Þorgerður fann barnfóstruna sína aftur 60 árum síðar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. nóvember 2021 13:31 Þorgerður birti þessa fallegu svarthvítu mynd í hópnum Gamlar ljósmyndir á Facebook. Úr einkasafni „Þekkir einhver barnapíuna sem passaði mig?“ Á þessum orðum hófst færsla sem Þorgerður Mattía Kristiansen birti í Facebook hópnum Gamlar ljósmyndir. Á myndinni sem hún birti má sjá tvær stúlkur sitja saman í sófa. Yngri stúlkan er Þorgerður sjálf og vildi hún fá hjálp við að finna barnfóstruna sem gætti hennar fyrir sextíu árum síðar í Reykjavík. „Hana var gott að leiða, og hún fór með mig á Freyjugöturóló, sem er í minningu minni skammt frá heimili hennar. Nafnið hennar er horfið mér úr minni,“ skrifaði Þorgerður við myndina. „Hér er ég“ Þorgerður er fædd árið 1958 og ljósmyndin er tekin snemma árið 1960, í stofunni á æskuheimili Þorgerðar að Njálsgötu 29 í Reykjavík. Myndina tók faðir Þorgerðar, Baldur Kristiansen pípulagningarmeistari. Þorgerði til mikillar furðu fékk hún fljótt svar, frá hinni stúlkunni á myndinni fallegu. „Sæl og blessuð Þorgerður. Hér er ég barnapía þín,“ skrifar Hrönn G. Jóhannsdóttir undir myndina. „Ég á góðar minningar frá þessum tíma. Foreldrar þínir voru yndislegar manneskjur.“ Þorgerður segist oft hafa hugsað til barnapíunnar, sem hafði alltaf verið svo góð við hana. Hún var þakklát fyrir að fá þessa tengingu og fá að vita nafnið hennar eftir allan þennan tíma. „Ég hef ekki hitt Hrönn þar sem ég bý í Danmörku,“ segir Þorgerður í samtali við Vísi. „Við höfum tengst á Facebook og aðeins spjallað þar. En það er krúttlegt að við höfum báðar haft hvor aðra í huga, þótt 60 ár séu liðin.“ Ekki haft neinn til að spyrja Þorgerður hafði oft hugsað til barnfóstrunnar sinnar og er þakklát fyrir að hafa loksins fengið að tengjast henni á ný. „Pabbi dó þegar ég var sextán ára, mamma dó svo árið 2013 eftir að hafa haft Alzheimer í á annan áratug. Ég hef haft mynd af mér og barnapíunni minni í litlu albúmi og oft hugsað til hennar, en ekki haft neinn til að spyrja um hana,“ útskýrir Þorgerður. „Svo var það í síðustu viku sem ég byrjaði að fara í gegnum litla skúffu sem var í eigu mömmu og fann gamla filmubúta. Pabbi minn hafði verið flinkur að ljósmynda og tók mikið af myndum af fjölskyldunni! Þar rakst ég á þessa hjartnæmu og yndislegu mynd.“ Dóttir barnfóstrunnar Hrannar skrifar líka athugasemd við færsluna í ljósmyndahópnum Facebook. Hún man sjálf vel eftir að skoða þessa sömu ljósmynd í myndaalbúmi móður sinnar. Albúmið hafði hún fengið að gjöf frá Baldri föður Þorbjargar. Ljósmyndun Einu sinni var... Reykjavík Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Fleiri fréttir Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Sjá meira
Yngri stúlkan er Þorgerður sjálf og vildi hún fá hjálp við að finna barnfóstruna sem gætti hennar fyrir sextíu árum síðar í Reykjavík. „Hana var gott að leiða, og hún fór með mig á Freyjugöturóló, sem er í minningu minni skammt frá heimili hennar. Nafnið hennar er horfið mér úr minni,“ skrifaði Þorgerður við myndina. „Hér er ég“ Þorgerður er fædd árið 1958 og ljósmyndin er tekin snemma árið 1960, í stofunni á æskuheimili Þorgerðar að Njálsgötu 29 í Reykjavík. Myndina tók faðir Þorgerðar, Baldur Kristiansen pípulagningarmeistari. Þorgerði til mikillar furðu fékk hún fljótt svar, frá hinni stúlkunni á myndinni fallegu. „Sæl og blessuð Þorgerður. Hér er ég barnapía þín,“ skrifar Hrönn G. Jóhannsdóttir undir myndina. „Ég á góðar minningar frá þessum tíma. Foreldrar þínir voru yndislegar manneskjur.“ Þorgerður segist oft hafa hugsað til barnapíunnar, sem hafði alltaf verið svo góð við hana. Hún var þakklát fyrir að fá þessa tengingu og fá að vita nafnið hennar eftir allan þennan tíma. „Ég hef ekki hitt Hrönn þar sem ég bý í Danmörku,“ segir Þorgerður í samtali við Vísi. „Við höfum tengst á Facebook og aðeins spjallað þar. En það er krúttlegt að við höfum báðar haft hvor aðra í huga, þótt 60 ár séu liðin.“ Ekki haft neinn til að spyrja Þorgerður hafði oft hugsað til barnfóstrunnar sinnar og er þakklát fyrir að hafa loksins fengið að tengjast henni á ný. „Pabbi dó þegar ég var sextán ára, mamma dó svo árið 2013 eftir að hafa haft Alzheimer í á annan áratug. Ég hef haft mynd af mér og barnapíunni minni í litlu albúmi og oft hugsað til hennar, en ekki haft neinn til að spyrja um hana,“ útskýrir Þorgerður. „Svo var það í síðustu viku sem ég byrjaði að fara í gegnum litla skúffu sem var í eigu mömmu og fann gamla filmubúta. Pabbi minn hafði verið flinkur að ljósmynda og tók mikið af myndum af fjölskyldunni! Þar rakst ég á þessa hjartnæmu og yndislegu mynd.“ Dóttir barnfóstrunnar Hrannar skrifar líka athugasemd við færsluna í ljósmyndahópnum Facebook. Hún man sjálf vel eftir að skoða þessa sömu ljósmynd í myndaalbúmi móður sinnar. Albúmið hafði hún fengið að gjöf frá Baldri föður Þorbjargar.
Ljósmyndun Einu sinni var... Reykjavík Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Fleiri fréttir Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Sjá meira