Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. nóvember 2021 20:01 Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa og Landskjörstjórn funda á nefndarsviði Alþingi Vísir/Vilhelm Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. Fréttastofa hefur undir höndum svokallaða málavaxtalýsingu á talningu og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi sem undirbúningskjörbréfanefnd sendi út í gærkvöldi til allra þeirra sem mætt hafa fyrir nefndina. Þar er fulltrúum yfirkjörstjórnar, talningarfólki, starfsfólki Hótels Borgarness, Lögreglustjóranum á Vesturlandi og fleiri gefið færi á að lesa yfir og koma með ábendingar ef eitthvað er rangt eftir haft. Fjölmargar athugasemdir við talningu og meðferð kjörgagna koma fram í lýsingunni. Fjölmargir höfðu lykla Fram kemur að allnokkrir starfsmenn hafi haft lykla að dyrum inn í salinn þar sem kjörgögn voru eða höfðu aðgang að lyklum salarins. Þá sýni engin eftirlitsmyndavél svæðið þar sem yfirkjörstjórn athafnaði sig og kjörgögn voru geymd á meðan fundarfrestun yfirkjörstjórnar stóð yfir. Fram kemur að á því tímabili sem yfirkjörstjórn var fjarverandi gengu fjórir starfsmenn hótelsins um fremri salinn en þegar fólkið hverfur úr mynd kemur til álita að það hafi farið inn í talningarsalinn eða staðið við inngang í talningarsalinn. Ekki annað hægt en endurtelja Fram kemur að ákveðið hafi verið að endurtelja atkvæðin vegna ábendinga Landskjörsstjórnar um að einhver atkvæði stemmdu ekki. Þá kemur fram að mannleg mistök hafi valdið því að níu atkvæði hefði ranglega lent í atkvæðabunka C lista. Fleiri atkvæði fundust við endurtalningu eða voru mistalin en þess er oft getið í málavaxtalýsingunni. Með hliðsjón af þessu taldi yfirkjörstjórn ekki annað fært en að endurtelja öll atkvæði Loks segir kona sem starfaði við talninguna að yfirkjörstjórn hafi byrjað að telja nokkra listabókstafi áður en hún kom á svæðið. Aðspurð segist hún hafa viljað ð fá að telja öll atkvæðin og hefði gert athugasemd við oddvita yfirkjörstjórnar hefði hún vitað að hann ætlaði að byrja talninguna áður en hún mætti á staðinn. Samkvæmt þessu má draga í efa að öll atkvæði hafi verið talinn í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Inga Sæland: Málin fari að skýrast í kringum helgina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og fulltrúi í undirbúningskjörbréfanefnd, segir að það ætti að skýrast öðru hvoru megin við helgina hvenær nefndin gæti farið að ljúka störfum en þetta kom fram í máli hennar í Reykjavík Síðdegis í dag. 2. nóvember 2021 18:34 Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fréttastofa hefur undir höndum svokallaða málavaxtalýsingu á talningu og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi sem undirbúningskjörbréfanefnd sendi út í gærkvöldi til allra þeirra sem mætt hafa fyrir nefndina. Þar er fulltrúum yfirkjörstjórnar, talningarfólki, starfsfólki Hótels Borgarness, Lögreglustjóranum á Vesturlandi og fleiri gefið færi á að lesa yfir og koma með ábendingar ef eitthvað er rangt eftir haft. Fjölmargar athugasemdir við talningu og meðferð kjörgagna koma fram í lýsingunni. Fjölmargir höfðu lykla Fram kemur að allnokkrir starfsmenn hafi haft lykla að dyrum inn í salinn þar sem kjörgögn voru eða höfðu aðgang að lyklum salarins. Þá sýni engin eftirlitsmyndavél svæðið þar sem yfirkjörstjórn athafnaði sig og kjörgögn voru geymd á meðan fundarfrestun yfirkjörstjórnar stóð yfir. Fram kemur að á því tímabili sem yfirkjörstjórn var fjarverandi gengu fjórir starfsmenn hótelsins um fremri salinn en þegar fólkið hverfur úr mynd kemur til álita að það hafi farið inn í talningarsalinn eða staðið við inngang í talningarsalinn. Ekki annað hægt en endurtelja Fram kemur að ákveðið hafi verið að endurtelja atkvæðin vegna ábendinga Landskjörsstjórnar um að einhver atkvæði stemmdu ekki. Þá kemur fram að mannleg mistök hafi valdið því að níu atkvæði hefði ranglega lent í atkvæðabunka C lista. Fleiri atkvæði fundust við endurtalningu eða voru mistalin en þess er oft getið í málavaxtalýsingunni. Með hliðsjón af þessu taldi yfirkjörstjórn ekki annað fært en að endurtelja öll atkvæði Loks segir kona sem starfaði við talninguna að yfirkjörstjórn hafi byrjað að telja nokkra listabókstafi áður en hún kom á svæðið. Aðspurð segist hún hafa viljað ð fá að telja öll atkvæðin og hefði gert athugasemd við oddvita yfirkjörstjórnar hefði hún vitað að hann ætlaði að byrja talninguna áður en hún mætti á staðinn. Samkvæmt þessu má draga í efa að öll atkvæði hafi verið talinn í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Inga Sæland: Málin fari að skýrast í kringum helgina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og fulltrúi í undirbúningskjörbréfanefnd, segir að það ætti að skýrast öðru hvoru megin við helgina hvenær nefndin gæti farið að ljúka störfum en þetta kom fram í máli hennar í Reykjavík Síðdegis í dag. 2. nóvember 2021 18:34 Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Inga Sæland: Málin fari að skýrast í kringum helgina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og fulltrúi í undirbúningskjörbréfanefnd, segir að það ætti að skýrast öðru hvoru megin við helgina hvenær nefndin gæti farið að ljúka störfum en þetta kom fram í máli hennar í Reykjavík Síðdegis í dag. 2. nóvember 2021 18:34
Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41