Þeir sem ætla að halda stóra viðburði um helgina íhugi málið alvarlega Birgir Olgeirsson skrifar 28. október 2021 11:06 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir þjóðina nú þurfa að líta í eigin barm og reyna að takmarka eins og hún getur sína hegðun til að ná þessari bylgju niður. Þau fyrirtæki og aðilar sem stefna að því að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að íhuga málið alvarlega að mati sóttvarnalæknis. 96 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og eru þrír á gjörgæslu Landspítalans með alvarlega öndunarörðugleika vegna veirunnar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að ef þróun faraldursins heldur áfram að versna sé ekki annað fært í stöðunni en að herða aðgerðir innanlands. Hann segist í dag ekki vera farinn að huga að minnisblaði til heilbrigðisráðherra en það geti þó breyst. Hvort hann muni senda ráðherra minnisblað fyrir helgi liggi ekki fyrir. Þórólfur segir að brýna eigi fyrir almenningi að gæta persónubundinna sóttvarna eins og er því ekki sé nægileg samstaða um hertar aðgerðir. Hann bendir þó á að reynslan sýni að það gangi ekki vel að ná bylgjum niður án þess að beita aðgerðum með reglugerð. „Við höfum alltaf þurft að grípa til aðgerða til að ná þessu niður og ég held að það séu engar aðrar töfralausnir í stöðunni. En auðvitað er ekki mikil stemning fyrir því núna. Það þurfa allir að leggjast á eitt að brýna fyrir fólki að gera það sem gera þarf til að reyna minnka líkur á smiti,“ segir Þórólfur. Að hans mati eigi ekki að þurfa samfélagslegar aðgerðir til að fá fólk til að huga að þessum hlutum en það sé í skoðun og þá sérstaklega með tilliti til stöðunnar á Landspítalanum. „Það ræðst af mörgum hlutum og það ræðst líka af því að fá samstöðu um að gera ákveðna hluti og ég held að það sé líka mjög mikilvægt að reyna að gera það. Það er líka ákall til almennings um að passa sig, þó lögin heimili fólki að safnast saman í stórum hópum og gera allskonar hluti þá held ég að allir ættu að líta eigin barm núna og takmarka það sem við getum, passa og okkur og gera það sem þarf. Ef fólk gerir það og okkur tekst að ná bylgjunni niður á þann veg þá er það mjög ákjósanlegt en við þurfum að beita okkur sjálf ákveðnum takmörkunum til að minnka líkurnar á smiti. Við eigum vonandi ekki þurfa að fá einhverjar reglugerðir og hömlur yfir okkur. En það hefur ekki gengið hingað til almennilega en ég held áfram að vona.“ Þannig að fyrirtæki og aðilar sem eru að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að hugsa málið alvarlega? „Það finnst mér. Mér finnst að menn eigi að hugsa það alvarlega og eigum öll að hugsa um það í okkar daglegu athöfnum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu 96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Ekki liggur fyrir hve margir hinna smituðu voru í sóttkví við greiningu. 28. október 2021 10:13 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
96 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og eru þrír á gjörgæslu Landspítalans með alvarlega öndunarörðugleika vegna veirunnar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að ef þróun faraldursins heldur áfram að versna sé ekki annað fært í stöðunni en að herða aðgerðir innanlands. Hann segist í dag ekki vera farinn að huga að minnisblaði til heilbrigðisráðherra en það geti þó breyst. Hvort hann muni senda ráðherra minnisblað fyrir helgi liggi ekki fyrir. Þórólfur segir að brýna eigi fyrir almenningi að gæta persónubundinna sóttvarna eins og er því ekki sé nægileg samstaða um hertar aðgerðir. Hann bendir þó á að reynslan sýni að það gangi ekki vel að ná bylgjum niður án þess að beita aðgerðum með reglugerð. „Við höfum alltaf þurft að grípa til aðgerða til að ná þessu niður og ég held að það séu engar aðrar töfralausnir í stöðunni. En auðvitað er ekki mikil stemning fyrir því núna. Það þurfa allir að leggjast á eitt að brýna fyrir fólki að gera það sem gera þarf til að reyna minnka líkur á smiti,“ segir Þórólfur. Að hans mati eigi ekki að þurfa samfélagslegar aðgerðir til að fá fólk til að huga að þessum hlutum en það sé í skoðun og þá sérstaklega með tilliti til stöðunnar á Landspítalanum. „Það ræðst af mörgum hlutum og það ræðst líka af því að fá samstöðu um að gera ákveðna hluti og ég held að það sé líka mjög mikilvægt að reyna að gera það. Það er líka ákall til almennings um að passa sig, þó lögin heimili fólki að safnast saman í stórum hópum og gera allskonar hluti þá held ég að allir ættu að líta eigin barm núna og takmarka það sem við getum, passa og okkur og gera það sem þarf. Ef fólk gerir það og okkur tekst að ná bylgjunni niður á þann veg þá er það mjög ákjósanlegt en við þurfum að beita okkur sjálf ákveðnum takmörkunum til að minnka líkurnar á smiti. Við eigum vonandi ekki þurfa að fá einhverjar reglugerðir og hömlur yfir okkur. En það hefur ekki gengið hingað til almennilega en ég held áfram að vona.“ Þannig að fyrirtæki og aðilar sem eru að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að hugsa málið alvarlega? „Það finnst mér. Mér finnst að menn eigi að hugsa það alvarlega og eigum öll að hugsa um það í okkar daglegu athöfnum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu 96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Ekki liggur fyrir hve margir hinna smituðu voru í sóttkví við greiningu. 28. október 2021 10:13 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu 96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Ekki liggur fyrir hve margir hinna smituðu voru í sóttkví við greiningu. 28. október 2021 10:13