TMZ sagði fyrstur miðla frá stefnumótinu, sem fór fram á veitingastaðnum Campania. Samkvæmt TMZ fóru þau inn bakdyramegin en tókst þó ekki að forðast að sjást saman.
Þau borðuðu saman pasta og pítsu, fyrir þá sem voru að velta því fyrir sér. Samkvæmt slúðurmiðlinum Page Six borðuðu þau á þakinu og hafði Pete verið búinn að bóka þetta allt saman fyrir fram.
Stjörnurnar voru myndaðar haldast í hendur í rússíbana í síðustu viku en sögusagnir um hugsanlegt samband þeirra voru fljótt þaggaðar niður og þau sögð aðeins vinir. Nú virðast þau allavega vera að eyða meiri tíma saman og fjölmiðlar vestanhafs eru mjög áhugasamir um þróunina.
Kim eyddi viku með Pete á dögunum þegar hún var þáttastjórnandi SNL á dögunum og kysstust þau í einu atriðinu, þegar þau léku Jasmín og Alladin. Skilnaður Kim og Ye, áður Kanye West, er frágengin. Pete hefur verið á lausu síðustu misseri en hann hefur áður verið að hitta þekktar konur eins og Kaiu Gerber, Ariönu Grande, Kate Beckinsale og fleiri.