Erfiðasta afbrigðið til þessa Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. nóvember 2021 11:59 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en ekki hafa fleiri greinst í þrjá mánuði. Sóttvarnalæknir hefur þungar áhyggjur af stöðunni og íhugar leiðir til að bregðast við. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 104, eða um 72 prósent, utan sóttkvíar við greiningu. Samkvæmt Covid.is eru sautján á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og fimm á gjörgæslu, eins og í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mörg smitanna mega rekja til skemmtanahalds um síðustu helgi, auk þess sem stór hópsýking er komin upp á Akranesi. „Og við erum greinilega með smit í öðrum hópum sem tengjast skemmtanalífi og tónlistarlífi, þannig að veiran er bara mjög víða og það þarf lítið til. Og enn og aftur erum við að sjá fólk með einkenni sem er að mæta og fara í hópa.“ Ákall frá Rúmenum Ákveðið var í morgun að halda aðgerðum á landamærum óbreyttum til 15. janúar. Um aðgerðir innanlands segir Þórólfur að sér fyndist óskynsamlegt að aflétta öllu 18. nóvember og bendir í því samhengi á stöðuna erlendis. „Mikil uppsveifla í Danmörku og Danir eru að íhuga að koma með takmarkanir aftur. Uppsveifla í Noregi. Það er ákall frá Rúmenum, þeir eru að senda gjörgæslusjúklinga milli landa af því þeir hafa ekki pláss fyrir þá sjálfir. Við viljum ekki lenda í því þannig við þurfum að grípa í taumana áður en allt fer í strand.“ Erfiðasta afbrigðið til þessa Hann bendir á að hægt sé að kveða þessa stærstu bylgju faraldursins til þessa niður eins og gert var í sumar. „Þetta er mest smitandi afbrigði veirunnar sem við höfum haft og veldur verstum veikindum þannig að við erum akkúrat í þeim leik. Ef við hefðum ekki haft þessa útbreiddu bólusetningu þá værum við í enn verri stöðu.“ Kæmi til greina af þinni hálfu að leggja til hertar aðgerðir innanlands? „Ég held það þurfi allir að hugsa það hvað þurfi að gera til að stoppa þetta. Og við vitum hvað þarf til. Og við þurfum að taka höndum saman og hugsa það mjög vel og það er það sem ég hef verið að ræða við stjórnvöld,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20 Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær. Þetta kemur fram í Lögreglunni á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51 Sjúkrahúsið á Akureyri komið á hættustig Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið fært af óvissustigi og upp á hættustig. Covid-sjúklingur liggur nú inni á gjörgæslu í öndunarvél vegna veikinnar. Mikið álag er á sjúkrahúsinu en enn hefur innlögn sjúklingsins ekki haft áhrif á aðra starfsemi spítalans. 3. nóvember 2021 16:57 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira
Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 104, eða um 72 prósent, utan sóttkvíar við greiningu. Samkvæmt Covid.is eru sautján á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og fimm á gjörgæslu, eins og í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mörg smitanna mega rekja til skemmtanahalds um síðustu helgi, auk þess sem stór hópsýking er komin upp á Akranesi. „Og við erum greinilega með smit í öðrum hópum sem tengjast skemmtanalífi og tónlistarlífi, þannig að veiran er bara mjög víða og það þarf lítið til. Og enn og aftur erum við að sjá fólk með einkenni sem er að mæta og fara í hópa.“ Ákall frá Rúmenum Ákveðið var í morgun að halda aðgerðum á landamærum óbreyttum til 15. janúar. Um aðgerðir innanlands segir Þórólfur að sér fyndist óskynsamlegt að aflétta öllu 18. nóvember og bendir í því samhengi á stöðuna erlendis. „Mikil uppsveifla í Danmörku og Danir eru að íhuga að koma með takmarkanir aftur. Uppsveifla í Noregi. Það er ákall frá Rúmenum, þeir eru að senda gjörgæslusjúklinga milli landa af því þeir hafa ekki pláss fyrir þá sjálfir. Við viljum ekki lenda í því þannig við þurfum að grípa í taumana áður en allt fer í strand.“ Erfiðasta afbrigðið til þessa Hann bendir á að hægt sé að kveða þessa stærstu bylgju faraldursins til þessa niður eins og gert var í sumar. „Þetta er mest smitandi afbrigði veirunnar sem við höfum haft og veldur verstum veikindum þannig að við erum akkúrat í þeim leik. Ef við hefðum ekki haft þessa útbreiddu bólusetningu þá værum við í enn verri stöðu.“ Kæmi til greina af þinni hálfu að leggja til hertar aðgerðir innanlands? „Ég held það þurfi allir að hugsa það hvað þurfi að gera til að stoppa þetta. Og við vitum hvað þarf til. Og við þurfum að taka höndum saman og hugsa það mjög vel og það er það sem ég hef verið að ræða við stjórnvöld,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20 Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær. Þetta kemur fram í Lögreglunni á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51 Sjúkrahúsið á Akureyri komið á hættustig Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið fært af óvissustigi og upp á hættustig. Covid-sjúklingur liggur nú inni á gjörgæslu í öndunarvél vegna veikinnar. Mikið álag er á sjúkrahúsinu en enn hefur innlögn sjúklingsins ekki haft áhrif á aðra starfsemi spítalans. 3. nóvember 2021 16:57 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira
144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20
Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær. Þetta kemur fram í Lögreglunni á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51
Sjúkrahúsið á Akureyri komið á hættustig Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið fært af óvissustigi og upp á hættustig. Covid-sjúklingur liggur nú inni á gjörgæslu í öndunarvél vegna veikinnar. Mikið álag er á sjúkrahúsinu en enn hefur innlögn sjúklingsins ekki haft áhrif á aðra starfsemi spítalans. 3. nóvember 2021 16:57