Níu greinst með veiruna eftir viðburðahraðpróf í vikunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2021 21:38 Met var slegið í hraðprófum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Vísir/vilhelm Stór skemmtanahelgi virðist framundan þrátt fyrir mikla uppsveiflu í faraldrinum þar sem aldrei hafa fleiri mætt í hraðpróf vegna viðburða hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en í dag. Um sexleytið höfðu 2300 mætt í hraðpróf, þar af langstærstur hluti í viðburðapróf. Fyrir daginn í dag höfðu 2342 komið í viðburðahraðpróf í vikunni, þar af greindust níu með kórónuveiruna. 78 greindust með kórónuveiruna í gær, talsvert færri en daginn á undan. Faraldurinn hefur verið í veldisvexti frá mánaðamótum, líkt og þessar tölur um nýgengi eru til marks um - en það hefur rúmlega tvöfaldast á fjórum vikum. Formaður farsóttarnefndar Landspítala segir stöðuna áfram þunga á spítalanum þó að búið sé að ná utan um hópsmit á hjartaskurðdeild. Heimsóknarreglur á spítalanum hafa verið hertar, aðeins einn gestur má heimsækja hvern sjúkling að hámarki eina klukkustund á dag. „Við erum komin með fleiri dagleg smit núna og eins fleiri inniliggjandi á spítalanum heldur en við vorum með í sumar þegar við gripum til aðgerða þannig að við erum á verri stað núna hvað það varðar,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Ekki stendur þó til að herða aðgerðir í nánustu framtíð en sóttvarnalæknir hvetur fólk til að fara varlega nú um helgina - og nýta sér hraðpróf. Það hafa landsmenn sannarlega gert í dag og ljóst að víða stendur mikið til. Fréttastofa ræddi við fólk sem hugði á skemmtanir nú um helgina - og fóru vegna þess í hraðpróf í dag. Horfa má á viðtölin í fréttinni hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveiran í sókn í Evrópu Kórónuveirutilfellum og dauðsföllum á heimsvísu fjölgar nú á ný í fyrsta sinn í tvo mánuði. Fjölgunina má að mestu rekja til nýrrar bylgju í Evrópu. 29. október 2021 19:03 Fjölgun smitaðra orðin áþreifanleg á Selfossi Nokkuð hefur verið um smitaða einstaklinga á Selfossi undanfarna daga en meðal þeirra sem hafa smitast eru kennarar og nemendur við Fjölbrautarskóla Suðurlands og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá hafa einnig starfsmenn leikskóla smitast. 29. október 2021 15:37 Leiðrétting frá Þórólfi: Níu fullbólusett börn greinst með Covid-19 Níu af rúmlega 12 þúsund fullbólusettum börnum á aldrinum tólf til fimmtán ára hafa greinst með Covid-19, eða 0,07 prósent. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir frá þessu og leiðréttir þar með upplýsingar sem bárust frá heilbrigðisráðuneytinu fyrr í vikunni þar sem sagði að ekkert barn í umræddum hópi hafi greinst með Covid-19. 29. október 2021 12:58 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
78 greindust með kórónuveiruna í gær, talsvert færri en daginn á undan. Faraldurinn hefur verið í veldisvexti frá mánaðamótum, líkt og þessar tölur um nýgengi eru til marks um - en það hefur rúmlega tvöfaldast á fjórum vikum. Formaður farsóttarnefndar Landspítala segir stöðuna áfram þunga á spítalanum þó að búið sé að ná utan um hópsmit á hjartaskurðdeild. Heimsóknarreglur á spítalanum hafa verið hertar, aðeins einn gestur má heimsækja hvern sjúkling að hámarki eina klukkustund á dag. „Við erum komin með fleiri dagleg smit núna og eins fleiri inniliggjandi á spítalanum heldur en við vorum með í sumar þegar við gripum til aðgerða þannig að við erum á verri stað núna hvað það varðar,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Ekki stendur þó til að herða aðgerðir í nánustu framtíð en sóttvarnalæknir hvetur fólk til að fara varlega nú um helgina - og nýta sér hraðpróf. Það hafa landsmenn sannarlega gert í dag og ljóst að víða stendur mikið til. Fréttastofa ræddi við fólk sem hugði á skemmtanir nú um helgina - og fóru vegna þess í hraðpróf í dag. Horfa má á viðtölin í fréttinni hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveiran í sókn í Evrópu Kórónuveirutilfellum og dauðsföllum á heimsvísu fjölgar nú á ný í fyrsta sinn í tvo mánuði. Fjölgunina má að mestu rekja til nýrrar bylgju í Evrópu. 29. október 2021 19:03 Fjölgun smitaðra orðin áþreifanleg á Selfossi Nokkuð hefur verið um smitaða einstaklinga á Selfossi undanfarna daga en meðal þeirra sem hafa smitast eru kennarar og nemendur við Fjölbrautarskóla Suðurlands og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá hafa einnig starfsmenn leikskóla smitast. 29. október 2021 15:37 Leiðrétting frá Þórólfi: Níu fullbólusett börn greinst með Covid-19 Níu af rúmlega 12 þúsund fullbólusettum börnum á aldrinum tólf til fimmtán ára hafa greinst með Covid-19, eða 0,07 prósent. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir frá þessu og leiðréttir þar með upplýsingar sem bárust frá heilbrigðisráðuneytinu fyrr í vikunni þar sem sagði að ekkert barn í umræddum hópi hafi greinst með Covid-19. 29. október 2021 12:58 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Kórónuveiran í sókn í Evrópu Kórónuveirutilfellum og dauðsföllum á heimsvísu fjölgar nú á ný í fyrsta sinn í tvo mánuði. Fjölgunina má að mestu rekja til nýrrar bylgju í Evrópu. 29. október 2021 19:03
Fjölgun smitaðra orðin áþreifanleg á Selfossi Nokkuð hefur verið um smitaða einstaklinga á Selfossi undanfarna daga en meðal þeirra sem hafa smitast eru kennarar og nemendur við Fjölbrautarskóla Suðurlands og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá hafa einnig starfsmenn leikskóla smitast. 29. október 2021 15:37
Leiðrétting frá Þórólfi: Níu fullbólusett börn greinst með Covid-19 Níu af rúmlega 12 þúsund fullbólusettum börnum á aldrinum tólf til fimmtán ára hafa greinst með Covid-19, eða 0,07 prósent. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir frá þessu og leiðréttir þar með upplýsingar sem bárust frá heilbrigðisráðuneytinu fyrr í vikunni þar sem sagði að ekkert barn í umræddum hópi hafi greinst með Covid-19. 29. október 2021 12:58