Vestmanneyingar á menningarlegu nótum um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. nóvember 2021 13:31 Mikill áhugi er fyrir Safnahelginni í Vestmannaeyjum um helgina enda dagskráin mjög fjölbreytt. Aðsend Vestmanneyingar og gestir þeirra verða á menningarlegum nótum um helgina því þar fer fram safnahelgi með fjölbreyttri dagskrá. Hápunktur helgarinnar verður fjölþjóðleg ráðstefna um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum. Safnahelgin hófst á fimmtudaginn með setningarathöfn í Stafkirkjunni og síðan hefur dagskráin haldið áfram með fjölbreyttum sýningum, upplestrum og tónlistaratriðum um allan bæ. Í dag klukkan fjögur eru til dæmis tónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja í Hvítasunnukirkjunni og í kvöld er kvöldskemmtun Leikfélags Vestmannaeyja í Kvikunni. Sigurhanna Friðþórsdóttir er ein af skipuleggjendum Safnahelgarinnar. „Við erum með uppákomur á öllum söfnum. Það eru myndlistarsýningar, tónleikar, bókakynningar og ýmiskonar dagskrá, fyrirlestrar og fleira. Þessi hátíð er búin að vera við líði hjá okkur í nokkuð mörg ár, byrjaði fyrst sem Nótt safnanna. Það eru orðin 16 til 17 ár síðan það var og síðan hefur þetta smátt og smátt þróast yfir í það að vera bara skemmtileg dagskrá frá fimmtudegi til sunnudags því það er upp á svo margt að bjóða í Vestmannaeyjum,“ segir Sigurhanna. Dagskrá Safnahelgarinnar er mjög fjölbreytt og skemmtileg.Aðsend Sigurhanna segir erfitt að nefna einhvern einn hápunkt helgarinnar en þó. „Á sunnudaginn verður fjölþjóðlegráðstefna um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum þar sem fræðimenn og rithöfundar flytja erindi sín um ritverk sín, sem byggjast á Tyrkjaráninu 1627. Þar ætlar Tríó Ásgeirs Ásgeirssonar að flytja íslensk þjóðlög í austrænum stíl og svo verður boðið upp á veitingar á Norður - Afríku vísu. Þetta er svona já, einn af hápunktunum en eins og ég segi, þá eru tónleikar, myndlistarsýningar og fleira.“ Hún hvetur fólk á fastalandinu að skella sér til Vestmannaeyja um helgina og taka þátt í Safnahelginni. „Já, endilega, það er bara næsta ferð með Herjólfi, ekki spurning, bara að skella sér yfir. Það spáir rosalega fínu um helgina,“ segir Sigurhanna. Hér má sjá dagskrá Safnahelgarinnar Viðburðir eru um alla eyjuna um helgina í tilefni af Safnahelginni.Aðsend Vestmannaeyjar Menning Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Safnahelgin hófst á fimmtudaginn með setningarathöfn í Stafkirkjunni og síðan hefur dagskráin haldið áfram með fjölbreyttum sýningum, upplestrum og tónlistaratriðum um allan bæ. Í dag klukkan fjögur eru til dæmis tónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja í Hvítasunnukirkjunni og í kvöld er kvöldskemmtun Leikfélags Vestmannaeyja í Kvikunni. Sigurhanna Friðþórsdóttir er ein af skipuleggjendum Safnahelgarinnar. „Við erum með uppákomur á öllum söfnum. Það eru myndlistarsýningar, tónleikar, bókakynningar og ýmiskonar dagskrá, fyrirlestrar og fleira. Þessi hátíð er búin að vera við líði hjá okkur í nokkuð mörg ár, byrjaði fyrst sem Nótt safnanna. Það eru orðin 16 til 17 ár síðan það var og síðan hefur þetta smátt og smátt þróast yfir í það að vera bara skemmtileg dagskrá frá fimmtudegi til sunnudags því það er upp á svo margt að bjóða í Vestmannaeyjum,“ segir Sigurhanna. Dagskrá Safnahelgarinnar er mjög fjölbreytt og skemmtileg.Aðsend Sigurhanna segir erfitt að nefna einhvern einn hápunkt helgarinnar en þó. „Á sunnudaginn verður fjölþjóðlegráðstefna um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum þar sem fræðimenn og rithöfundar flytja erindi sín um ritverk sín, sem byggjast á Tyrkjaráninu 1627. Þar ætlar Tríó Ásgeirs Ásgeirssonar að flytja íslensk þjóðlög í austrænum stíl og svo verður boðið upp á veitingar á Norður - Afríku vísu. Þetta er svona já, einn af hápunktunum en eins og ég segi, þá eru tónleikar, myndlistarsýningar og fleira.“ Hún hvetur fólk á fastalandinu að skella sér til Vestmannaeyja um helgina og taka þátt í Safnahelginni. „Já, endilega, það er bara næsta ferð með Herjólfi, ekki spurning, bara að skella sér yfir. Það spáir rosalega fínu um helgina,“ segir Sigurhanna. Hér má sjá dagskrá Safnahelgarinnar Viðburðir eru um alla eyjuna um helgina í tilefni af Safnahelginni.Aðsend
Vestmannaeyjar Menning Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira