Mega nú vera í stuttbuxum en þær verða að vera þröngar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2021 07:54 Konur þurfa ekki lengur að klæðast bikíníbuxum og stuttum topp á vellinum. epa/Andres Cristaldo Alþjóðlega handknattleikssambandið hefur breytt reglum sínum um klæðnað kvenkyns keppenda í strandhandbolta, sem áður voru neyddar til þess að spila í bikíníbuxum og topp. Nú mega konur klæðast stuttbuxum og hlýrabol. Reglunum virðist hafa verið breytt án þess að tilkynnt væri um stefnubreytinguna en það vakti mikla athygli í sumar þegar Handknattleikssamband Evrópu sektaði landslið Noregs fyrir að klæðast stuttbuxum á Evrópumótinu í Búlgaríu. Sambandið sagði stuttbuxur kvennanna „óviðeigandi“. Málið fékk meiri umfjöllun en vænta mátti eftir að tónlistarkonan Pink gaf út stuðningsyfirlýsingu til handa norska liðinu og bauðst til að greiða þær sektir sem til féllu. Abid Raja, íþróttamálaráðherra Noregs, sagði ákvörðun sambandsins gjörsamlega út í hött og þá undirrituðu íþróttamálaráðherrar Norðurlandanna fimm; Íslands, Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands, bréf til Alþjóðlega handknattleikssambandsins í síðasta mánuði þar sem sambandið var hvatt til að breyta reglunum. Það vekur athygli að þrátt fyrir að konum sé nú heimilað að klæðast stuttbuxum og hlýrabol er sérstaklega tekið fram að buxurnar eigi að falla þétt að líkamanum, það er að segja vera þröngar. Þessi krafa er ekki gerð um buxur karlanna, sem mega bara ekki vera „of víðar“. Búningurinn hefur verið færður til nútímans.IHF Jafnréttismál Blak Tengdar fréttir „Fáránlegt að við þurfum að borga fyrir að spila ekki í bikiníbuxum“ Tonje Lerstad, markvörður norska strandhandboltaliðsins, er þakklát fyrir stuðninginn sem liðinu hefur borist síðustu daga, meðal annars frá söngkonunni Pink. 27. júlí 2021 13:30 Pink býðst til að borga sekt norska liðsins Norska strandhandboltalandsliðinu hefur borist aðstoð úr óvæntri átt í deilunni við Handknattleikssamband Evrópu, EHF, um klæðnað á mótum. 26. júlí 2021 11:01 Skoða hvort breyta eigi reglunum um bikiníbuxurnar Evrópska handknattleikssambandið, EHF, skoðar nú hvort það eigi að breyta reglum um klæðaburð kvenna á mótum í strandhandbolta. 21. júlí 2021 10:58 Sektaðar fyrir að spila í stuttbuxum en ekki bikiníi Norska kvennalandsliðið í strandhandbolta lét á það reyna að spila í stuttbuxum í lokaleik sínum á EM í Búlgaríu og var refsað fyrir. 20. júlí 2021 09:31 Norska liðinu hótað sektum og að vera dæmdar úr leik á EM ef þær spiluðu ekki í bikiníi Norska landsliðinu var hótað sektum og að vera dæmt úr leik þegar það mótmælti klæðaburði á EM kvenna í strandhandbolta. 15. júlí 2021 10:03 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Reglunum virðist hafa verið breytt án þess að tilkynnt væri um stefnubreytinguna en það vakti mikla athygli í sumar þegar Handknattleikssamband Evrópu sektaði landslið Noregs fyrir að klæðast stuttbuxum á Evrópumótinu í Búlgaríu. Sambandið sagði stuttbuxur kvennanna „óviðeigandi“. Málið fékk meiri umfjöllun en vænta mátti eftir að tónlistarkonan Pink gaf út stuðningsyfirlýsingu til handa norska liðinu og bauðst til að greiða þær sektir sem til féllu. Abid Raja, íþróttamálaráðherra Noregs, sagði ákvörðun sambandsins gjörsamlega út í hött og þá undirrituðu íþróttamálaráðherrar Norðurlandanna fimm; Íslands, Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands, bréf til Alþjóðlega handknattleikssambandsins í síðasta mánuði þar sem sambandið var hvatt til að breyta reglunum. Það vekur athygli að þrátt fyrir að konum sé nú heimilað að klæðast stuttbuxum og hlýrabol er sérstaklega tekið fram að buxurnar eigi að falla þétt að líkamanum, það er að segja vera þröngar. Þessi krafa er ekki gerð um buxur karlanna, sem mega bara ekki vera „of víðar“. Búningurinn hefur verið færður til nútímans.IHF
Jafnréttismál Blak Tengdar fréttir „Fáránlegt að við þurfum að borga fyrir að spila ekki í bikiníbuxum“ Tonje Lerstad, markvörður norska strandhandboltaliðsins, er þakklát fyrir stuðninginn sem liðinu hefur borist síðustu daga, meðal annars frá söngkonunni Pink. 27. júlí 2021 13:30 Pink býðst til að borga sekt norska liðsins Norska strandhandboltalandsliðinu hefur borist aðstoð úr óvæntri átt í deilunni við Handknattleikssamband Evrópu, EHF, um klæðnað á mótum. 26. júlí 2021 11:01 Skoða hvort breyta eigi reglunum um bikiníbuxurnar Evrópska handknattleikssambandið, EHF, skoðar nú hvort það eigi að breyta reglum um klæðaburð kvenna á mótum í strandhandbolta. 21. júlí 2021 10:58 Sektaðar fyrir að spila í stuttbuxum en ekki bikiníi Norska kvennalandsliðið í strandhandbolta lét á það reyna að spila í stuttbuxum í lokaleik sínum á EM í Búlgaríu og var refsað fyrir. 20. júlí 2021 09:31 Norska liðinu hótað sektum og að vera dæmdar úr leik á EM ef þær spiluðu ekki í bikiníi Norska landsliðinu var hótað sektum og að vera dæmt úr leik þegar það mótmælti klæðaburði á EM kvenna í strandhandbolta. 15. júlí 2021 10:03 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
„Fáránlegt að við þurfum að borga fyrir að spila ekki í bikiníbuxum“ Tonje Lerstad, markvörður norska strandhandboltaliðsins, er þakklát fyrir stuðninginn sem liðinu hefur borist síðustu daga, meðal annars frá söngkonunni Pink. 27. júlí 2021 13:30
Pink býðst til að borga sekt norska liðsins Norska strandhandboltalandsliðinu hefur borist aðstoð úr óvæntri átt í deilunni við Handknattleikssamband Evrópu, EHF, um klæðnað á mótum. 26. júlí 2021 11:01
Skoða hvort breyta eigi reglunum um bikiníbuxurnar Evrópska handknattleikssambandið, EHF, skoðar nú hvort það eigi að breyta reglum um klæðaburð kvenna á mótum í strandhandbolta. 21. júlí 2021 10:58
Sektaðar fyrir að spila í stuttbuxum en ekki bikiníi Norska kvennalandsliðið í strandhandbolta lét á það reyna að spila í stuttbuxum í lokaleik sínum á EM í Búlgaríu og var refsað fyrir. 20. júlí 2021 09:31
Norska liðinu hótað sektum og að vera dæmdar úr leik á EM ef þær spiluðu ekki í bikiníi Norska landsliðinu var hótað sektum og að vera dæmt úr leik þegar það mótmælti klæðaburði á EM kvenna í strandhandbolta. 15. júlí 2021 10:03