Luis Suarez kom Atletico í forystu eftir rúmlega hálftíma leik og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.
Í síðari hálfleik hófst svo fjörið fyrir alvöru en Stefan Savic skoraði sjálfsmark á 50.mínútu og jafnaði þar með metin fyrir Valencia.
Antoine Griezmann og Sime Vrsaljko komu Atletico í 3-1 eftir klukkutíma leik þegar þeir skoruðu sitt markið hvor með mínútu millibili.
Stefndi allt í góðan útisigur Atletico en á 85.mínútu kom hinn 21 árs gamli Hugo Duro inn af bekknum hjá heimamönnum og hann átti eftir að láta að sér kveða.
Duro skoraði tvennu í uppbótartíma, minnkaði muninn í 2-3 á 92.mínútu og jafnaði svo metin á 96.mínútu. Lokatölur 3-3 eftir mikla dramatík.