„Við gáfum þeim smá vonarglætu undir lokin“ Atli Arason skrifar 4. nóvember 2021 23:12 Ragnar Örn Bragason Vísir/Bára Dröfn Ragnar Örn Bragason, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var kampakátur með afar öflugan sigur Þórs á Keflavík í kvöld, 80-89. Keflavík var eina taplausa liðið í deildinni fyrir þennan leik. „Það er mjög sterkt að koma hingað á móti þessu góða liði sem er ekki búið að tapa leik og sækja sigur. Við erum mjög ánægðir,“ sagðir Ragnar í viðtali við Vísi eftir leik. Glynn Watson, leikmaður Þórs, var stigahæsti leikmaður leiksins með 28 stig í kvöld. Keflavík var einu stigi yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en Glynn skoraði sjö af síðustu tíu stigum Þórs í leiknum. Keflvíkingar sendu Glynn tvisvar á vítalínuna á lokamínútunni og brást honum ekki bogalistin og setti hann öll vítaskot sín niður. Ragnar þakkar Glynn Watson sem og öflugum varnarleik fyrir sigurinn í kvöld. „Aðallega vörnin. Við náðum að hlaupa á þá út af góðri vörn í fyrri hálfleik og héldum því nánast allan leikinn en við gáfum þeim smá vonarglætu undir lokin. Sem betur fer var Glynn Watson með boltann og nær að klára þetta fyrir okkur,“ sagði Ragnar. Það hefur andað köldu á milli liðanna allt frá úrslitaviðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Ragnar var spurður að því hvort eitthvað hafi komið Þórsurum á óvart í leik Keflavíkur í kvöld og hann stóð ekki á svörum. „Nei. Ekki neitt,“ svaraði Ragnar með risastórt bros á vör. Næsti leikur Þórs er gegn Breiðablik eftir akkúrat viku. Blikar spila mjög hraðan körfubolta og Ragnari nánast kvíðir fyrir æfingaprógrami Lárusar þjálfara í komandi viku. „Ætli við þurfum ekki að hlaupa einhver maraþon núna í vikunni til geta ‘match-að‘ blikana,“ segir Ragnar og hlær áður en hann bætir við, „Þetta verður bara hörku leikur á móti liði sem spilar skemmtilegan körfubolta, við þurfum einhvern veginn að finna lausnir á þeirra leik,“ sagði Ragnar Örn Bragason að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Leik lokið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Vandræði meistaranna halda áfram Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Toppslagur í Úlfarsárdal Lærisveinar Alfreðs að stinga af Stefán Teitur hetja Preston Í beinni: Villarreal - Real Madrid | Meistararnir geta farið á toppinn Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Leik lokið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Vandræði meistaranna halda áfram Dana Björg með níu mörk í stórsigri Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Svona var þing KKÍ Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sjá meira
„Það er mjög sterkt að koma hingað á móti þessu góða liði sem er ekki búið að tapa leik og sækja sigur. Við erum mjög ánægðir,“ sagðir Ragnar í viðtali við Vísi eftir leik. Glynn Watson, leikmaður Þórs, var stigahæsti leikmaður leiksins með 28 stig í kvöld. Keflavík var einu stigi yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en Glynn skoraði sjö af síðustu tíu stigum Þórs í leiknum. Keflvíkingar sendu Glynn tvisvar á vítalínuna á lokamínútunni og brást honum ekki bogalistin og setti hann öll vítaskot sín niður. Ragnar þakkar Glynn Watson sem og öflugum varnarleik fyrir sigurinn í kvöld. „Aðallega vörnin. Við náðum að hlaupa á þá út af góðri vörn í fyrri hálfleik og héldum því nánast allan leikinn en við gáfum þeim smá vonarglætu undir lokin. Sem betur fer var Glynn Watson með boltann og nær að klára þetta fyrir okkur,“ sagði Ragnar. Það hefur andað köldu á milli liðanna allt frá úrslitaviðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Ragnar var spurður að því hvort eitthvað hafi komið Þórsurum á óvart í leik Keflavíkur í kvöld og hann stóð ekki á svörum. „Nei. Ekki neitt,“ svaraði Ragnar með risastórt bros á vör. Næsti leikur Þórs er gegn Breiðablik eftir akkúrat viku. Blikar spila mjög hraðan körfubolta og Ragnari nánast kvíðir fyrir æfingaprógrami Lárusar þjálfara í komandi viku. „Ætli við þurfum ekki að hlaupa einhver maraþon núna í vikunni til geta ‘match-að‘ blikana,“ segir Ragnar og hlær áður en hann bætir við, „Þetta verður bara hörku leikur á móti liði sem spilar skemmtilegan körfubolta, við þurfum einhvern veginn að finna lausnir á þeirra leik,“ sagði Ragnar Örn Bragason að lokum.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Leik lokið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Vandræði meistaranna halda áfram Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Toppslagur í Úlfarsárdal Lærisveinar Alfreðs að stinga af Stefán Teitur hetja Preston Í beinni: Villarreal - Real Madrid | Meistararnir geta farið á toppinn Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Leik lokið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Vandræði meistaranna halda áfram Dana Björg með níu mörk í stórsigri Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Svona var þing KKÍ Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sjá meira