Rætt um peninga og raunverulegar aðgerðir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 18:08 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heilsar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, á loftslagsráðstefnunni í Glasgow. AP Forsætisráðherra segir jákvætt að umræðan á loftslagsráðstefnunni í Glasgow snúist að miklu leyti um peninga og raunverulegar aðgerðir. Íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir um sex hundruð milljarða króna í grænum lausnum á næstu níu árum. Katrín Jakobsdóttir fór yfir markmið Íslands í loftslagsmálum á COP26 í dag og í ávarpinu sagði hún ljóst að núverandi markmið allra ríkja dugi ekki til þess að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum - og þar með standa við markmið Parísarsáttmálans. Markmiðin þurfi að uppfæra. Þá kynnti hún nýjar og umhverfisvænar lausnir á Íslandi. „Ein og við erum að sjá á Hellisheiði þar sem verið er að nýta tækni og hugvit og dæla kolefni niður í jarðveginn; það verið að fanga kolefni úr andrúmsloftinu.“ Góðar fréttir fyrir verkefni á borð við einmitt það voru boðaðar í dag þegar þrettán íslenskir lífeyrissjóðir tilkynntu að þeir ætla að fjárfesta fyrir um 580 milljarða króna í verkefnum sem tengjast hreinni orku og umhverfisvænum lausnum á næstu níu árum. Þetta er gríðarleg aukning frá því sem verið hefur og gæti hlutur grænna fjárfestinga margfaldast í eignasafni lífeyrissjóðanna. „Þetta er auðvitað eitt af því sem er mjög mikið til umræðu hér. Hvert peningarnir eru að fara. Því við höfum staðið frammi fyrir því töluvert lengi að það er í raun og veru meira fé sem er að renna til óendurnýjanlegra orkugjafa en endurnýjanlegra.“ Á ráðstefnunni í dag tilkynnti auðjöfurinn Jeff Bezos einnig um stóra fjárfestingu en hann ætlar að verja tveimur milljörðum Bandaríkjadala, eða um 250 milljörðum króna, í að græða landsvæði og styrkja umhverfisvæna matvælaframleiðslu. Aðspurð hvort umræður á ráðstefnunni séu líklegar til að skila árangri segir Katrín jákvætt að þær snúi meira en áður að raunverulegum aðgerðum. „Ef maður miðar við Parísarráðstefnuna er umræðan meira aðgerðamiðuð og það er meira verið að horfa til þess hverju aðgerðirnar skila. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn þar til annað kemur í ljós en ég skynja allavega mikinn og einbeittan vilja hjá mörgum til að ná árangri,“ segir Katrín. COP26 Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir fór yfir markmið Íslands í loftslagsmálum á COP26 í dag og í ávarpinu sagði hún ljóst að núverandi markmið allra ríkja dugi ekki til þess að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum - og þar með standa við markmið Parísarsáttmálans. Markmiðin þurfi að uppfæra. Þá kynnti hún nýjar og umhverfisvænar lausnir á Íslandi. „Ein og við erum að sjá á Hellisheiði þar sem verið er að nýta tækni og hugvit og dæla kolefni niður í jarðveginn; það verið að fanga kolefni úr andrúmsloftinu.“ Góðar fréttir fyrir verkefni á borð við einmitt það voru boðaðar í dag þegar þrettán íslenskir lífeyrissjóðir tilkynntu að þeir ætla að fjárfesta fyrir um 580 milljarða króna í verkefnum sem tengjast hreinni orku og umhverfisvænum lausnum á næstu níu árum. Þetta er gríðarleg aukning frá því sem verið hefur og gæti hlutur grænna fjárfestinga margfaldast í eignasafni lífeyrissjóðanna. „Þetta er auðvitað eitt af því sem er mjög mikið til umræðu hér. Hvert peningarnir eru að fara. Því við höfum staðið frammi fyrir því töluvert lengi að það er í raun og veru meira fé sem er að renna til óendurnýjanlegra orkugjafa en endurnýjanlegra.“ Á ráðstefnunni í dag tilkynnti auðjöfurinn Jeff Bezos einnig um stóra fjárfestingu en hann ætlar að verja tveimur milljörðum Bandaríkjadala, eða um 250 milljörðum króna, í að græða landsvæði og styrkja umhverfisvæna matvælaframleiðslu. Aðspurð hvort umræður á ráðstefnunni séu líklegar til að skila árangri segir Katrín jákvætt að þær snúi meira en áður að raunverulegum aðgerðum. „Ef maður miðar við Parísarráðstefnuna er umræðan meira aðgerðamiðuð og það er meira verið að horfa til þess hverju aðgerðirnar skila. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn þar til annað kemur í ljós en ég skynja allavega mikinn og einbeittan vilja hjá mörgum til að ná árangri,“ segir Katrín.
COP26 Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira