Málefnalegar ástæður fyrir því að 20 starfsmenn Landspítalans hafni bólusetningu Snorri Másson skrifar 31. október 2021 12:12 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans. Vísir/Egill Starfandi forstjóri Landspítalans segir að spítalinn hafi brugðist eins vel við og hann gat þegar hópsmit kom upp á hjartaskurðdeild. Hún kveðst skilja vel að aðstandendur séu sárir vegna málsins. Fimmtíu og átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sem eru ívið færri en undanfarna daga. Kann það að skýrast af því að færri einkennasýni séu tekin um helgar. Tveir eru á gjörgæslu samkvæmt nýjustu uppýsingum. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítala, vill að fólk viðhafi persónubundnar sóttvarnir. „Ég segi það að fara varlega, nota grímur, það er ekki íþyngjandi að nota grímu og huga að handhreinsun. Það er alveg það minnsta sem við getum gert,“ segir Guðlaug. Nýlega kom fram að 480 starfsmenn á Landspítala væru ekki bólusettir en aðeins 20 þeirra hafa hafnað bólusetningu. „Það eru sárafáir sem eru ekki bólusettir, þeir eru í kringum 20 samkvæmt síðustu úttekt og ástæða þess að þeir eru ekki bólusettir eru mjög málefnalegar,“ segir Guðlaug. Að minnsta kosti fimm greindust með veiruna á hjartaskurðdeild í liðinni viku eftir að hópsýking kom upp. Sumir voru nýbúnir í opnum skurðaðgerðum og því í viðkvæmri stöðu og aðstandendur sem fréttastofa hefur rætt við hafa ekki lýst viðbrögðum spítalans sem fullnægjandi. Aðstandendur eru auðvitað sumir sárir og sjálfir sjúklingarnir að fá þetta áfall eftir svona erfiðar aðgerðir, hvað hefurðu við það fólk að segja? „Þetta er mjög erfitt þegar svona kemur upp og ég skil það mjög vel. En svona hlutir gerast þegar það eru smit í samfélaginu. Þá getur komið smit inn á spítalann, því miður, og það gerðist í þetta skiptið, því miður,“ segir Guðlaug. Og var brugðist nógu hratt við og látið nógu snemma vita af þessu? „Já, það var algerlega brugðist mjög vel við og algerlega nógu hratt, eins vel og við getum gert, þannig að þar var í raun og veru allt gert rétt,“ segir Guðlaug Rakel. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Afléttingar nú séu óábyrgar: Segir Landspítalann lekt fley í öldugangi Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir fyrirséða fimmtu bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fyllt gjörgæslu Landspítalans upp í rjáfur auk þess sem hún hafi áhrif á alla aðra starfsemi spítalans. 30. október 2021 21:50 600 óbólusettir starfsmenn Landspítalans grafalvarlegt mál Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill vart trúa því að 600 starfsmenn Landspítalans séu óbólusettir og það hljóti að koma til álita hjá stjórnendum spítalans að breyta því hvaða afskipti þeir hafa af viðkvæmum sjúklingum. 27. október 2021 18:00 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fimmtíu og átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sem eru ívið færri en undanfarna daga. Kann það að skýrast af því að færri einkennasýni séu tekin um helgar. Tveir eru á gjörgæslu samkvæmt nýjustu uppýsingum. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítala, vill að fólk viðhafi persónubundnar sóttvarnir. „Ég segi það að fara varlega, nota grímur, það er ekki íþyngjandi að nota grímu og huga að handhreinsun. Það er alveg það minnsta sem við getum gert,“ segir Guðlaug. Nýlega kom fram að 480 starfsmenn á Landspítala væru ekki bólusettir en aðeins 20 þeirra hafa hafnað bólusetningu. „Það eru sárafáir sem eru ekki bólusettir, þeir eru í kringum 20 samkvæmt síðustu úttekt og ástæða þess að þeir eru ekki bólusettir eru mjög málefnalegar,“ segir Guðlaug. Að minnsta kosti fimm greindust með veiruna á hjartaskurðdeild í liðinni viku eftir að hópsýking kom upp. Sumir voru nýbúnir í opnum skurðaðgerðum og því í viðkvæmri stöðu og aðstandendur sem fréttastofa hefur rætt við hafa ekki lýst viðbrögðum spítalans sem fullnægjandi. Aðstandendur eru auðvitað sumir sárir og sjálfir sjúklingarnir að fá þetta áfall eftir svona erfiðar aðgerðir, hvað hefurðu við það fólk að segja? „Þetta er mjög erfitt þegar svona kemur upp og ég skil það mjög vel. En svona hlutir gerast þegar það eru smit í samfélaginu. Þá getur komið smit inn á spítalann, því miður, og það gerðist í þetta skiptið, því miður,“ segir Guðlaug. Og var brugðist nógu hratt við og látið nógu snemma vita af þessu? „Já, það var algerlega brugðist mjög vel við og algerlega nógu hratt, eins vel og við getum gert, þannig að þar var í raun og veru allt gert rétt,“ segir Guðlaug Rakel.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Afléttingar nú séu óábyrgar: Segir Landspítalann lekt fley í öldugangi Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir fyrirséða fimmtu bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fyllt gjörgæslu Landspítalans upp í rjáfur auk þess sem hún hafi áhrif á alla aðra starfsemi spítalans. 30. október 2021 21:50 600 óbólusettir starfsmenn Landspítalans grafalvarlegt mál Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill vart trúa því að 600 starfsmenn Landspítalans séu óbólusettir og það hljóti að koma til álita hjá stjórnendum spítalans að breyta því hvaða afskipti þeir hafa af viðkvæmum sjúklingum. 27. október 2021 18:00 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Afléttingar nú séu óábyrgar: Segir Landspítalann lekt fley í öldugangi Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir fyrirséða fimmtu bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fyllt gjörgæslu Landspítalans upp í rjáfur auk þess sem hún hafi áhrif á alla aðra starfsemi spítalans. 30. október 2021 21:50
600 óbólusettir starfsmenn Landspítalans grafalvarlegt mál Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill vart trúa því að 600 starfsmenn Landspítalans séu óbólusettir og það hljóti að koma til álita hjá stjórnendum spítalans að breyta því hvaða afskipti þeir hafa af viðkvæmum sjúklingum. 27. október 2021 18:00