isavia, sem rekur Reykjavíkurflugvöll, vegna málsins og spurt um ráðstafanir til að tryggja öryggi vegfarenda við enda flugbrautarinnar.
Fréttir af flugi Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Algjör sprenging“ í einkafluginu Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi. 14. júlí 2021 07:00 Þotuliðið sýnir Íslandsferðum áhuga Í sölukerfum Bláa lónsins má sjá vísbendingar þess að auðmenn á einkaþotum séu farnir að sýna Íslandsferðum áhuga, að sögn forstjórans. 29. maí 2020 11:30 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
„Algjör sprenging“ í einkafluginu Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi. 14. júlí 2021 07:00
Þotuliðið sýnir Íslandsferðum áhuga Í sölukerfum Bláa lónsins má sjá vísbendingar þess að auðmenn á einkaþotum séu farnir að sýna Íslandsferðum áhuga, að sögn forstjórans. 29. maí 2020 11:30
Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00