Telur óbreyttar aðgerðir á landamærum dýrkeypt mistök Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 4. nóvember 2021 21:49 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Stöð 2 Ákvörðun stjórnvalda um að halda sóttvarnaaðgerðum á landamærum Íslands óbreyttum áfram eru dýrkeypt mistök efnahagslega, að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann segir að skimun á landamærunum geti dregið úr eftirspurn eftir ferðum til Íslands um 10-20 prósent. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að núgildandi takmarkanir á landamærunum yrði óbreyttar til 15. janúar. Allir farþegar sem koma til landsins, hvort sem þeir eru íslenskir eða ekki, þurfa að framvísa neikvæðu PCR- eða hraðgreiningarprófi sem má ekki vera eldra en 72 klukkustundir. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að það kosti þjóðarbúið um 26 milljarða króna fyrir hverja hundrað þúsund ferðamenn sem koma ekki til landsins. Flugfélög meti þörfina eftir flugsætum til Íslands næsta sumar þessa dagana og fram í janúar. Ákvörðunin um að halda takmörkunum óbreyttum nú muni því hafa áhrif á eftirspurnina og verðmæti fyrir þjóðarbúið langt inn í næsta ár. „Þetta er bara efnahagslega óverjandi ákvörðun,“ segir Jóhannes Þór. Hann telur eðlilegt að stjórnvöld birti mat sitt þar sem sóttvarnarsjónarmið og efnahagsleg sjónarmið séu vegin og metin. Þó að ákvörðunin nú sé ekki beint óvænt sé hún ferðaþjónustunni áfall. Hún hafi gert sér vonir um að ríkisstjórnin tæki mark á ábendingum hennar. „Það er augljóslega ekki gert í þessu tilfelli.“ Brotthvarf eins flugfélags kosta sex og hálfan milljarð í glataðar tekjur Spurður að því hvort að það sé virkilega svo íþyngjandi fyrir erlenda ferðamenn að fara í eitt Covid-próf segir Jóhannes Þór að flugfélög og erlendar ferðaskrifstofur meti það svo að það eitt geti dregið úr eftirspurn um tíu til tuttugu prósent. „Við erum þegar búin að sjá eitt flugfélag sem var með áætlarnir um að koma hér með 25.000 flugsæti næsta sumar hefur ákveðið að fara með þá eitthvað annað,“ segir Jóhannes Þór. Þeir farþegar fari ekki til annarra flugfélaga sem fljúga til Íslands í staðinn því erlenda flugfélagið sé einnig ferðaskrifstofa sem selur flugsætin. Félagið hafi þegar ákveðið að selja flugsætin til annarra áfangastaða. „Bara þetta eina flugfélag er sex og hálfur milljarður í tap fyrir íslenska þjóðarbúið þannig að þetta eru alvöru fjárhæðir, þetta eru alvöru vandamál og þetta er alvöru efnahagslegur skaði sem þetta veldur. Mér finnst bara kominn tími til að ríkisstjórnin taki mark á því,“ segir Jóhannes Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að núgildandi takmarkanir á landamærunum yrði óbreyttar til 15. janúar. Allir farþegar sem koma til landsins, hvort sem þeir eru íslenskir eða ekki, þurfa að framvísa neikvæðu PCR- eða hraðgreiningarprófi sem má ekki vera eldra en 72 klukkustundir. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að það kosti þjóðarbúið um 26 milljarða króna fyrir hverja hundrað þúsund ferðamenn sem koma ekki til landsins. Flugfélög meti þörfina eftir flugsætum til Íslands næsta sumar þessa dagana og fram í janúar. Ákvörðunin um að halda takmörkunum óbreyttum nú muni því hafa áhrif á eftirspurnina og verðmæti fyrir þjóðarbúið langt inn í næsta ár. „Þetta er bara efnahagslega óverjandi ákvörðun,“ segir Jóhannes Þór. Hann telur eðlilegt að stjórnvöld birti mat sitt þar sem sóttvarnarsjónarmið og efnahagsleg sjónarmið séu vegin og metin. Þó að ákvörðunin nú sé ekki beint óvænt sé hún ferðaþjónustunni áfall. Hún hafi gert sér vonir um að ríkisstjórnin tæki mark á ábendingum hennar. „Það er augljóslega ekki gert í þessu tilfelli.“ Brotthvarf eins flugfélags kosta sex og hálfan milljarð í glataðar tekjur Spurður að því hvort að það sé virkilega svo íþyngjandi fyrir erlenda ferðamenn að fara í eitt Covid-próf segir Jóhannes Þór að flugfélög og erlendar ferðaskrifstofur meti það svo að það eitt geti dregið úr eftirspurn um tíu til tuttugu prósent. „Við erum þegar búin að sjá eitt flugfélag sem var með áætlarnir um að koma hér með 25.000 flugsæti næsta sumar hefur ákveðið að fara með þá eitthvað annað,“ segir Jóhannes Þór. Þeir farþegar fari ekki til annarra flugfélaga sem fljúga til Íslands í staðinn því erlenda flugfélagið sé einnig ferðaskrifstofa sem selur flugsætin. Félagið hafi þegar ákveðið að selja flugsætin til annarra áfangastaða. „Bara þetta eina flugfélag er sex og hálfur milljarður í tap fyrir íslenska þjóðarbúið þannig að þetta eru alvöru fjárhæðir, þetta eru alvöru vandamál og þetta er alvöru efnahagslegur skaði sem þetta veldur. Mér finnst bara kominn tími til að ríkisstjórnin taki mark á því,“ segir Jóhannes Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira