Xavi, sem er 41 árs, tekur við Barcelona af Ronald Koeman sem var rekinn eftir 1-0 tap fyrir Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni í síðustu viku. Sergi hefur stýrt Börsungum í síðustu tveimur leikjum þeirra.
Xavi er í guðatölu hjá Barcelona enda vann hann allt sem hægt var að vinna með félaginu og var fyrirliði þess um tíma. Xavi er næstleikjahæstur í sögu Barcelona með 767 leiki.
Eftir að hafa unnið þrennuna með Barcelona 2015 fór Xavi til Al Sadd. Þar lék hann í fjögur ár og tók svo við liðinu 2019. Undir hans stjórn vann Al Sadd einn meistaratitil og tvo bikarmeistaratitla í Katar.
Talið er að Barcelona hafi þurft að greiða Al Sadd um fimm milljónir evra til að losa Xavi undan samningi hjá félaginu.
Barcelona mætir Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni á morgun. Ólíklegt þykir að Xavi stýri liðinu í þeim leik. Hann verður líklega á hliðarlínunni í fyrsta sinn þegar Barcelona mætir Espanyol í Katalóníuslag eftir landsleikjahléið.