Handbolti

Hákon Daði hjá Gummersbach til 2024

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hákon Daði í leik með Gummersbach.
Hákon Daði í leik með Gummersbach. Getty Images

Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska handknattleiksliðið Gummersbach. Samningurinn gildir nú til 2024 en Hákon Daði gekk í raðir félagsins síðasta sumar.

Hákon Daði og Gummersbach hafa verið vel af stað á leiktíðinni. Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar hafa unnið átta af fyrstu níu deildarleikjum sínum og stefna ótrauðir á sæti í þýsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Hákon Daði lék fyrir uppeldisfélag sitt ÍBV á síðustu leiktíð og endaði sem markakóngur Olís-deildarinnar. Eftir það ákvað hann að halda á vit ævintýranna og ganga til liðs við Gummersbach þar sem Eyjamaðurinn Elliði Snær Vignisson var fyrir sem og þjálfarinn Guðjón Valur.

Hornamaðurinn knái skrifaði undir samning til ársins 2023 en nú hefur Gummersbach ákveðið að framlengja samninginn um ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×