Musk hefur skoðanakönnun á því hvort hann eigi að selja 10 prósent í Tesla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2021 20:48 Elon Musk, stofnandi SpaceX og Tesla og auðugasti maður heims. EPA/Patrick Pleul Frumkvöðullinn og viðskiptajöfurinn Elon Musk hefur efnt til skoðanakannanar á Twitter þar sem hann spyr 62 milljón fylgjendur sínar hvort hann eigi að selja 10 prósent af hlutabréfum sínum í Tesla. Tilefnið virðist vera umræða um það hvernig efnamenn greiða ekki skatt jafnvel þótt virði þess hlutafjár sem þeir eiga snarhækki. Musk segist á Twitter hvorki þiggja laun né fá greidda bónusa; það eina sem hann eigi sé hlutafé og því sé eina leiðin fyrir hann að greiða skatt að selja hlutaféð og greiða skatt af hagnaðinum. „Ég mun hlýta niðurstöðum þessarar könnunar, hvernig sem hún fer,“ lofar milljarðamæringurinn sérvitri, sem er annar ríkasti maður heims á eftir Jeff Bezos, stofnanda Amazon. Auður Musk var fyrr á árinu metinn á 151 milljarð Bandaríkjadala en Tesla var nýlega sagt vera virði trilljón dala. Musk á 23 prósent í fyrirtækinu og er hlutur hans því nú um 230 milljarða dala virði. Þegar þetta er skrifað hafa 758 þúsund manns tekið þátt í könnuninni og 55,7 prósent sagt Já en 44,3 prósent sagt nei. Much is made lately of unrealized gains being a means of tax avoidance, so I propose selling 10% of my Tesla stock.Do you support this?— Elon Musk (@elonmusk) November 6, 2021 Tesla Bandaríkin Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tilefnið virðist vera umræða um það hvernig efnamenn greiða ekki skatt jafnvel þótt virði þess hlutafjár sem þeir eiga snarhækki. Musk segist á Twitter hvorki þiggja laun né fá greidda bónusa; það eina sem hann eigi sé hlutafé og því sé eina leiðin fyrir hann að greiða skatt að selja hlutaféð og greiða skatt af hagnaðinum. „Ég mun hlýta niðurstöðum þessarar könnunar, hvernig sem hún fer,“ lofar milljarðamæringurinn sérvitri, sem er annar ríkasti maður heims á eftir Jeff Bezos, stofnanda Amazon. Auður Musk var fyrr á árinu metinn á 151 milljarð Bandaríkjadala en Tesla var nýlega sagt vera virði trilljón dala. Musk á 23 prósent í fyrirtækinu og er hlutur hans því nú um 230 milljarða dala virði. Þegar þetta er skrifað hafa 758 þúsund manns tekið þátt í könnuninni og 55,7 prósent sagt Já en 44,3 prósent sagt nei. Much is made lately of unrealized gains being a means of tax avoidance, so I propose selling 10% of my Tesla stock.Do you support this?— Elon Musk (@elonmusk) November 6, 2021
Tesla Bandaríkin Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira