„Mikilvægt að við sjáum smittölur strax ganga niður“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. nóvember 2021 12:15 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir mögulegt að aðgerðirnar verði framlengdar ef smittölur lækka ekki eftir helgi. Skjáskot/Stöð2 Smituðum einstaklingum fjölgar nú hratt á Akranesi og hefur bæjaráð gripið til þess ráðs að fella niður alla starfsemi í skólum á morgun. Lágmarksstarfsemi verður á öðrum stofnunum bæjarins. Bæjarstjóri segir að um sé að ræða nauðsynlega aðgerð. Alls greindust 50 manns smitaðir af kórónuveirunni á Akranesi í gær og eru nú 75 í einangrun. Þá eru 109 einstaklingar í sóttkví. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir mikilvægt að bregðast hratt við. „Við erum að sjá gríðarlega fjölgun smitaðra í samfélaginu hérna á Akranesi og það er að hafa veruleg áhrif á leikskóla, grunnskóla og frístundastarf þar sem eru að koma upp smit og við ætlum að bregðast við þessu,“ segir Sævar. Leikskólum, grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi bæjarins verður lokað á morgun og var því beint til foreldra að sækja börnin sín um hádegi í dag. Þá verður velferðarþjónusta skert, móttöku endurvinnslu lokað, heilsuefling aldraða fellur niður og endurhæfingarhúsinu Hver lokað auk þess sem íþróttaæfingar á vegum ÍA falla niður fram yfir helgi. Það mætti þá segja að það verði að mestu lokað í samfélaginu á morgun? „Já, það er það sem við ætlum að stuðla að og þannig munum við ná að komast í gegnum þetta,“ segir Sævar. Staðan verður síðan endurmetin reglulega um helgina. „Auðvitað er mikilvægt að við sjáum smittölur strax ganga niður, og það er auðvitað okkar von, en ef þörf krefur þá munum við framlengja þessar ráðstafanir,“ segir Sævar. Hann biðlar til fólks að fara áfram varlega. „Ég hvet fólk virkilega til að sýna samstöðu eins og við þekkjum vel í þessu samfélagi, nú erum við öll í miklu meira en æfingu, við landsmenn erum búin að fá meistarapróf í hvernig eigi að vinna úr þessu. Við þekkjum þetta og við kunnum þetta.“ Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir 144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20 Skemmtanahald síðustu helgar farið að segja til sín 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en ekki hafa fleiri greinst í þrjá mánuði. Sóttvarnalæknir hefur þungar áhyggjur af stöðunni og íhugar leiðir til að bregðast við. 4. nóvember 2021 11:59 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Alls greindust 50 manns smitaðir af kórónuveirunni á Akranesi í gær og eru nú 75 í einangrun. Þá eru 109 einstaklingar í sóttkví. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir mikilvægt að bregðast hratt við. „Við erum að sjá gríðarlega fjölgun smitaðra í samfélaginu hérna á Akranesi og það er að hafa veruleg áhrif á leikskóla, grunnskóla og frístundastarf þar sem eru að koma upp smit og við ætlum að bregðast við þessu,“ segir Sævar. Leikskólum, grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi bæjarins verður lokað á morgun og var því beint til foreldra að sækja börnin sín um hádegi í dag. Þá verður velferðarþjónusta skert, móttöku endurvinnslu lokað, heilsuefling aldraða fellur niður og endurhæfingarhúsinu Hver lokað auk þess sem íþróttaæfingar á vegum ÍA falla niður fram yfir helgi. Það mætti þá segja að það verði að mestu lokað í samfélaginu á morgun? „Já, það er það sem við ætlum að stuðla að og þannig munum við ná að komast í gegnum þetta,“ segir Sævar. Staðan verður síðan endurmetin reglulega um helgina. „Auðvitað er mikilvægt að við sjáum smittölur strax ganga niður, og það er auðvitað okkar von, en ef þörf krefur þá munum við framlengja þessar ráðstafanir,“ segir Sævar. Hann biðlar til fólks að fara áfram varlega. „Ég hvet fólk virkilega til að sýna samstöðu eins og við þekkjum vel í þessu samfélagi, nú erum við öll í miklu meira en æfingu, við landsmenn erum búin að fá meistarapróf í hvernig eigi að vinna úr þessu. Við þekkjum þetta og við kunnum þetta.“
Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir 144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20 Skemmtanahald síðustu helgar farið að segja til sín 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en ekki hafa fleiri greinst í þrjá mánuði. Sóttvarnalæknir hefur þungar áhyggjur af stöðunni og íhugar leiðir til að bregðast við. 4. nóvember 2021 11:59 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20
Skemmtanahald síðustu helgar farið að segja til sín 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en ekki hafa fleiri greinst í þrjá mánuði. Sóttvarnalæknir hefur þungar áhyggjur af stöðunni og íhugar leiðir til að bregðast við. 4. nóvember 2021 11:59