Skopmyndari Moggans ekki frétt af því að hann sé hættur Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2021 11:26 Davíð Oddsson er er ritstjóri Morgunblaðsins. Á laugardaginn skemmtu lesendur blaðsins sér konunglega yfir teikningu Helga af Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni sem vampíru í tilefni af hrekkjavöku, aðrir ekki eins og gengur. Í dag var svo engin teikning. Getty/skjáskot úr Mbl. Ekki birtist mynd eftir hinn mjög svo umdeilda skopmyndateiknara Morgunblaðsins í blaði dagsins eins og venja er til. Þegar fóru á flug sögusagnir um að hann væri hættur og rötuðu þær kenningar að sjálfsögðu inn á ritstjórnarskrifstofur Vísis. En Helgi Sigurðsson teiknari kannast ekki við að hann sé hættur og farinn. Aðdáendur skopmyndateiknara Moggans, og þeir sem elska að hata hann, ráku upp stór augu þegar þeir flettu blaðinu í morgun. Engin teikning heldur gullfalleg ljósmynd Eggerts af urðarketti. Engin skopmynd eftir Helga er í Morgunblaði dagsins og það fór ekki fram hjá glöggum lesendum blaðsins og þegar fóru af stað þær kenningar að nú væri verið að taka til á blaðinu. Að Helgi væri hættur og búið að skrúfa fyrir að vitnað sé í Pál Vilhjálmsson í Staksteinum.skjáskot „Neineinei. Eða, ég hef í það minnsta ekki frétt af því,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Klikkaði á að skila inn teikningu Hann segir að það hafi klikkað hjá sér að skila myndinni. Sem reyndar heyrir til tíðinda en undanfarna fimm mánuði hefur birst teikning upp á hvern einasta útgáfudag Moggans eftir Helga. Hann segir að það sé vegna þess að Ívar, sá sem teikni á móti honum, hafi fengið starfslaun listamanna. „Og er að fitla við listagyðjuna einhvers staðar,“ segir Helgi. Helgi hefur reynst afar umdeildur teiknari svo ekki sé meira sagt en Vísir hefur fjallað um það áður. En hann hefur meðal annars verði kallaður „Langatöng bláu handarinnar“. Í viðtali þá sagðist Helgi ekki fá neinar línur varðandi teikningarnar frá ritstjórum blaðsins, hann væri bara að tjá sínar skoðanir og yrði frá áhrifum héðan og þaðan. En því væri ekki að leyna að honum þætti Davíð Oddsson ritstjóri skemmtilegur. Skilur ekkert í þessum áhuga á sér „Ég veit ekki af hverju fólk er að æsa sig,“ segir Helgi nú í samtali við Vísi, en sumt megi segja, samkvæmt ákveðinni línu en annað, snúi það að tilteknum hópum sé tabú. Þá segist Helgi ekkert skilja í þessum áhuga á sér nú. Helgi teiknari segist ekkert skilja í þessum áhuga á sér.S2/skjáskot „Á skopmyndateiknara á Morgunblaðinu sem er bara einhver maður sem alltaf er verið að heimta að verði rekinn. Og svo þegar vantar mynd þá eru bara fjölmiðlar á eftir manni.“ Hafa fleiri fjölmiðlar haft samband? „Nei, þú ert reyndar sá fyrsti. En ég bíð bara eftir því að heyra í öðrum fjölmiðlum.“ Helgi undrast þennan áhuga á sér en jánkar því þó að um athyglisvert fyrirbæri sé að ræða sem eru skopmyndir. Og þær hafa dregið dilk á eftir sér eins og með Jyllandsposten-málið í Danmörku og síðar árásin á Charlie Hebdo í Frakklandi. „Já, sem betur fer erum við ennþá laus við öfgahreyfingar sem fara um vopnaðar.“ Helgi hafði efasemdir um að vert væri að fara út í einhverjar hugleiðingar við blaðamann sem svo gæti tekið upp á því að rífa allt úr samhengi, en bætti við að hann gæti trútt um talað því það væri einmitt það sem hann gerði. Rætt var við Helga í Íslandi í dag árið 2015 um umdeilda skopmynd. Fjölmiðlar Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Aðdáendur skopmyndateiknara Moggans, og þeir sem elska að hata hann, ráku upp stór augu þegar þeir flettu blaðinu í morgun. Engin teikning heldur gullfalleg ljósmynd Eggerts af urðarketti. Engin skopmynd eftir Helga er í Morgunblaði dagsins og það fór ekki fram hjá glöggum lesendum blaðsins og þegar fóru af stað þær kenningar að nú væri verið að taka til á blaðinu. Að Helgi væri hættur og búið að skrúfa fyrir að vitnað sé í Pál Vilhjálmsson í Staksteinum.skjáskot „Neineinei. Eða, ég hef í það minnsta ekki frétt af því,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Klikkaði á að skila inn teikningu Hann segir að það hafi klikkað hjá sér að skila myndinni. Sem reyndar heyrir til tíðinda en undanfarna fimm mánuði hefur birst teikning upp á hvern einasta útgáfudag Moggans eftir Helga. Hann segir að það sé vegna þess að Ívar, sá sem teikni á móti honum, hafi fengið starfslaun listamanna. „Og er að fitla við listagyðjuna einhvers staðar,“ segir Helgi. Helgi hefur reynst afar umdeildur teiknari svo ekki sé meira sagt en Vísir hefur fjallað um það áður. En hann hefur meðal annars verði kallaður „Langatöng bláu handarinnar“. Í viðtali þá sagðist Helgi ekki fá neinar línur varðandi teikningarnar frá ritstjórum blaðsins, hann væri bara að tjá sínar skoðanir og yrði frá áhrifum héðan og þaðan. En því væri ekki að leyna að honum þætti Davíð Oddsson ritstjóri skemmtilegur. Skilur ekkert í þessum áhuga á sér „Ég veit ekki af hverju fólk er að æsa sig,“ segir Helgi nú í samtali við Vísi, en sumt megi segja, samkvæmt ákveðinni línu en annað, snúi það að tilteknum hópum sé tabú. Þá segist Helgi ekkert skilja í þessum áhuga á sér nú. Helgi teiknari segist ekkert skilja í þessum áhuga á sér.S2/skjáskot „Á skopmyndateiknara á Morgunblaðinu sem er bara einhver maður sem alltaf er verið að heimta að verði rekinn. Og svo þegar vantar mynd þá eru bara fjölmiðlar á eftir manni.“ Hafa fleiri fjölmiðlar haft samband? „Nei, þú ert reyndar sá fyrsti. En ég bíð bara eftir því að heyra í öðrum fjölmiðlum.“ Helgi undrast þennan áhuga á sér en jánkar því þó að um athyglisvert fyrirbæri sé að ræða sem eru skopmyndir. Og þær hafa dregið dilk á eftir sér eins og með Jyllandsposten-málið í Danmörku og síðar árásin á Charlie Hebdo í Frakklandi. „Já, sem betur fer erum við ennþá laus við öfgahreyfingar sem fara um vopnaðar.“ Helgi hafði efasemdir um að vert væri að fara út í einhverjar hugleiðingar við blaðamann sem svo gæti tekið upp á því að rífa allt úr samhengi, en bætti við að hann gæti trútt um talað því það væri einmitt það sem hann gerði. Rætt var við Helga í Íslandi í dag árið 2015 um umdeilda skopmynd.
Fjölmiðlar Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp