Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Eiður Þór Árnason skrifar 28. október 2021 22:16 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Vísir Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. Fimmtíu manna íslensk sendinefnd verður viðstödd ráðstefnuna sem hefst á sunnudag og verða þrír ráðherrar með í för. Þeirra á meðal verður Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Á hvað ætlar þú að leggja mesta áherslu á þessari ráðstefnu? „Við munum náttúrulega segja frá því sem hefur verið að gerast á Íslandi í loftslagsmálum og kannski ekki síst að við höfum lögfest markmið um kolefnishlutleysi árið 2040, eitt af ellefu ríkjum í heiminum sem hafa lögfest slík markmið. Við höfum aukið metnaðinn í samstarfi við ESB og Noreg hvað varðar Parísarsamkomulagið og förum upp í 55 prósent í samfloti við þau. Svo höfum við núna nýlega líka lokið við fyrstu stefnu Íslands um aðlögun og reyndar líka aukið framlög okkar til þróunarsamvinnu,“ sagði Guðmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vill sjá meiri metnað hjá stærstu losunarríkjunum Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa skorað á stjórnvöld að setja sér markmið um að vera með 70 prósent samdrátt í losun fyrir 2030. Aðspurður um hvort það sé gerlegt segir Guðmundur að Ísland geti sett markið hærra en það gerir í dag. „Við þurfum að samt að taka tillit til þess að Ísland hefur ákveðin tækifæri til að draga úr losun í ákveðnum geirum og minna í öðrum en þetta er bara mjög gott að fá þetta frá umhverfisverndarsamtökum. Þetta er þeirra verk að setja fram metnaðarfull markmið.“ Hvað vonastu til að fá út úr þessari ráðstefnu? Umhverfisráðherra vonast til að þátttökuríki loftslagsráðstefnunnar komi til með að tryggja fjármögnun loftslagsaðgerða í þróunarlöndum og þróuð ríki auki fjárhagslegan stuðning sinn við þær aðgerðir. Þá vilji hann sjá meiri metnað hjá þeim ríkjum sem séu ábyrg fyrir hvað mestri losun. „Þetta er það sem ég vildi helst vilja sjá koma út úr ráðstefnunni svo við getum staðið sem heimsbyggð saman í því að standast Parísarsamkomulagið,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur COP26 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Fimmtíu manna íslensk sendinefnd verður viðstödd ráðstefnuna sem hefst á sunnudag og verða þrír ráðherrar með í för. Þeirra á meðal verður Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Á hvað ætlar þú að leggja mesta áherslu á þessari ráðstefnu? „Við munum náttúrulega segja frá því sem hefur verið að gerast á Íslandi í loftslagsmálum og kannski ekki síst að við höfum lögfest markmið um kolefnishlutleysi árið 2040, eitt af ellefu ríkjum í heiminum sem hafa lögfest slík markmið. Við höfum aukið metnaðinn í samstarfi við ESB og Noreg hvað varðar Parísarsamkomulagið og förum upp í 55 prósent í samfloti við þau. Svo höfum við núna nýlega líka lokið við fyrstu stefnu Íslands um aðlögun og reyndar líka aukið framlög okkar til þróunarsamvinnu,“ sagði Guðmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vill sjá meiri metnað hjá stærstu losunarríkjunum Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa skorað á stjórnvöld að setja sér markmið um að vera með 70 prósent samdrátt í losun fyrir 2030. Aðspurður um hvort það sé gerlegt segir Guðmundur að Ísland geti sett markið hærra en það gerir í dag. „Við þurfum að samt að taka tillit til þess að Ísland hefur ákveðin tækifæri til að draga úr losun í ákveðnum geirum og minna í öðrum en þetta er bara mjög gott að fá þetta frá umhverfisverndarsamtökum. Þetta er þeirra verk að setja fram metnaðarfull markmið.“ Hvað vonastu til að fá út úr þessari ráðstefnu? Umhverfisráðherra vonast til að þátttökuríki loftslagsráðstefnunnar komi til með að tryggja fjármögnun loftslagsaðgerða í þróunarlöndum og þróuð ríki auki fjárhagslegan stuðning sinn við þær aðgerðir. Þá vilji hann sjá meiri metnað hjá þeim ríkjum sem séu ábyrg fyrir hvað mestri losun. „Þetta er það sem ég vildi helst vilja sjá koma út úr ráðstefnunni svo við getum staðið sem heimsbyggð saman í því að standast Parísarsamkomulagið,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur COP26 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira