„Verslunin hefur færst heim“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. nóvember 2021 19:01 Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar. Vísir/Arnar Erlend verslun hefur dregist saman um tvö þriðju síðustu ár meðan sú innlenda hefur aukist talsvert. Innlend fataverslun á netinu þrefaldaðist á síðasta ári og sú erlenda jókst um helming. Verslunin hefur færst heim segir framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kauphegðun landans breyttist talsvert í Covid . Ef horft er til innlendrar fataverslunar kemur í ljós að 75 prósent aðspurðra hafði verslað síðast hér á landi meðan það voru 60% árið 2018. Á sama tíma dróst fataverslun erlendis verulega saman og nú verslar um einn af hverjum tíu hér heima en voru þrír af hverjum tíu. Innlend netverslun þrefaldaðist á tímabilinu og helmingi fleiri keyptu föt á erlendum vefsíðum á þessu ári en árið 2018. „Eitt af því jákvæða sem við tökum út úr Covid er að íslensk verslun hefur blómstrað þann tíma. Ferðalögin hafa dregist saman á tímabilinu og verslunin færst heim,“ segir Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kristín Inga Jónsdóttir forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins segir að á síðasta ári hafi líka orðið sprenging í innlendri vefverslun. „Það eru brjáluð tækifæri í íslenskri netverslun. Hún náttúrulega sprakk út í Covid og átti helling inni. Íslenskar smásölur voru þá og eru að færa sig yfir á netið,“ segir Kristín. Kristín Inga Jónsdóttir forstöðumaður markaðsdeildar PóstsinsVísir Innlend og erlend netverslun eigi aðeins eftir að aukast. „Okkar viðskiptavinir taka mjög vel í sjálfvirku og stafrænu leiðirnar. Fólk tekur mjög vel í að geta gengið frá sínum kaupum á netinu,“ segir hún. Sigurjón segir íslenska verslun vel í stakk búna að keppa við erlenda netverslun. „Við erum að sjálfsögðu meðvituð erlenda netverslun og erum að stíga í þá átt að mæta þessari auknu samkeppni,“ segir hann. Hann segir kaupmenn búast við mikilli verslun í Kringlunni í dag. „Við erum með miðnætursprengju í Kringlunni í dag í fyrsta skipti í tvö ár. Þetta er upphaf jólavertíðarinnar og má búast við allt að fjörutíuþúsund manns í húsið í dag,“ segir Sigurjón. Verslun Kringlan Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Kauphegðun landans breyttist talsvert í Covid . Ef horft er til innlendrar fataverslunar kemur í ljós að 75 prósent aðspurðra hafði verslað síðast hér á landi meðan það voru 60% árið 2018. Á sama tíma dróst fataverslun erlendis verulega saman og nú verslar um einn af hverjum tíu hér heima en voru þrír af hverjum tíu. Innlend netverslun þrefaldaðist á tímabilinu og helmingi fleiri keyptu föt á erlendum vefsíðum á þessu ári en árið 2018. „Eitt af því jákvæða sem við tökum út úr Covid er að íslensk verslun hefur blómstrað þann tíma. Ferðalögin hafa dregist saman á tímabilinu og verslunin færst heim,“ segir Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kristín Inga Jónsdóttir forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins segir að á síðasta ári hafi líka orðið sprenging í innlendri vefverslun. „Það eru brjáluð tækifæri í íslenskri netverslun. Hún náttúrulega sprakk út í Covid og átti helling inni. Íslenskar smásölur voru þá og eru að færa sig yfir á netið,“ segir Kristín. Kristín Inga Jónsdóttir forstöðumaður markaðsdeildar PóstsinsVísir Innlend og erlend netverslun eigi aðeins eftir að aukast. „Okkar viðskiptavinir taka mjög vel í sjálfvirku og stafrænu leiðirnar. Fólk tekur mjög vel í að geta gengið frá sínum kaupum á netinu,“ segir hún. Sigurjón segir íslenska verslun vel í stakk búna að keppa við erlenda netverslun. „Við erum að sjálfsögðu meðvituð erlenda netverslun og erum að stíga í þá átt að mæta þessari auknu samkeppni,“ segir hann. Hann segir kaupmenn búast við mikilli verslun í Kringlunni í dag. „Við erum með miðnætursprengju í Kringlunni í dag í fyrsta skipti í tvö ár. Þetta er upphaf jólavertíðarinnar og má búast við allt að fjörutíuþúsund manns í húsið í dag,“ segir Sigurjón.
Verslun Kringlan Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira