Stefnir í stóra viku í pólitíkinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 12:04 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. vísir/Vilhelm Í næstu viku gæti dregið til tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum og líklegt er talið að Alþingi komi saman. Vinna undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa er nú á lokametrunum og greinargerð ætti að liggja fyrir á næstu dögum. Næsta vika gæti því orðið tíðindamikil á sviði stjórnmálanna. Undirbúningsnefndin hefur nú verið að störfum í um einn mánuð og unnið úr sautján kærum sem borist hafa vegna alþingiskosninganna. Flestar þeirra lúta að umdeildri endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Inga Sæland, fulltrúi Flokks fólksins í nefndinni, segir vinnuna á lokametrunum. „Við erum bara að vinna með öll gögnin og það er búið að setja þau heildstætt inn í skjal. Við erum að fara yfir það lið fyrir lið og bæta úr með tilliti til allra gagna sem við höfum. Núna eru það drögin en ég vona að um helgina verði þetta orðið algjörlega yfirfarið og heildstætt.“ Þegar greinargerðin liggur fyrir verður kærendum gefinn kostur á að andmæla henni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið líklegt að þing komi saman um miðja næstu viku en þá verður kosið í kjörbréfanefnd sem skilar af sér tillögu sem síðan verður lögð fram á þingfundi - og þingmenn eiga síðasta orðið um í atkvæðagreiðslu. Hver er þín tilfinning fyrir málinu á þessu stigi? „Maður hefur enga sérstaka tilfinningu fyrir því hvort þetta verði ofan á eða hitt verði ofan á, eða hvað það verður sem við leggjum til í lok dags. Þetta er ekki komið þangað. En á föstudaginn gæti ég ímyndað mér að þú gætir spurt mig að þessu,“ segir Inga Sæland. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir vinnu undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa á lokametrunum.vísir/Vilhelm Afgreiðsla kjörbréfanefndar helst í hendur við stjórnarmyndunarviðræður sem nú hafa staðið yfir í um fimm vikur þar sem formenn stjórnarflokkanna hafa sagt ólíklegt að ný ríkisstjórn verði formlega mynduð áður en niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir drög að stjórnarsáttmála tilbúin að einhverju leyti og að ný ríkisstjórn gæti litið dagsins ljós í næstu viku. „Það er alveg möguleiki. Okkur hefur gengið ágætlega, það hefur verið smá pása hjá okkur á meðan við erum annars staðar, en það skýrist núna á næstu dögum og það er góður möguleiki að það geti gengið,“ segir Sigurður. Hann segir tímabært að Alþingi fari að koma saman. „Það er í raun og veru fer að verða nauðsynlegt, bæði til að klára fjárlög og aðra hluti sem þarf að klára fyrir jól. En ég minni reyndar á að það [þingið] kom saman 11. desember fyrir fjórum árum og það gekk líka ágætlega.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira
Undirbúningsnefndin hefur nú verið að störfum í um einn mánuð og unnið úr sautján kærum sem borist hafa vegna alþingiskosninganna. Flestar þeirra lúta að umdeildri endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Inga Sæland, fulltrúi Flokks fólksins í nefndinni, segir vinnuna á lokametrunum. „Við erum bara að vinna með öll gögnin og það er búið að setja þau heildstætt inn í skjal. Við erum að fara yfir það lið fyrir lið og bæta úr með tilliti til allra gagna sem við höfum. Núna eru það drögin en ég vona að um helgina verði þetta orðið algjörlega yfirfarið og heildstætt.“ Þegar greinargerðin liggur fyrir verður kærendum gefinn kostur á að andmæla henni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið líklegt að þing komi saman um miðja næstu viku en þá verður kosið í kjörbréfanefnd sem skilar af sér tillögu sem síðan verður lögð fram á þingfundi - og þingmenn eiga síðasta orðið um í atkvæðagreiðslu. Hver er þín tilfinning fyrir málinu á þessu stigi? „Maður hefur enga sérstaka tilfinningu fyrir því hvort þetta verði ofan á eða hitt verði ofan á, eða hvað það verður sem við leggjum til í lok dags. Þetta er ekki komið þangað. En á föstudaginn gæti ég ímyndað mér að þú gætir spurt mig að þessu,“ segir Inga Sæland. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir vinnu undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa á lokametrunum.vísir/Vilhelm Afgreiðsla kjörbréfanefndar helst í hendur við stjórnarmyndunarviðræður sem nú hafa staðið yfir í um fimm vikur þar sem formenn stjórnarflokkanna hafa sagt ólíklegt að ný ríkisstjórn verði formlega mynduð áður en niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir drög að stjórnarsáttmála tilbúin að einhverju leyti og að ný ríkisstjórn gæti litið dagsins ljós í næstu viku. „Það er alveg möguleiki. Okkur hefur gengið ágætlega, það hefur verið smá pása hjá okkur á meðan við erum annars staðar, en það skýrist núna á næstu dögum og það er góður möguleiki að það geti gengið,“ segir Sigurður. Hann segir tímabært að Alþingi fari að koma saman. „Það er í raun og veru fer að verða nauðsynlegt, bæði til að klára fjárlög og aðra hluti sem þarf að klára fyrir jól. En ég minni reyndar á að það [þingið] kom saman 11. desember fyrir fjórum árum og það gekk líka ágætlega.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira