Sævar um kolefnisspor vegna COP26: „60 þúsund tonn fyrir milljarða tonna eru ágæt skipti“ Þorgils Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 21:54 Sævar Helgi Bragason segir að þó vissulega sé kolefnisspor af COP26, sé von til þess að ráðstefnan verði til þess að samdrátturinn í losun verði meiri en það. Kolefnisspor vegna flugferða þeirra 50 Íslendinga sem sækja yfirstandandi loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow, COP26, er á við losun sex sparneytinna, olíuknúinna bíla á ári. Ráðstefnan ætti þó að skila meiri samdrætti í útblæstri á komandi árum en þeim 60 þúsund tonnum sem falla til vegna hennar. Þetta kemur fram í aðsendri grein Sævars Helga Bragasonar hér á Vísi síðan fyrr í dag. Þar fer Sævar yfir þær gagnrýnisraddir sem hafa verið uppi um meintan tvískinnung sem felst í því að þjóðarleiðtogar og aðrir ráðstefnugestir stuðli að útblæstri gróðurhúsalofttegunda með því að fljúga til funda í Glasgow. „Í heilagri vandlætingu benda þau á allt fólkið sem þangað flykkist fljúgandi til að ræða lausnir við loftslagsvandanum.“ Sævar segir að lauslega áætlað sé kolefnisfótspor COP26 um 60 þúsund tonn af koldíoxíði í heildina, sem deilist niður á næstum 30 þúsund manns. Það falli að mestu til vegna ferðalaga gesta til og frá Glasgow. COP26 sé líka kolefnisjöfnuð ráðstefna. „Kannski er það óhófleg bjartsýni, jafnvel barnaleg, að vonast til þess að ráðstefnan skili meiri samdrætti í losun á heimsvísu en 60 þúsund tonn. Við vitum nú þegar að samþykkt var að stöðva eyðingu regnskóga fyrir árið 2030. Sú aðgerð mun draga úr heimslosun um milljarða tonna. 60 þúsund tonn fyrir milljarða tonna eru ágæt skipti. Eins gott að það standist. Það þarf samt að gera miklu betur.“ Hann setur þessi 60 þúsund tonn í samhengi við ýmsar stærðir í losun hér á landi. Losun frá úrgangi, óflokkuðu sorpi, hafi t.d. numið 224 þúsund tonnum hér á landi árið 2019, losun frá landbúnaði nemi um 619 þúsund tonnum á ári og málmiðnaður losar um 2 milljónir tonna á ári, eða um 33svar sinnum meira en COP26. Þar á móti er sporið af flugferðum Íslendinganna sem sækja COP26 er í kringum 13 tonn. „Af þeim eru nítján einstaklingar á vegum hins opinbera,“ segir Sævar. „Þessir sömu einstaklingar sýna ábyrgð með því að fækka öðrum ferðum í staðinn og taka einnig virkan þátt í Grænum skrefum ríkisstofnanna.“ Sævar bætir því við að það sé furðulegt hvernig sumir ákveða að „loka eyrum og augum fyrir stærsta vandamáli sem mannkynið hefur glímt við“. Sú kynslóð sem nú hrópi hæst um hræsni verði ekki til staðar til að glíma við mestu og verstu áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Ráðstefnan ætti þó að skila meiri samdrætti í útblæstri á komandi árum en þeim 60 þúsund tonnum sem falla til vegna hennar. Þetta kemur fram í aðsendri grein Sævars Helga Bragasonar hér á Vísi síðan fyrr í dag. Þar fer Sævar yfir þær gagnrýnisraddir sem hafa verið uppi um meintan tvískinnung sem felst í því að þjóðarleiðtogar og aðrir ráðstefnugestir stuðli að útblæstri gróðurhúsalofttegunda með því að fljúga til funda í Glasgow. „Í heilagri vandlætingu benda þau á allt fólkið sem þangað flykkist fljúgandi til að ræða lausnir við loftslagsvandanum.“ Sævar segir að lauslega áætlað sé kolefnisfótspor COP26 um 60 þúsund tonn af koldíoxíði í heildina, sem deilist niður á næstum 30 þúsund manns. Það falli að mestu til vegna ferðalaga gesta til og frá Glasgow. COP26 sé líka kolefnisjöfnuð ráðstefna. „Kannski er það óhófleg bjartsýni, jafnvel barnaleg, að vonast til þess að ráðstefnan skili meiri samdrætti í losun á heimsvísu en 60 þúsund tonn. Við vitum nú þegar að samþykkt var að stöðva eyðingu regnskóga fyrir árið 2030. Sú aðgerð mun draga úr heimslosun um milljarða tonna. 60 þúsund tonn fyrir milljarða tonna eru ágæt skipti. Eins gott að það standist. Það þarf samt að gera miklu betur.“ Hann setur þessi 60 þúsund tonn í samhengi við ýmsar stærðir í losun hér á landi. Losun frá úrgangi, óflokkuðu sorpi, hafi t.d. numið 224 þúsund tonnum hér á landi árið 2019, losun frá landbúnaði nemi um 619 þúsund tonnum á ári og málmiðnaður losar um 2 milljónir tonna á ári, eða um 33svar sinnum meira en COP26. Þar á móti er sporið af flugferðum Íslendinganna sem sækja COP26 er í kringum 13 tonn. „Af þeim eru nítján einstaklingar á vegum hins opinbera,“ segir Sævar. „Þessir sömu einstaklingar sýna ábyrgð með því að fækka öðrum ferðum í staðinn og taka einnig virkan þátt í Grænum skrefum ríkisstofnanna.“ Sævar bætir því við að það sé furðulegt hvernig sumir ákveða að „loka eyrum og augum fyrir stærsta vandamáli sem mannkynið hefur glímt við“. Sú kynslóð sem nú hrópi hæst um hræsni verði ekki til staðar til að glíma við mestu og verstu áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira