Innlent

Viðskiptavinir Bónuss hvattir til að nota grímu

Kjartan Kjartansson skrifar
Starfsmaður Bónus sótthreinsar innkaupakerrur fyrr í faraldrinum. Útlit er fyrir að sóttvarnaaðgerðir gætu verið hertar aftur fljótlega vegna fjölgunar smita í samfélaginu.
Starfsmaður Bónus sótthreinsar innkaupakerrur fyrr í faraldrinum. Útlit er fyrir að sóttvarnaaðgerðir gætu verið hertar aftur fljótlega vegna fjölgunar smita í samfélaginu. Vísir/Vilhelm

Framkvæmdastjóri verslanakeðjunnar Bónuss hvetur viðskiptavini til þess að nota grímu í verslunum í ljósi mikilla óvissa vegna fjölgunar kórónuveirusmita í samfélaginu. Sóttvarnalæknir hefur skilað ráðherra minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir.

Stóru verslanakeðjurnar Bónus og Krónan afnámu grímuskyldu í verslunum um mánaðamótin ágúst-september.

Smituðum hefur farið fjölgandi undanfarna daga og vikur. Aðeins tvisvar hafa fleiri greinst smitaðir á einum degi en í dag frá upphafi faraldursins, 144 talsins. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir utan sóttkvíar en í dag.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði RÚV í kvöld að hún hefði fengið minnisblað frá sóttvarnalækni um hertar aðgerðir í hendur.

Í tilkynningu frá Högum, eiganda Bónuss, eru viðskiptavinir bæði hvattir til að nota grímu í verslunum og að huga vel að öðrum einstaklingsbundnum sóttvörnum. Haft er eftir Guðmundi Marteinssyni, framkvæmdastjóra Bónuss, að mikið álag sé á starfsfólk verslana um allt land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×