Veður

Snjókoma og éljagangur norðanlands

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Næsta lægð mun leggjast yfir landið annað kvöld. 
Næsta lægð mun leggjast yfir landið annað kvöld.  Vísir/Vilhelm

Lægð, sem er á austurleið, er um 200 km suður af Reykjanesi en samskil frá henni liggja nú yfir landinu með tilheyrandi úrkomu um allt land. 

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Búast má við áframhaldandi rigningu eða slyddu á láglendi á Suður- og Suðausturlandi en snjókomu eða slyddu í fyrstu á láglendi á Reykjanesi og víðar við Faxaflóa, eins og var í nótt. 

Víða má búast við snjókomu eða éljagangi um norðanvert landið. Þá fylgir allhvöss austan- og norðaustanátt lægðinni en norðaustan 15 til 23 metrum á sekúndu í vindstrengjum við fjöll suðaustantil. 



Gular viðvaranir eru enn í gildi víða sunnanlands vegna vinds, snjókum eða hríðar og verða þær í gildi fram eftir morgni. 

Síðdegis og í kvöld mun draga úr úrkomu og verður fremur hæg norðlæg átt á morgun, vægt frost og víða bjartviðri en dálítill éljagangur norðan- og austanlands. Seint annað kvöld nálgast svo næsta lægð en þá mun hvessa að nýju með tilheyrandi úrkomu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×