Haukur Þrastar: Yndisleg tilfinning að komast aftur inn á völlinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 10:01 Haukur Þrastarson er kominn af stað að nýju eftir erfitt ár. Vísir/Vilhelm Handboltamaðurinn Haukur Þrastarson er kominn til Íslands til að taka þátt í æfingum íslenska handboltalandsliðsins sem er að byrja undirbúning sinn fyrir Evrópumótið í janúar. Haukar átti að vera kominn í risastórt hlutverk með íslenska landsliðinu á síðasta stórmóti en örlögin tóku í taumana. Haukur missti af heimsmeistaramótinu í byrjun ársins eftir að hafa slitið krossband í byrjun fyrsta tímabils síns sem atvinnumaður hjá pólska liðinu Vive Kielce. Haukur er nú kominn aftur af stað og hitti Henry Birgi Gunnarsson fyrir æfingu landsliðsins í gær. „Það er yndislegt að vera kominn aftur af stað. Maður var búinn að bíða ansi lengi og orðinn óþolinmóður. Það var yndisleg tilfinning að komast aftur inn á völlinn. Það er búið að vera erfitt að vera svona lengi frá og reynir mikið á. Þetta er því bara frábært,“ sagði Haukur Þrastarson. Klippa: Haukur: Vonandi betri tímar framundan „Ég get alveg viðurkennt það að þetta reyndi mikið á og þá sérstaklega á hausinn. Ég er þarna kominn á nýjan stað og þetta gerist fljótlega eftir að ég kem út. Ég myndi segja að ég hafi náð að sinna þessu vel og þetta gekk vel. Ég fékk að vera á Íslandi í góðum höndum sem var mikilvægt. Með fjölskylduna með mér og það var því gott að komast heim,“ sagði Haukur. „Ég fékk góðan tíma heima í endurhæfingunni. Ég hef samt verið lengi að komast í gang á þessu tímabili en það er frábært að komast aftur á völlinn,“ sagði Haukur. „Ég get ekki sagt það að ég sé hundrað prósent. Frá því að við byrjuðum í sumar þá hefur þetta verið svolítið „on off“ og alls ekki hundrað prósent. Ég er því ekki enn orðinn það en ég finn að þetta hefur verið að koma síðustu vikur og tilfinningin er orðin betri. Ég er bara bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Haukur. „Ég fer mjög varlega sérstaklega af því að þetta var svo langur tími í burtu. Það er bara eðlilegt. Það eru alls konar hlutir sem fylgja þessu. Þú ferð ekki bara beint inn á völlinn og allt er búið. Það tekur tíma að komast í gang og fá tilfinninguna aftur,“ sagði Haukur. „Það eru vonandi betri tímar framundan. Þetta er búið að vera aðeins annað en maður gerði ráð fyrir og var búinn að sjá fyrir sér. Það er bara upp á við eftir það og maður lærir af þessu,“ sagði Haukur. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Haukar átti að vera kominn í risastórt hlutverk með íslenska landsliðinu á síðasta stórmóti en örlögin tóku í taumana. Haukur missti af heimsmeistaramótinu í byrjun ársins eftir að hafa slitið krossband í byrjun fyrsta tímabils síns sem atvinnumaður hjá pólska liðinu Vive Kielce. Haukur er nú kominn aftur af stað og hitti Henry Birgi Gunnarsson fyrir æfingu landsliðsins í gær. „Það er yndislegt að vera kominn aftur af stað. Maður var búinn að bíða ansi lengi og orðinn óþolinmóður. Það var yndisleg tilfinning að komast aftur inn á völlinn. Það er búið að vera erfitt að vera svona lengi frá og reynir mikið á. Þetta er því bara frábært,“ sagði Haukur Þrastarson. Klippa: Haukur: Vonandi betri tímar framundan „Ég get alveg viðurkennt það að þetta reyndi mikið á og þá sérstaklega á hausinn. Ég er þarna kominn á nýjan stað og þetta gerist fljótlega eftir að ég kem út. Ég myndi segja að ég hafi náð að sinna þessu vel og þetta gekk vel. Ég fékk að vera á Íslandi í góðum höndum sem var mikilvægt. Með fjölskylduna með mér og það var því gott að komast heim,“ sagði Haukur. „Ég fékk góðan tíma heima í endurhæfingunni. Ég hef samt verið lengi að komast í gang á þessu tímabili en það er frábært að komast aftur á völlinn,“ sagði Haukur. „Ég get ekki sagt það að ég sé hundrað prósent. Frá því að við byrjuðum í sumar þá hefur þetta verið svolítið „on off“ og alls ekki hundrað prósent. Ég er því ekki enn orðinn það en ég finn að þetta hefur verið að koma síðustu vikur og tilfinningin er orðin betri. Ég er bara bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Haukur. „Ég fer mjög varlega sérstaklega af því að þetta var svo langur tími í burtu. Það er bara eðlilegt. Það eru alls konar hlutir sem fylgja þessu. Þú ferð ekki bara beint inn á völlinn og allt er búið. Það tekur tíma að komast í gang og fá tilfinninguna aftur,“ sagði Haukur. „Það eru vonandi betri tímar framundan. Þetta er búið að vera aðeins annað en maður gerði ráð fyrir og var búinn að sjá fyrir sér. Það er bara upp á við eftir það og maður lærir af þessu,“ sagði Haukur. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira