Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins, en um miðjan fyrri hálfleik náðu heimakonur í Ajax forystunni. Þær náðu mest sjö marka forystu, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 17-11.
Heimakonur náðu fljótt tíu marka forystu í seinni hálfleik og héldu því forskoti út leikinn. Lokatölur urðu 30-21, en Ajax hefur nú níu stig í áttunda sæti deildarinnar eftir tíu leiki, þrem stigum meira en Elín Jóna og Ringkøbing sem sitja í 11. sæti.
Elín Jóna stóð vaktina í marki Ringkøbing í upphafi leiks og varði fimm skot eða rétt rúmlega 20 prósent.