Sævar um kolefnisspor vegna COP26: „60 þúsund tonn fyrir milljarða tonna eru ágæt skipti“ Þorgils Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 21:54 Sævar Helgi Bragason segir að þó vissulega sé kolefnisspor af COP26, sé von til þess að ráðstefnan verði til þess að samdrátturinn í losun verði meiri en það. Kolefnisspor vegna flugferða þeirra 50 Íslendinga sem sækja yfirstandandi loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow, COP26, er á við losun sex sparneytinna, olíuknúinna bíla á ári. Ráðstefnan ætti þó að skila meiri samdrætti í útblæstri á komandi árum en þeim 60 þúsund tonnum sem falla til vegna hennar. Þetta kemur fram í aðsendri grein Sævars Helga Bragasonar hér á Vísi síðan fyrr í dag. Þar fer Sævar yfir þær gagnrýnisraddir sem hafa verið uppi um meintan tvískinnung sem felst í því að þjóðarleiðtogar og aðrir ráðstefnugestir stuðli að útblæstri gróðurhúsalofttegunda með því að fljúga til funda í Glasgow. „Í heilagri vandlætingu benda þau á allt fólkið sem þangað flykkist fljúgandi til að ræða lausnir við loftslagsvandanum.“ Sævar segir að lauslega áætlað sé kolefnisfótspor COP26 um 60 þúsund tonn af koldíoxíði í heildina, sem deilist niður á næstum 30 þúsund manns. Það falli að mestu til vegna ferðalaga gesta til og frá Glasgow. COP26 sé líka kolefnisjöfnuð ráðstefna. „Kannski er það óhófleg bjartsýni, jafnvel barnaleg, að vonast til þess að ráðstefnan skili meiri samdrætti í losun á heimsvísu en 60 þúsund tonn. Við vitum nú þegar að samþykkt var að stöðva eyðingu regnskóga fyrir árið 2030. Sú aðgerð mun draga úr heimslosun um milljarða tonna. 60 þúsund tonn fyrir milljarða tonna eru ágæt skipti. Eins gott að það standist. Það þarf samt að gera miklu betur.“ Hann setur þessi 60 þúsund tonn í samhengi við ýmsar stærðir í losun hér á landi. Losun frá úrgangi, óflokkuðu sorpi, hafi t.d. numið 224 þúsund tonnum hér á landi árið 2019, losun frá landbúnaði nemi um 619 þúsund tonnum á ári og málmiðnaður losar um 2 milljónir tonna á ári, eða um 33svar sinnum meira en COP26. Þar á móti er sporið af flugferðum Íslendinganna sem sækja COP26 er í kringum 13 tonn. „Af þeim eru nítján einstaklingar á vegum hins opinbera,“ segir Sævar. „Þessir sömu einstaklingar sýna ábyrgð með því að fækka öðrum ferðum í staðinn og taka einnig virkan þátt í Grænum skrefum ríkisstofnanna.“ Sævar bætir því við að það sé furðulegt hvernig sumir ákveða að „loka eyrum og augum fyrir stærsta vandamáli sem mannkynið hefur glímt við“. Sú kynslóð sem nú hrópi hæst um hræsni verði ekki til staðar til að glíma við mestu og verstu áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Ráðstefnan ætti þó að skila meiri samdrætti í útblæstri á komandi árum en þeim 60 þúsund tonnum sem falla til vegna hennar. Þetta kemur fram í aðsendri grein Sævars Helga Bragasonar hér á Vísi síðan fyrr í dag. Þar fer Sævar yfir þær gagnrýnisraddir sem hafa verið uppi um meintan tvískinnung sem felst í því að þjóðarleiðtogar og aðrir ráðstefnugestir stuðli að útblæstri gróðurhúsalofttegunda með því að fljúga til funda í Glasgow. „Í heilagri vandlætingu benda þau á allt fólkið sem þangað flykkist fljúgandi til að ræða lausnir við loftslagsvandanum.“ Sævar segir að lauslega áætlað sé kolefnisfótspor COP26 um 60 þúsund tonn af koldíoxíði í heildina, sem deilist niður á næstum 30 þúsund manns. Það falli að mestu til vegna ferðalaga gesta til og frá Glasgow. COP26 sé líka kolefnisjöfnuð ráðstefna. „Kannski er það óhófleg bjartsýni, jafnvel barnaleg, að vonast til þess að ráðstefnan skili meiri samdrætti í losun á heimsvísu en 60 þúsund tonn. Við vitum nú þegar að samþykkt var að stöðva eyðingu regnskóga fyrir árið 2030. Sú aðgerð mun draga úr heimslosun um milljarða tonna. 60 þúsund tonn fyrir milljarða tonna eru ágæt skipti. Eins gott að það standist. Það þarf samt að gera miklu betur.“ Hann setur þessi 60 þúsund tonn í samhengi við ýmsar stærðir í losun hér á landi. Losun frá úrgangi, óflokkuðu sorpi, hafi t.d. numið 224 þúsund tonnum hér á landi árið 2019, losun frá landbúnaði nemi um 619 þúsund tonnum á ári og málmiðnaður losar um 2 milljónir tonna á ári, eða um 33svar sinnum meira en COP26. Þar á móti er sporið af flugferðum Íslendinganna sem sækja COP26 er í kringum 13 tonn. „Af þeim eru nítján einstaklingar á vegum hins opinbera,“ segir Sævar. „Þessir sömu einstaklingar sýna ábyrgð með því að fækka öðrum ferðum í staðinn og taka einnig virkan þátt í Grænum skrefum ríkisstofnanna.“ Sævar bætir því við að það sé furðulegt hvernig sumir ákveða að „loka eyrum og augum fyrir stærsta vandamáli sem mannkynið hefur glímt við“. Sú kynslóð sem nú hrópi hæst um hræsni verði ekki til staðar til að glíma við mestu og verstu áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira