Sterkasta flugfreyja landsins býr í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. október 2021 20:00 Anna Guðrún og þjálfari hennar, María Rún Þorsteinsdóttir hjá Crossfit Hengli í Hveragerði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna Guðrún Halldórsdóttir í Hveragerði er líklega sterkasta flugfreyja landsins en hún gerði sér lítið fyrir á dögunum og setti þrjú Evrópumet og tvö heimsmet í Ólympskum lyftingum. Anna Guðrún, sem býr í Hveragerði með fjölskyldu sinni æfir hjá Crossfit Hengil í bæjarfélaginu á milli þess sem hún starfar sem flugfreyja hjá Icelandair. Anna Guðrún gerði sér lítið fyrir og nældi sér í þrjú Evrópumet og tvö heimsmet í sínum þyngdarflokki á European Masters Weightlifting meistaramótinu, sem fór nýlega fram í Hollandi. Anna er 52 ára. „Þetta var bara geggjað, ég náði þar fyrsta sæti í mínum þyngdarflokki og setti heimsmet og evrópumet, þannig að ég er bara drullu ánægð með þetta allt saman, ég er alveg í skýjunum yfir þessu. Þetta er búið að vera svolítið strembið að æfa með vinnu en hefst allt saman. Ég er að æfa að lágmark fimm sinnum í viku og það gengur bara mjög vel,“ segir Anna Guðrún. Flugfreyjan og kraftakonan, Anna Guðrún í Hveragerði, sem nældi sér nýlega í þrjú Evrópumet og tvö heimsmet í sínum þyngdarflokki á European Masters Weightlifting meistaramótinu, sem fór fram í Hollandi í í Ólympskum lyftingum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þjálfari Önnu Guðrúnar, sem er annar eigandi stöðvarinnar í Hveragerði er að sjálfsögðu mjög stolt af sinni konu. „Já, hún koma að æfa hjá okkur fyrir níu árum síðan, labbaði hingað inn með Gunnari sínum og vildi koma að æfa, hún var nýflutt í Hveragerði. Við sáum strax að hún er mjög sterk, hún er gömul handboltakempa. Við vissum alveg að hún ætti möguleika á þessu heimsmeti og við settum upp með það að hún myndi setja heimsmet í snörun,“ segir María Rún Þorsteinsdóttir, Crossfit þjálfari Önnu Guðrúnar Anna Guðrún hitar sig upp fyrir hverja æfingu með alls konar æfingum, hún er til dæmis mjög öflug í armbeygjum og góð í að sippa. En hvernig er að vera flugfreyja og svona rosalega sterk? „Það er bara geggjað, ég get allavega aðstoðað alla með handfarangur og annað, þannig að það er bara fínt,“ segir Anna Guðrún skellihlæjandi. Anna Guðrún hefur unnið til fjölda verðlauna og var m.a. kjörin íþróttamaður Hveragerðisbæjar fyrir árið 2020.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði CrossFit Icelandair Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Anna Guðrún, sem býr í Hveragerði með fjölskyldu sinni æfir hjá Crossfit Hengil í bæjarfélaginu á milli þess sem hún starfar sem flugfreyja hjá Icelandair. Anna Guðrún gerði sér lítið fyrir og nældi sér í þrjú Evrópumet og tvö heimsmet í sínum þyngdarflokki á European Masters Weightlifting meistaramótinu, sem fór nýlega fram í Hollandi. Anna er 52 ára. „Þetta var bara geggjað, ég náði þar fyrsta sæti í mínum þyngdarflokki og setti heimsmet og evrópumet, þannig að ég er bara drullu ánægð með þetta allt saman, ég er alveg í skýjunum yfir þessu. Þetta er búið að vera svolítið strembið að æfa með vinnu en hefst allt saman. Ég er að æfa að lágmark fimm sinnum í viku og það gengur bara mjög vel,“ segir Anna Guðrún. Flugfreyjan og kraftakonan, Anna Guðrún í Hveragerði, sem nældi sér nýlega í þrjú Evrópumet og tvö heimsmet í sínum þyngdarflokki á European Masters Weightlifting meistaramótinu, sem fór fram í Hollandi í í Ólympskum lyftingum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þjálfari Önnu Guðrúnar, sem er annar eigandi stöðvarinnar í Hveragerði er að sjálfsögðu mjög stolt af sinni konu. „Já, hún koma að æfa hjá okkur fyrir níu árum síðan, labbaði hingað inn með Gunnari sínum og vildi koma að æfa, hún var nýflutt í Hveragerði. Við sáum strax að hún er mjög sterk, hún er gömul handboltakempa. Við vissum alveg að hún ætti möguleika á þessu heimsmeti og við settum upp með það að hún myndi setja heimsmet í snörun,“ segir María Rún Þorsteinsdóttir, Crossfit þjálfari Önnu Guðrúnar Anna Guðrún hitar sig upp fyrir hverja æfingu með alls konar æfingum, hún er til dæmis mjög öflug í armbeygjum og góð í að sippa. En hvernig er að vera flugfreyja og svona rosalega sterk? „Það er bara geggjað, ég get allavega aðstoðað alla með handfarangur og annað, þannig að það er bara fínt,“ segir Anna Guðrún skellihlæjandi. Anna Guðrún hefur unnið til fjölda verðlauna og var m.a. kjörin íþróttamaður Hveragerðisbæjar fyrir árið 2020.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði CrossFit Icelandair Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira