María Ólafs og Einar frumsýna myndband við nýja ballöðu Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2021 13:00 María Ólafs tók eitt sinn þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd. „Við erum búin að vera á fullu að taka upp nýja tónlist í Stúdíó Sýrlandi síðustu daga og vikur og erum mjög spennt fyrir framhaldinu,” segir María Ólafsdóttir söngkona, en hún ásamt Einari Erni Jónssyni píanóleikara skipa Löður Music. Þau gefa út sitt fyrsta lag í dag og ber það nafnið Þér fylgja englar en Einar Örn semur bæði lag og texta. Nafn Löður Music er ákveðin skírskotun í þá tónlistarstefnu sem þau hyggjast leggja áherslu á í sinni tónlistarsköpun, sem er ballöðu-tónlist. „Við ætlum okkur að gefa út nýjar íslenskar ballöður, enda erum við Einar miklir ballöðu-unnendur,” segir María létt í lundu. Hún segist jafnframt hafa orðið mjög spennt um leið og Einar Örn hafði samband við hana og upplýsti hana um áform sín með Löður Music. „Einar hafði samband við mig með þessa hugmynd og spurði hvort ég væri til. Fljótlega var ég komin upp í stúdíó að syngja nokkur demó eftir hann, sem að hentuðu mér mjög vel og ég fann mig í, þannig að við ákváðum að hefja samstarf,” útskýrir María. Einar Örn er sannarlega enginn nýgræðingur þegar kemur að tónlist en hann er líklega best þekktastur fyrir að hafa verið í hljómsveitinni Í svörtum fötum. Það er þó ekki eingöngu tónlistin sem tengir þau Einar Örn og Maríu saman því þau eru bæði stoltir Húnvetningar frá Blönduósi. Einar Örn samdi lag og texta. Í nýju lögunum og á tónleikum verða með þeim úrvals hljóðfæraleikarar en Einar Örn og María fengu til liðs við sig þá Davíð Sigurgeirsson gítarleikara, Friðrik Sturluson bassaleikara og Gunnar Leó Pálsson trommuleikara til að leika inn á nýju lögin. Þá leikur strengjakvartett einnig stórt hlutverk í nýju lögunum, ásamt gospelröddum. Upptökustjórn annaðist Kristinn Sturluson í Stúdíó Sýrlandi, ásamt því að hljóðblanda lagið. Löður Music hefur eins og fyrr segir mikið verið í hljóðverinu undanfarnar vikur en eru mörg lög væntanleg til útgáfu á næstunni? „Við erum með nokkur lög sem eru vel á veg komin í vinnslu. Við erum að leggja mikla vinnu og metnað í þetta verkefni og hlökkum mikið til að gefa út fleiri lög,” segir María full tilhlökkunar. Ásamt því að gefa út nýjar íslenskar ballöður þá ætlar Löður Music að heiðra hinar ýmsu ballöður á tónleikum sínum, sem fyrirhugaðir eru strax á nýju ári. „Við ætlum okkur að leika bæði nýjar ballöður sem Einar hefur verið að semja, ásamt því að spila bestu og þekktustu ballöður allra tíma á tónleikum okkar. Við stefnum á að halda tónleika fljótlega eftir áramót en á þeim ætlum við að vera með strengjakvartett og þessa frábæru hljóðfæraleikara sem spiluðu inn á lögin í stúdíóinu,” segir María að lokum. Myndband við nýja lagið má sjá hér að neðan. Tónlist Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Sjá meira
Þau gefa út sitt fyrsta lag í dag og ber það nafnið Þér fylgja englar en Einar Örn semur bæði lag og texta. Nafn Löður Music er ákveðin skírskotun í þá tónlistarstefnu sem þau hyggjast leggja áherslu á í sinni tónlistarsköpun, sem er ballöðu-tónlist. „Við ætlum okkur að gefa út nýjar íslenskar ballöður, enda erum við Einar miklir ballöðu-unnendur,” segir María létt í lundu. Hún segist jafnframt hafa orðið mjög spennt um leið og Einar Örn hafði samband við hana og upplýsti hana um áform sín með Löður Music. „Einar hafði samband við mig með þessa hugmynd og spurði hvort ég væri til. Fljótlega var ég komin upp í stúdíó að syngja nokkur demó eftir hann, sem að hentuðu mér mjög vel og ég fann mig í, þannig að við ákváðum að hefja samstarf,” útskýrir María. Einar Örn er sannarlega enginn nýgræðingur þegar kemur að tónlist en hann er líklega best þekktastur fyrir að hafa verið í hljómsveitinni Í svörtum fötum. Það er þó ekki eingöngu tónlistin sem tengir þau Einar Örn og Maríu saman því þau eru bæði stoltir Húnvetningar frá Blönduósi. Einar Örn samdi lag og texta. Í nýju lögunum og á tónleikum verða með þeim úrvals hljóðfæraleikarar en Einar Örn og María fengu til liðs við sig þá Davíð Sigurgeirsson gítarleikara, Friðrik Sturluson bassaleikara og Gunnar Leó Pálsson trommuleikara til að leika inn á nýju lögin. Þá leikur strengjakvartett einnig stórt hlutverk í nýju lögunum, ásamt gospelröddum. Upptökustjórn annaðist Kristinn Sturluson í Stúdíó Sýrlandi, ásamt því að hljóðblanda lagið. Löður Music hefur eins og fyrr segir mikið verið í hljóðverinu undanfarnar vikur en eru mörg lög væntanleg til útgáfu á næstunni? „Við erum með nokkur lög sem eru vel á veg komin í vinnslu. Við erum að leggja mikla vinnu og metnað í þetta verkefni og hlökkum mikið til að gefa út fleiri lög,” segir María full tilhlökkunar. Ásamt því að gefa út nýjar íslenskar ballöður þá ætlar Löður Music að heiðra hinar ýmsu ballöður á tónleikum sínum, sem fyrirhugaðir eru strax á nýju ári. „Við ætlum okkur að leika bæði nýjar ballöður sem Einar hefur verið að semja, ásamt því að spila bestu og þekktustu ballöður allra tíma á tónleikum okkar. Við stefnum á að halda tónleika fljótlega eftir áramót en á þeim ætlum við að vera með strengjakvartett og þessa frábæru hljóðfæraleikara sem spiluðu inn á lögin í stúdíóinu,” segir María að lokum. Myndband við nýja lagið má sjá hér að neðan.
Tónlist Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Sjá meira