Hyggjast laða ferðamenn að Odda á Rangárvöllum Kristján Már Unnarsson skrifar 1. nóvember 2021 22:22 Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, er formaður Oddafélagsins. Sigurjón Ólason Forystumenn Oddafélagsins, sem stefna að endurreisn Odda á Rangárvöllum sem menningar- og fræðaseturs, hyggjast jafnframt gera þetta fornfræga höfuðból að ferðamannastað. Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt var fjallað um þau áform Oddafélagsins, sem lýst var á Oddahátíð í sumar, að reisa Sæmundarstofu. En hún á ekki aðeins að vera fyrir fræðimenn, þeir vilja að hún verði ferðamannasegull. Frá Odda á Rangárvöllum.Arnar Halldórsson „Að það sé viðskiptahlið á þessu líka. Þar eru örugglega möguleikar líka,“ segir Ágúst Sigurðsson, formaður Oddafélagsins og sveitarstjóri Rangárþings ytra. „Við höfum rætt það við ýmsa aðila, einkaaðila, um hvort þeir sjái tækifæri í þessu hér. Og það stendur ekki á svarinu þar. Það er bara já. Menningartengd ferðaþjónusta gæti verið einhverskonar hliðarafurð af þessu,“ segir Ágúst. En hafa ferðamenn áhuga á sögu Odda, Sæmundi fróða og Snorra Sturlusyni? Koma ferðamenn í Odda? Elína Hrund Kristjánsdóttir er sóknarprestur í Odda.Sigurjón Ólason „Já, koma mjög margir ferðamenn. Svo margir að við höfum þurft að setja upp skilti að það sé bannað að tjalda hérna,“ svarar Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda, þegar við göngum upp á Gammabrekku, sem séra Matthías Jochumsson orti um þegar hann sat Odda. Markmið Oddafélagsins er að þar rísi menningar- og fræðasetur með stórri kirkju, sem jafnframt þjóni sem 400-500 manna tónleikasalur. „Hugmyndin er gömul. Þetta er ekkert ný hugmynd. Og þetta er eiginlega alltaf sama hugmyndin. Nú er bara komið að því að reyna að hrinda þessu í framkvæmd,“ segir Ágúst. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Menning Ferðamennska á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Ungir bændur nytja fornfrægt höfuðból Sá siður að presturinn í Odda á Rangárvöllum sinni jafnframt búskapnum á þessu fornfræga höfuðbóli heyrir sögunni til. „Ég er bara með einn hund,“ segir sóknarpresturinn Elína Hrund Kristjánsdóttir. 30. október 2021 13:30 Oddaverjar virðast hafa grafið gríðarstóra hella fyrir bústofninn Hellir sem fornleifafræðingar rannsaka núna í Odda á Rangárvöllum var í notkun á tíma Sæmundar fróða og er elsta staðfesta dæmi um manngerðan helli á Íslandi. Gríðarleg stærð hans vekur athygli og bendir til að Oddaverjar hafi staðið fyrir miklum búrekstri. 2. ágúst 2021 22:22 Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. 5. júlí 2021 22:36 Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt var fjallað um þau áform Oddafélagsins, sem lýst var á Oddahátíð í sumar, að reisa Sæmundarstofu. En hún á ekki aðeins að vera fyrir fræðimenn, þeir vilja að hún verði ferðamannasegull. Frá Odda á Rangárvöllum.Arnar Halldórsson „Að það sé viðskiptahlið á þessu líka. Þar eru örugglega möguleikar líka,“ segir Ágúst Sigurðsson, formaður Oddafélagsins og sveitarstjóri Rangárþings ytra. „Við höfum rætt það við ýmsa aðila, einkaaðila, um hvort þeir sjái tækifæri í þessu hér. Og það stendur ekki á svarinu þar. Það er bara já. Menningartengd ferðaþjónusta gæti verið einhverskonar hliðarafurð af þessu,“ segir Ágúst. En hafa ferðamenn áhuga á sögu Odda, Sæmundi fróða og Snorra Sturlusyni? Koma ferðamenn í Odda? Elína Hrund Kristjánsdóttir er sóknarprestur í Odda.Sigurjón Ólason „Já, koma mjög margir ferðamenn. Svo margir að við höfum þurft að setja upp skilti að það sé bannað að tjalda hérna,“ svarar Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda, þegar við göngum upp á Gammabrekku, sem séra Matthías Jochumsson orti um þegar hann sat Odda. Markmið Oddafélagsins er að þar rísi menningar- og fræðasetur með stórri kirkju, sem jafnframt þjóni sem 400-500 manna tónleikasalur. „Hugmyndin er gömul. Þetta er ekkert ný hugmynd. Og þetta er eiginlega alltaf sama hugmyndin. Nú er bara komið að því að reyna að hrinda þessu í framkvæmd,“ segir Ágúst. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Menning Ferðamennska á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Ungir bændur nytja fornfrægt höfuðból Sá siður að presturinn í Odda á Rangárvöllum sinni jafnframt búskapnum á þessu fornfræga höfuðbóli heyrir sögunni til. „Ég er bara með einn hund,“ segir sóknarpresturinn Elína Hrund Kristjánsdóttir. 30. október 2021 13:30 Oddaverjar virðast hafa grafið gríðarstóra hella fyrir bústofninn Hellir sem fornleifafræðingar rannsaka núna í Odda á Rangárvöllum var í notkun á tíma Sæmundar fróða og er elsta staðfesta dæmi um manngerðan helli á Íslandi. Gríðarleg stærð hans vekur athygli og bendir til að Oddaverjar hafi staðið fyrir miklum búrekstri. 2. ágúst 2021 22:22 Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. 5. júlí 2021 22:36 Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Ungir bændur nytja fornfrægt höfuðból Sá siður að presturinn í Odda á Rangárvöllum sinni jafnframt búskapnum á þessu fornfræga höfuðbóli heyrir sögunni til. „Ég er bara með einn hund,“ segir sóknarpresturinn Elína Hrund Kristjánsdóttir. 30. október 2021 13:30
Oddaverjar virðast hafa grafið gríðarstóra hella fyrir bústofninn Hellir sem fornleifafræðingar rannsaka núna í Odda á Rangárvöllum var í notkun á tíma Sæmundar fróða og er elsta staðfesta dæmi um manngerðan helli á Íslandi. Gríðarleg stærð hans vekur athygli og bendir til að Oddaverjar hafi staðið fyrir miklum búrekstri. 2. ágúst 2021 22:22
Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. 5. júlí 2021 22:36
Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21