Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2021 13:35 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er mætt til Skotlands á COP26-ráðstefnuna. Phil Noble - Pool/Getty Images Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. Ríki heims ræða nú í Glasgow á loftlagsráðstefnunni COP26 hvernig þau ætla að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan 2°C og helst 1,5°C á þessari öld miðað við fyrir iðnbyltingu. Leiðtogar heims hafa hver á fætur öðrum stigið í pontu á ráðstefnunni í morgun og var komið að Katrínu um hádegisbilið í dag. Þar fór hún yfir þær skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist til að má markmiðum Parísarsamkomulagsins, auk þess sem að hún kom inn á stjórnarmyndunarviðræður VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, í samhengi við áætlun stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent fyrir árið 2030. Horfa má á ræðu Katrínar í spilaranum hér fyrir neðan. „Flokkarnir sem eru nú að mynda ríkisstjórn eru að ræða saman um hvernig er hægt að styrkja þetta markmið, 2030 markmiðið, á sama tíma og við tryggjum sanngjarna umskiptingu í átt að grænna hagkerfi,“ sagði Katrín. Þá sagðist hún vonast til þess að byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum gæti verið lítið skref í átt að einhverju mun stærra. „Tækni sem gæti nýst heimsbyggðinni allri,“ sagði Katrín. Þá vitnaði hún í Andra Snæ Magnason um að nú væri tíminn til aðgerða. Las hún upp brot úr bók hans, Um tímann og vatnið. Fjallaði brotið um að allt sem hver og einn gerði skapaði framtíðina á hverri stundu, allt sem hver gerði skipti máli. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands tók á móti Katrínu í gær.Christopher Furlong/Getty Images Notaði Katrín þessi orð til að brýna gesti til dáða svo bjarga mætti deginum, og plánetunni. „Orð hans eru sönn,“ sagði Katrín um brotið eftir Andra Snæ sem hún las upp. „Tíminn til að skapa framtíðina er núna. Hvatti hún einnig leiðtoga heimsins til þess að horfa til jafnréttis kynja í ákvörðanatöku um loftslagsmál. „Við verðum að taka konur og stúlkur með í reikninginn á öllum stigum aðgerða í loftslagsmálum og ákvarðanatöku. Við þurfum orku og hugkvæmni alls mannkyns,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur COP26 Loftslagsmál Tengdar fréttir Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42 Sér engan sjálfstæðan metnað frá íslenskum stjórnvöldum Íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt neinn sjálfstæðan metnað um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að mati formanns Ungra umhverfissinna sem er staddur á COP26-loftslagsráðstefnunni sem hófst í Skotlandi í dag. 1. nóvember 2021 20:04 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Ríki heims ræða nú í Glasgow á loftlagsráðstefnunni COP26 hvernig þau ætla að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan 2°C og helst 1,5°C á þessari öld miðað við fyrir iðnbyltingu. Leiðtogar heims hafa hver á fætur öðrum stigið í pontu á ráðstefnunni í morgun og var komið að Katrínu um hádegisbilið í dag. Þar fór hún yfir þær skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist til að má markmiðum Parísarsamkomulagsins, auk þess sem að hún kom inn á stjórnarmyndunarviðræður VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, í samhengi við áætlun stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent fyrir árið 2030. Horfa má á ræðu Katrínar í spilaranum hér fyrir neðan. „Flokkarnir sem eru nú að mynda ríkisstjórn eru að ræða saman um hvernig er hægt að styrkja þetta markmið, 2030 markmiðið, á sama tíma og við tryggjum sanngjarna umskiptingu í átt að grænna hagkerfi,“ sagði Katrín. Þá sagðist hún vonast til þess að byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum gæti verið lítið skref í átt að einhverju mun stærra. „Tækni sem gæti nýst heimsbyggðinni allri,“ sagði Katrín. Þá vitnaði hún í Andra Snæ Magnason um að nú væri tíminn til aðgerða. Las hún upp brot úr bók hans, Um tímann og vatnið. Fjallaði brotið um að allt sem hver og einn gerði skapaði framtíðina á hverri stundu, allt sem hver gerði skipti máli. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands tók á móti Katrínu í gær.Christopher Furlong/Getty Images Notaði Katrín þessi orð til að brýna gesti til dáða svo bjarga mætti deginum, og plánetunni. „Orð hans eru sönn,“ sagði Katrín um brotið eftir Andra Snæ sem hún las upp. „Tíminn til að skapa framtíðina er núna. Hvatti hún einnig leiðtoga heimsins til þess að horfa til jafnréttis kynja í ákvörðanatöku um loftslagsmál. „Við verðum að taka konur og stúlkur með í reikninginn á öllum stigum aðgerða í loftslagsmálum og ákvarðanatöku. Við þurfum orku og hugkvæmni alls mannkyns,“ sagði Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur COP26 Loftslagsmál Tengdar fréttir Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42 Sér engan sjálfstæðan metnað frá íslenskum stjórnvöldum Íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt neinn sjálfstæðan metnað um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að mati formanns Ungra umhverfissinna sem er staddur á COP26-loftslagsráðstefnunni sem hófst í Skotlandi í dag. 1. nóvember 2021 20:04 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13
Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42
Sér engan sjálfstæðan metnað frá íslenskum stjórnvöldum Íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt neinn sjálfstæðan metnað um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að mati formanns Ungra umhverfissinna sem er staddur á COP26-loftslagsráðstefnunni sem hófst í Skotlandi í dag. 1. nóvember 2021 20:04